Allt að 350 flóttamenn til Akureyrar á þessu ári Eiður Þór Árnason skrifar 6. janúar 2023 16:08 Nichole Leigh Mosty, forstöðukona Fjölmenningarseturs, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og Ásthildur Sturludóttur, bæjarstjóri Akureyrar. Akureyrarbær Akureyrarbær hyggst taka á móti allt að 350 flóttamönnum í samstarfi við stjórnvöld fram til ársloka 2023. Samningur um samræmda móttöku flóttafólks á Akureyri var undirritaður í dag af Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra, Nichole Leigh Mosty, forstöðukonu Fjölmenningarseturs og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra á Akureyri. Greint er frá þessu í tilkynningu frá Akureyrarbæ en samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Á síðustu árum hefur fólk á flótta frá Sýrlandi, Afganistan, Úkraínu og víðar sest að á Akureyri en bærinn hefur verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti hópum sem stjórnvöld hafa boðið til landsins. Auk þess hefur sveitarfélagið verið þátttakandi í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks. Að sögn yfirvalda er markmið samræmdu móttökunnar að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Áhersla sé lögð á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og að fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, svo sem með atvinnu, samfélagsfræðslu og námi, þar með talið íslenskunámi. Mjög mikils virði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra segir í tilkynningu að Akureyrarbær hafi víðtæka reynslu af móttöku flóttafólks og það sé mjög mikils virði að sveitarfélagið ætli að taka á móti allt að 350 flóttamönnum til viðbótar. „Ég óska bæjaryfirvöldum og Akureyringum innilega til hamingju – og nýjum íbúum sveitarfélagsins velfarnaðar.“ „Það er samfélagsleg skylda okkar að taka eins vel og kostur er á móti fólki á flótta og mjög mikilvægt að það sé gert með skynsamlegum hætti og í traustu samstarfi við ríkisvaldið,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri í tilkynningunni. „Ég fagna fjölbreytileikanum og veit að fólk hvaðanæva að getur auðgað samfélagið og víkkað sjóndeildarhring okkar. Við bjóðum fólkið ævinlega velkomið og vonum að því muni farnast vel á Akureyri.“ Flóttamenn Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira
Greint er frá þessu í tilkynningu frá Akureyrarbæ en samræmd móttaka flóttafólks nær til fólks sem fengið hefur alþjóðlega vernd eða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða hér á landi. Á síðustu árum hefur fólk á flótta frá Sýrlandi, Afganistan, Úkraínu og víðar sest að á Akureyri en bærinn hefur verið móttökusveitarfélag fyrir flóttafólk og tekið á móti hópum sem stjórnvöld hafa boðið til landsins. Auk þess hefur sveitarfélagið verið þátttakandi í tilraunaverkefni um samræmda móttöku flóttafólks. Að sögn yfirvalda er markmið samræmdu móttökunnar að tryggja flóttafólki samfellda og jafna þjónustu óháð því hvaðan það kemur og í hvaða sveitarfélagi það sest að. Áhersla sé lögð á nauðsynlega aðstoð til að vinna úr áföllum og að fólk fái tækifæri til virkrar þátttöku í samfélaginu, svo sem með atvinnu, samfélagsfræðslu og námi, þar með talið íslenskunámi. Mjög mikils virði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra segir í tilkynningu að Akureyrarbær hafi víðtæka reynslu af móttöku flóttafólks og það sé mjög mikils virði að sveitarfélagið ætli að taka á móti allt að 350 flóttamönnum til viðbótar. „Ég óska bæjaryfirvöldum og Akureyringum innilega til hamingju – og nýjum íbúum sveitarfélagsins velfarnaðar.“ „Það er samfélagsleg skylda okkar að taka eins vel og kostur er á móti fólki á flótta og mjög mikilvægt að það sé gert með skynsamlegum hætti og í traustu samstarfi við ríkisvaldið,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri í tilkynningunni. „Ég fagna fjölbreytileikanum og veit að fólk hvaðanæva að getur auðgað samfélagið og víkkað sjóndeildarhring okkar. Við bjóðum fólkið ævinlega velkomið og vonum að því muni farnast vel á Akureyri.“
Flóttamenn Akureyri Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Sjá meira