Efling og Samtök atvinnulífsins funda klukkan 13 í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2023 10:16 Eins og stendur virðist lausn ekki í sjónmáli. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins koma saman til fundar í húsakynnum Ríksisáttasemjara klukkan 13 í dag. Síðasti fundur samninganefndanna fór fram 22. desember, þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kynnti nýtt tilboð Eflingar í kjaradeilunni. Tilboðið fól meðal annars í sér að hagvaxtaraukinn sem greiða á í vor samkvæmt nýútrunnum samningi myndi falla niður en verða bættur upp með öðrum launaliðum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði eftir fundinn að tilboðið gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings, þar sem kröfur Eflingar væru ekki í neinum takti við þær línur sem hefðu verið lagðar í kjarasamningum við Starfsgreinasambandið og VR. Upphafleg kröfurgerð Eflingar fól í sér 167 þúsund króna hækkun allra launa á þremur árum. Í henni sagði meðal annars að áróðursmaskína auðmagnseigenda hefði verið sett í gang í aðdraganda kjarasamninga og að boðskapurinn væri sá að það væri stórhættulegt að greiða verkafólki mannsæmandi laun. Hljómur þessa málflutnings hefði alltaf verið holur en aldrei falskari en nú. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Brú yfir óvissutíma Það blasir við hverjum sem sjá vill að Samtök atvinnulífsins geta ekki samið um aðrar og meiri launahækkanir en felast í þegar gerðum samningum. Í því myndi felast trúnaðarbrot gagnvart verkalýðsfélögunum sem þegar hafa samið og starfa um allt land en ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að verkalýðsfélög sem enn hafa ekki samið muni viðurkenna þessa óumflýjanlegu staðreynd. 29. desember 2022 08:33 „Skynsamlegri nýting á tíma“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að það hafi verið ákveðið að fresta fyrirhuguðum fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að höfðu samráði við samninganefndir. Fundi samninganefnda hefur verið frestað til 4. janúar næstkomandi. 27. desember 2022 10:05 Fundi Eflingar og SA frestað fram á nýtt ár Fyrirhuguðum fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem fara átti fram í dag, hefur verið frestað fram á næsta ár. Þess í stað mun vinnufundur minni hóps fara fram á morgun. 27. desember 2022 07:33 Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21 „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Síðasti fundur samninganefndanna fór fram 22. desember, þegar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kynnti nýtt tilboð Eflingar í kjaradeilunni. Tilboðið fól meðal annars í sér að hagvaxtaraukinn sem greiða á í vor samkvæmt nýútrunnum samningi myndi falla niður en verða bættur upp með öðrum launaliðum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði eftir fundinn að tilboðið gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings, þar sem kröfur Eflingar væru ekki í neinum takti við þær línur sem hefðu verið lagðar í kjarasamningum við Starfsgreinasambandið og VR. Upphafleg kröfurgerð Eflingar fól í sér 167 þúsund króna hækkun allra launa á þremur árum. Í henni sagði meðal annars að áróðursmaskína auðmagnseigenda hefði verið sett í gang í aðdraganda kjarasamninga og að boðskapurinn væri sá að það væri stórhættulegt að greiða verkafólki mannsæmandi laun. Hljómur þessa málflutnings hefði alltaf verið holur en aldrei falskari en nú.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Brú yfir óvissutíma Það blasir við hverjum sem sjá vill að Samtök atvinnulífsins geta ekki samið um aðrar og meiri launahækkanir en felast í þegar gerðum samningum. Í því myndi felast trúnaðarbrot gagnvart verkalýðsfélögunum sem þegar hafa samið og starfa um allt land en ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að verkalýðsfélög sem enn hafa ekki samið muni viðurkenna þessa óumflýjanlegu staðreynd. 29. desember 2022 08:33 „Skynsamlegri nýting á tíma“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að það hafi verið ákveðið að fresta fyrirhuguðum fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að höfðu samráði við samninganefndir. Fundi samninganefnda hefur verið frestað til 4. janúar næstkomandi. 27. desember 2022 10:05 Fundi Eflingar og SA frestað fram á nýtt ár Fyrirhuguðum fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem fara átti fram í dag, hefur verið frestað fram á næsta ár. Þess í stað mun vinnufundur minni hóps fara fram á morgun. 27. desember 2022 07:33 Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21 „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Brú yfir óvissutíma Það blasir við hverjum sem sjá vill að Samtök atvinnulífsins geta ekki samið um aðrar og meiri launahækkanir en felast í þegar gerðum samningum. Í því myndi felast trúnaðarbrot gagnvart verkalýðsfélögunum sem þegar hafa samið og starfa um allt land en ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að verkalýðsfélög sem enn hafa ekki samið muni viðurkenna þessa óumflýjanlegu staðreynd. 29. desember 2022 08:33
„Skynsamlegri nýting á tíma“ Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir að það hafi verið ákveðið að fresta fyrirhuguðum fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins að höfðu samráði við samninganefndir. Fundi samninganefnda hefur verið frestað til 4. janúar næstkomandi. 27. desember 2022 10:05
Fundi Eflingar og SA frestað fram á nýtt ár Fyrirhuguðum fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem fara átti fram í dag, hefur verið frestað fram á næsta ár. Þess í stað mun vinnufundur minni hóps fara fram á morgun. 27. desember 2022 07:33
Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21
„Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59