Engin ákvörðun tekin um landamæraskimun vegna afléttinga í Kína Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. desember 2022 11:44 Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að í fyrsta sinn sé nú boðið upp á inflúensubólusetningu fyrir börn frá sex mánaða aldri til tveggja og hálfs árs. Vísir/Egill Fleiri ríki bætast í hóp þeirra sem bregðast við frelsi Kínverja með kórónuveiruskimun á landamærum, nú síðast Bandaríkin. Sóttvarnalæknir segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um landamæraskimun hér á landi en að vel sé fylgst með stöðunni. Harðar sóttvarnartakmarkanir í Kína hafa komið í veg fyrir að flestir Kínverjar ferðist til útlanda. Nú er von á að breyting verði á því takmörkunum í landinu hefur hægt og bítandi verið aflétt síðustu vikur en nýverið gáfu kínversk stjórnvöld út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði fyrir inngöngu í landið frá og með áttunda janúar. Sérfræðingar eru víða uggandi vegna fyrirætlana kínverskra stjórnvalda þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Bólusetningar hafa ekki náð jafn mikilli útbreiðslu í landinu eins og víða annars staðar og stjórnvöld hætt að gefa út smittölur. Lítið vitað um stöðuna Stjórnvöld í Kína segja að um fimm þúsund manns smitist á degi hverjum en þær tölur eru verulega dregnar í efa af sérfræðingum sem segja veiruna mun útbreiddari í raun og veru og líklegra að milljón manns smitist á degi hverjum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ítralíu, Japan, Tævan og á Indlandi hafa ákveðið að allir sem ferðist þangað frá Kína verði skimaðir á landamærum vegna stöðu faraldursins þar í landi. Fylgjast vel með Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með stöðunni í Kína og Evrópu. „Við erum að fylgjast með því sem er að gerast í Kína þó að takmarkaðar upplýsingar komi þangað. Eins því sem Evrópuþjóðir eru að ræða og jafnvel grípa til. Það eru bara Ítalir sem hafa gripið til ráðstafana enn sem komið er í Evrópu, en auðvitað fleiri í heiminum.“ Engin ákvörðun tekin Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að grípa til neinna aðgerða á landamærum hér á landi. „Við erum ekki með nein bein flug frá Kína. Fólk er þá að koma frá öðrum löndum. Við höfum ekki ákveðið að gera neitt slíkt eins og er. Erum bara að meta ástandið, skoða og fylgjast með þeim gögnum sem koma fram og þá frá Evrópu sérstaklega.“ Hún segir að ekkert bendi til þess að annað afbrigði hafi greinst í Kína sem sé frábrugðið því sem greinst hefur hér og í Evrópu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Kína Tengdar fréttir Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28. desember 2022 08:26 Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. 26. desember 2022 23:41 Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25. desember 2022 09:50 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Harðar sóttvarnartakmarkanir í Kína hafa komið í veg fyrir að flestir Kínverjar ferðist til útlanda. Nú er von á að breyting verði á því takmörkunum í landinu hefur hægt og bítandi verið aflétt síðustu vikur en nýverið gáfu kínversk stjórnvöld út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði fyrir inngöngu í landið frá og með áttunda janúar. Sérfræðingar eru víða uggandi vegna fyrirætlana kínverskra stjórnvalda þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. Bólusetningar hafa ekki náð jafn mikilli útbreiðslu í landinu eins og víða annars staðar og stjórnvöld hætt að gefa út smittölur. Lítið vitað um stöðuna Stjórnvöld í Kína segja að um fimm þúsund manns smitist á degi hverjum en þær tölur eru verulega dregnar í efa af sérfræðingum sem segja veiruna mun útbreiddari í raun og veru og líklegra að milljón manns smitist á degi hverjum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ítralíu, Japan, Tævan og á Indlandi hafa ákveðið að allir sem ferðist þangað frá Kína verði skimaðir á landamærum vegna stöðu faraldursins þar í landi. Fylgjast vel með Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir segir að vel sé fylgst með stöðunni í Kína og Evrópu. „Við erum að fylgjast með því sem er að gerast í Kína þó að takmarkaðar upplýsingar komi þangað. Eins því sem Evrópuþjóðir eru að ræða og jafnvel grípa til. Það eru bara Ítalir sem hafa gripið til ráðstafana enn sem komið er í Evrópu, en auðvitað fleiri í heiminum.“ Engin ákvörðun tekin Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að grípa til neinna aðgerða á landamærum hér á landi. „Við erum ekki með nein bein flug frá Kína. Fólk er þá að koma frá öðrum löndum. Við höfum ekki ákveðið að gera neitt slíkt eins og er. Erum bara að meta ástandið, skoða og fylgjast með þeim gögnum sem koma fram og þá frá Evrópu sérstaklega.“ Hún segir að ekkert bendi til þess að annað afbrigði hafi greinst í Kína sem sé frábrugðið því sem greinst hefur hér og í Evrópu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Kína Tengdar fréttir Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28. desember 2022 08:26 Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. 26. desember 2022 23:41 Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25. desember 2022 09:50 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Sérfræðingar eru uggandi vegna afléttinga takmarkana í Kína Sérfræðingar eru nú uggandi vegna fyrirætlana stjórnvalda í Kína að aflétta verulega ferðatakmörkunum og reglum um sóttkví ferðalanga, þar sem lítið er vitað um stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu. 28. desember 2022 08:26
Sóttkví verði ekki lengur skilyrði í Kína Kínversk stjórnvöld hafa gefið út að átta daga sóttkví verði ekki lengur skilyrði inngöngu í landið frá og með 8. janúar. Hægt og bítandi hefur sóttvarnartakmörkunum verið aflétt síðustu vikur en enn er langt í land. 26. desember 2022 23:41
Hætta að birta smittölur eftir sprengingu í smitum Kínversk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að hætta að birta smittölur með reglubundnum hætti. Mikill fjöldi hefur greinst smitaður af Covid í kjölfar afléttinga. Efast hefur verið um áreiðanleika gagnanna. 25. desember 2022 09:50