Ríkissjóður kaupir meirihluta Landsnets á um 63 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 18:37 Guðmundur Ingi Ásmundsson er forstjóri Landsnets. Stöð 2/Arnar Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Landsvirkjun, RARIK og Orkubú Vestfjarða hafa náð samningum um kaup ríkisins á 93,22 prósent eignarhlut fyrirtækjanna í Landsneti hf.. Eftir stendur 6,78 prósent hlutur Orkuveitur Reykjavíkur í Landsneti. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt kaupsamningi greiði ríkið bókfært verð fyrir eignarhlut fyrirtækjanna, sem nemi um 439 milljónum Bandaríkjadala, eða um 63 milljörðum króna. Á vef Landsnets segir að fyrirtækið hafi verið í 64,73 prósent eigu Landsvirkjunar, 22,51 prósent eigu RARIK, 5,98 prósent eigu Orkubús Vestfjarða og 6,78 prósent eigu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir viðskiptin. Í samræmi við Orkustefnu Í tilkynningu segir að Landsnet hafi verið stofnað með lögum árið 2004 og tekið til starfa árið 2005. Landsnet starfi samkvæmt sérleyfi og gegni mikilvægu hlutverki á raforkumarkaði, en hlutverk félagsins sé flutningur raforku og stjórnun raforkukerfisins. Eigendur hafi í byrjun verið Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða. Árið 2007 hafi Orkuveita Reykjavíkur bæst í eigendahópinn og eignarhald verið óbreytt síðan. Í Orkustefnu til 2050, sem birt var haustið 2020, komi meðal annars fram að hlutlaust eignarhald sé grundvöllur gagnsæis og jafnræðis á raforkumarkaði og því mikilvægt að ljúka eigendaaðskilnaði flutningsfyrirtækisins þannig að það sé í beinni opinberri eigu. Kaup ríkisins grundvallist á þessu sjónarmiði og séu í samræmi við það sem kveðið er sé um með nýlegum breytingum á raforkulögum og lögum um stofnun Landsnets. Víðtæk samstaða um að ríkið eigi Landsnet Í tilkynningu er haft eftir Bjarna Benediktssyni, efnahags- og fjármálaráðherra, að hann sé ánægður með að breytt eignarhald Landsnets sé komið til framkvæmda. Það hafi verið víðtæk samstaða um að eignarhald Landsnets sé best komið í beinni eigu ríkisins og/eða sveitarfélaga. Með þessum samningi sé stigið fyrsta skrefið í að innleiða þessa breytingu hjá þessu mikilvæga fyrirtæki. „Þessi samningur er mikið fagnaðarefni. Landsvirkjun hefur lengi talað fyrir því að breyta eignarhaldi Landsnets og bent á að það sé óheppilegt að Landsnet, sem hefur einkaleyfi á flutningi raforku og kerfisstjórnun, sé í eigu orkuvinnslufyrirtækja og dreifiveitna. Óbreytt eignarhald samræmist illa meginhugmyndum um aðskilnað samkeppnisreksturs og grunnreksturs á orkumarkaði. Það er ánægjulegt að sjá að þessi breyting hefur nú raungerst,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Eignarhluturinn hafi skapað tekjur „RARIK fagnar þessum samningi. Hlutverk á raforkumarkaði verða skýrari og sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði og eðlilegri þróun orkumarkaðar á Íslandi. RARIK og Landsnet hafa átt góð og fagleg samskipti hingað til og svo mun verða áfram,“ er haft eftir Magnúsi Þór Ásmundssyni, forstjóra RARIK. Haft er eftir Elíasi Jónatanssyni orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða, að eignarhlutur OV í Landsneti hafi á undanförnum árum skapað tekjur sem hafi verið mikilvægur þáttur í rekstrarafkomu Orkubúsins. „Með sölunni skapast hins vegar ný tækifæri fyrir Orkubúið að auka fjárfestingar í orkuinnviðum á Vestfjörðum og tryggja þannig Vestfirðingum betur sambærilega stöðu í raforkumálum og aðrir íbúar landsins búa við,“ segir hann. Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt kaupsamningi greiði ríkið bókfært verð fyrir eignarhlut fyrirtækjanna, sem nemi um 439 milljónum Bandaríkjadala, eða um 63 milljörðum króna. Á vef Landsnets segir að fyrirtækið hafi verið í 64,73 prósent eigu Landsvirkjunar, 22,51 prósent eigu RARIK, 5,98 prósent eigu Orkubús Vestfjarða og 6,78 prósent eigu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir viðskiptin. Í samræmi við Orkustefnu Í tilkynningu segir að Landsnet hafi verið stofnað með lögum árið 2004 og tekið til starfa árið 2005. Landsnet starfi samkvæmt sérleyfi og gegni mikilvægu hlutverki á raforkumarkaði, en hlutverk félagsins sé flutningur raforku og stjórnun raforkukerfisins. Eigendur hafi í byrjun verið Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða. Árið 2007 hafi Orkuveita Reykjavíkur bæst í eigendahópinn og eignarhald verið óbreytt síðan. Í Orkustefnu til 2050, sem birt var haustið 2020, komi meðal annars fram að hlutlaust eignarhald sé grundvöllur gagnsæis og jafnræðis á raforkumarkaði og því mikilvægt að ljúka eigendaaðskilnaði flutningsfyrirtækisins þannig að það sé í beinni opinberri eigu. Kaup ríkisins grundvallist á þessu sjónarmiði og séu í samræmi við það sem kveðið er sé um með nýlegum breytingum á raforkulögum og lögum um stofnun Landsnets. Víðtæk samstaða um að ríkið eigi Landsnet Í tilkynningu er haft eftir Bjarna Benediktssyni, efnahags- og fjármálaráðherra, að hann sé ánægður með að breytt eignarhald Landsnets sé komið til framkvæmda. Það hafi verið víðtæk samstaða um að eignarhald Landsnets sé best komið í beinni eigu ríkisins og/eða sveitarfélaga. Með þessum samningi sé stigið fyrsta skrefið í að innleiða þessa breytingu hjá þessu mikilvæga fyrirtæki. „Þessi samningur er mikið fagnaðarefni. Landsvirkjun hefur lengi talað fyrir því að breyta eignarhaldi Landsnets og bent á að það sé óheppilegt að Landsnet, sem hefur einkaleyfi á flutningi raforku og kerfisstjórnun, sé í eigu orkuvinnslufyrirtækja og dreifiveitna. Óbreytt eignarhald samræmist illa meginhugmyndum um aðskilnað samkeppnisreksturs og grunnreksturs á orkumarkaði. Það er ánægjulegt að sjá að þessi breyting hefur nú raungerst,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Eignarhluturinn hafi skapað tekjur „RARIK fagnar þessum samningi. Hlutverk á raforkumarkaði verða skýrari og sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði og eðlilegri þróun orkumarkaðar á Íslandi. RARIK og Landsnet hafa átt góð og fagleg samskipti hingað til og svo mun verða áfram,“ er haft eftir Magnúsi Þór Ásmundssyni, forstjóra RARIK. Haft er eftir Elíasi Jónatanssyni orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða, að eignarhlutur OV í Landsneti hafi á undanförnum árum skapað tekjur sem hafi verið mikilvægur þáttur í rekstrarafkomu Orkubúsins. „Með sölunni skapast hins vegar ný tækifæri fyrir Orkubúið að auka fjárfestingar í orkuinnviðum á Vestfjörðum og tryggja þannig Vestfirðingum betur sambærilega stöðu í raforkumálum og aðrir íbúar landsins búa við,“ segir hann.
Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira