Ísfirðingar fengu loksins dýpkunarskip Árni Sæberg skrifar 29. desember 2022 18:23 Hér má sjá Sundahöfn á Ísafirði sem verður dýpkuð á næstu mánuðum. Sá hluti hafnarbakkans sem er ómálaður er nýr. Stöð 2/Ívar F Dýpkunarskip Björgunar kom loksins til Ísafjarðar í gær til þess að dýpka Sundahöfn. Dýpkun hafnarinnar átti upphaflega að hefjast í maí síðastliðnum. Hafnarstjórinn kveðst ánægður með að unnt verði að hefjast handa á réttu ári. Greint var frá því í upphafi desember að Ísfirðingar hefðu þurft að bíða ansi lengi eftir komu dýpkunarskips Björgunar og að þar á bæ væru menn farnir að ókyrrast vegna skuldbindinga Sundahafnar fyrir næsta sumar. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði þá að dýpkun hafnarinnar skipti bæinn gríðarlega miklu máli. Gert hafi verið ráð fyrir því að tekjur af komu skemmtiferðaskipa muni nema allt að 300 milljónum króna á næsta ári. Rætt var við Örnu Láru í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu: Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri hafna Ísafjarðarbæjar, segir í samtali við Vísi að dýpkunarskip hafi loksins komið til fjarðarins í gær. Landeyjahöfn hefur verið til friðs Guðmundur, sem ávallt er kallaður Muggi, segir að ýmislegt hafi komið til þess að koma dýpkunarskipa hafi tafist. Afhending nýs skips Björgunar hafi tafist og Landeyjarhöfn sé ofar í forgangsröðun Vegagerðarinnar. Guðmundur Magnús Kristjánsson er hæstánægður með að nú sjái fyrir endann á dýpkun Sundahafnar. Hann kveður hafnir Ísafjarðarbæjar á gamlársdag. „En á meðan það hangir í Norðanátt yfir landinu þá er Landeyjahöfn til friðs og þeir eru búnir að hreinsa hana það vel að þeir eru byrjaðir hjá okkur,“ segir Muggi. Þá segir hann að stefnt sé að því að annað skip komi til Ísafjarðar um miðjan janúar og að allt stefni í það að unnt verði að klára dýpkun hafnarinnar fyrir áætlaða komu skemmtiferðaskipanna mikilvægu. Nýr hafnarkantur sé tilbúinn og nú sé ekkert eftir nema að dýpka höfnina svo stærri skip, sem rista dýpra, geti lagst að höfn í Ísafirði. Yfir 70 prósent tekna Guðmundur tekur undir með Örnu Láru bæjarstjóra og segir komur skemmtiferðaskipa mjög mikilvægar. Tekjur vegna komu þeirra muni að öllum líkindum vera ríflega sjötíu prósent af öllum tekjum hafna Ísafjarðabæjar. „Þetta er gleðilegt og við erum ánægðir með að þetta byrji á réttu ári og að við sjáum fyrir endann á þessu. Sem betur fer,“ segir hann að lokum. Ísafjarðarbær Hafnarmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15. október 2022 07:01 Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Greint var frá því í upphafi desember að Ísfirðingar hefðu þurft að bíða ansi lengi eftir komu dýpkunarskips Björgunar og að þar á bæ væru menn farnir að ókyrrast vegna skuldbindinga Sundahafnar fyrir næsta sumar. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, sagði þá að dýpkun hafnarinnar skipti bæinn gríðarlega miklu máli. Gert hafi verið ráð fyrir því að tekjur af komu skemmtiferðaskipa muni nema allt að 300 milljónum króna á næsta ári. Rætt var við Örnu Láru í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir skömmu: Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri hafna Ísafjarðarbæjar, segir í samtali við Vísi að dýpkunarskip hafi loksins komið til fjarðarins í gær. Landeyjahöfn hefur verið til friðs Guðmundur, sem ávallt er kallaður Muggi, segir að ýmislegt hafi komið til þess að koma dýpkunarskipa hafi tafist. Afhending nýs skips Björgunar hafi tafist og Landeyjarhöfn sé ofar í forgangsröðun Vegagerðarinnar. Guðmundur Magnús Kristjánsson er hæstánægður með að nú sjái fyrir endann á dýpkun Sundahafnar. Hann kveður hafnir Ísafjarðarbæjar á gamlársdag. „En á meðan það hangir í Norðanátt yfir landinu þá er Landeyjahöfn til friðs og þeir eru búnir að hreinsa hana það vel að þeir eru byrjaðir hjá okkur,“ segir Muggi. Þá segir hann að stefnt sé að því að annað skip komi til Ísafjarðar um miðjan janúar og að allt stefni í það að unnt verði að klára dýpkun hafnarinnar fyrir áætlaða komu skemmtiferðaskipanna mikilvægu. Nýr hafnarkantur sé tilbúinn og nú sé ekkert eftir nema að dýpka höfnina svo stærri skip, sem rista dýpra, geti lagst að höfn í Ísafirði. Yfir 70 prósent tekna Guðmundur tekur undir með Örnu Láru bæjarstjóra og segir komur skemmtiferðaskipa mjög mikilvægar. Tekjur vegna komu þeirra muni að öllum líkindum vera ríflega sjötíu prósent af öllum tekjum hafna Ísafjarðabæjar. „Þetta er gleðilegt og við erum ánægðir með að þetta byrji á réttu ári og að við sjáum fyrir endann á þessu. Sem betur fer,“ segir hann að lokum.
Ísafjarðarbær Hafnarmál Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41 Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15. október 2022 07:01 Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Sjá meira
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21
Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. 7. desember 2022 10:41
Kveður eftir tuttugu ár sem hafnarstjóri Guðmundur Magnús Kristjánsson hefur starfað sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar síðastliðin tuttugu ár. Nú er komið að starfslokum og ætlar Guðmundur að kveðja með flugeldasýningu á gamlársdag. Fyrsta verkefni eftir starfslok verður að læra á básúnu. 15. október 2022 07:01
Fyllir í skarð Mugga í Ísafjarðarhöfn Hilmar Kristjánsson Lyngmo hafnarvörður hefur verið ráðinn sem hafnarstjóri hjá höfnum Ísafjarðarbæjar og mun hann hefja störf sem slíkur í ársbyrjun. 21. nóvember 2022 09:16
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?