Ótrúlegar senur á HM: Carlsen mætti á hlaupum, átti þrjátíu sekúndur eftir en vann samt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2022 15:21 Carlsen á sprettinum á leið í fyrstu skákina. Chess of India Norðmaðurinn Magnus Carlsen hóf heimsmeistaramótið í hraðskák með óvenjulegum hætti í dag. Hann mætti í fyrstu skák sína þegar aðeins þrjátíu sekúndur voru eftir af klukkunni hans, var með svart en landaði samt sigri. Carlsen er staddur í Almaty í Kasakstan þar sem heimsmeistaramótið í at- og hraðskák fer fram. Keppni í atskák hófst á jóladag og tryggði Carlsen sér sigur í gær. Í dag hófst svo keppni í hraðskák þar sem Carlsen er sem fyrr líklegur til sigurs. Allt benti þó til þess að uppskeran yrði rýr í fyrstu skákinni gegn stórmeistaranum Valdislav Kovaljov frá Hvíta-Rússlandi. Skipuleggjendur sýndu Carlsen nokkurn skilning og hófst keppni ekki á slaginu þrjú eins og til stóð. Eftir nokkra bið ákvað dómari að setja skák Carlsen og Kovaljov í gang þótt Carlsen væri ekki mættur. Kovaljov var með hvítt, lék peði fram og smellti á klukkuna. Í hraðskákinni byrjar hvor keppandi með þrjár mínútur á klukkunni. Tíminn byrjaði því að hlaupa frá Carlsen sem eftir tvær mínútur kom á harðahlaupum inn í keppnissalinn klæddur í íþróttaföt; joggingbuxur og hettupeysu. Þrjátíu sekúndur voru eftir á klukkunni þegar Carlsen tók í höndina á andstæðing sínum og lék sinn fyrsta leik. Carlsen með landa sínum Benjamin Haldorsen í brekkunum í morgun.@magnus_carlsen Nokkrum mínútur síðar hafði Carlsen landað sigri og gat andað léttar. Ástæðan fyrir töfinni var sú að Carlsen hafði farið í skipulagða skíðaferð en Almaty er þekkt fyrir fallegar skíðabrekkur sínar. Töf varð á heimferð sem olli því að Carlsen skilaði sér seint á keppnisstað. Sagði hann töluverðar tafir hafa orðið í umferð. „Þetta er auðvitað mitt klúður, við festumst í umferð. Það tók endalausan tíma og var frekar pirrandi en reddaðist á endanum,“ sagði Carlsen við norska ríkisútvarpið. Carlsen braut reglur skipuleggjenda með klæðaburði sínum en skipti um föt fyrir næstu skák. Hann vann fyrstu fimm skákir sínar en virtist þreytast þegar á leið. Síðustu fimm skákunum lauk öllum með jafntefli. Hann lauk keppnisdeginum með níu vinninga og verður hálfum vinningi hið minnsta á eftir efsta manni í lok fyrri keppnisdags af tveimur. Keppendur tefla níu skákir á morgun. Skák Kasakstan Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Carlsen er staddur í Almaty í Kasakstan þar sem heimsmeistaramótið í at- og hraðskák fer fram. Keppni í atskák hófst á jóladag og tryggði Carlsen sér sigur í gær. Í dag hófst svo keppni í hraðskák þar sem Carlsen er sem fyrr líklegur til sigurs. Allt benti þó til þess að uppskeran yrði rýr í fyrstu skákinni gegn stórmeistaranum Valdislav Kovaljov frá Hvíta-Rússlandi. Skipuleggjendur sýndu Carlsen nokkurn skilning og hófst keppni ekki á slaginu þrjú eins og til stóð. Eftir nokkra bið ákvað dómari að setja skák Carlsen og Kovaljov í gang þótt Carlsen væri ekki mættur. Kovaljov var með hvítt, lék peði fram og smellti á klukkuna. Í hraðskákinni byrjar hvor keppandi með þrjár mínútur á klukkunni. Tíminn byrjaði því að hlaupa frá Carlsen sem eftir tvær mínútur kom á harðahlaupum inn í keppnissalinn klæddur í íþróttaföt; joggingbuxur og hettupeysu. Þrjátíu sekúndur voru eftir á klukkunni þegar Carlsen tók í höndina á andstæðing sínum og lék sinn fyrsta leik. Carlsen með landa sínum Benjamin Haldorsen í brekkunum í morgun.@magnus_carlsen Nokkrum mínútur síðar hafði Carlsen landað sigri og gat andað léttar. Ástæðan fyrir töfinni var sú að Carlsen hafði farið í skipulagða skíðaferð en Almaty er þekkt fyrir fallegar skíðabrekkur sínar. Töf varð á heimferð sem olli því að Carlsen skilaði sér seint á keppnisstað. Sagði hann töluverðar tafir hafa orðið í umferð. „Þetta er auðvitað mitt klúður, við festumst í umferð. Það tók endalausan tíma og var frekar pirrandi en reddaðist á endanum,“ sagði Carlsen við norska ríkisútvarpið. Carlsen braut reglur skipuleggjenda með klæðaburði sínum en skipti um föt fyrir næstu skák. Hann vann fyrstu fimm skákir sínar en virtist þreytast þegar á leið. Síðustu fimm skákunum lauk öllum með jafntefli. Hann lauk keppnisdeginum með níu vinninga og verður hálfum vinningi hið minnsta á eftir efsta manni í lok fyrri keppnisdags af tveimur. Keppendur tefla níu skákir á morgun.
Skák Kasakstan Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira