Aaron Rodgers og félagar klúðruðu þessu: Svona lítur úrslitakeppni NFL út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2023 10:00 Aaron Rodgers eftir tap Green Bay Packers á móti Detroit Lions á heimavelli sínum í nótt. AP/Morry Gash Lokaumferð deildarkeppni NFL-deildarinnar fór fram um helgina og nú er því endanlega ljóst hvaða lið komust í úrslitakeppnina, hvaða lið eru á leið í sumarfrí og hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem byrjar strax um næstu helgi. Stærsta frétt helgarinnar var líklegast að Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers misstu af úrslitakeppninni eftir 20-16 tap á heimavelli á móti Detroit Lions. Sigur hafði nægt Packers liðinu og andstæðingarnir áttu heldur ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Rodgers, mikilvægasti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár, kastaði boltanum frá sér á úrslitastund og nýliðinn Kerby Joseph varð fyrsti leikmaðurinn til að komast inn í þrjár sendingar hjá Aaron Rodgers á sama tímabilinu. The #NFLPlayoffs start with #SuperWildCard Weekend! pic.twitter.com/blHs0K3j7n— NFL (@NFL) January 9, 2023 Þetta gæti alveg eins verið síðasti leikur Aaron Rodgers á ferlinum en óvíst er hvað hann gerir á næstu leiktíð þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum. Seattle Seahawks græddi á þessu tapi Green Bay liðsins og komst í úrslitakeppnina eftir sigur á Los Angeles Rams í framlengingu. Miami Dolphins komst líka inn í úrslitakeppni eftir 11-6 sigur í baráttuleik á móti New York Jets en leikmenn Pittsburgh Steelers sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir flottan sigur á Cleveland Browns. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers máttu tapa síðasta leik sínum en þetta er fyrsta tímabilið hjá Brady þar sem lið hans tapar fleiri leikjum en það vinnur. Brady og félagar spila lokaleik næstu helgar á móti liði Dallas Cowboys sem steinlá líka um helgina en komst samt inn í úrslitakeppnina. Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles voru með bestan árangur í deildunum tveimur og sitja því hjá í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þessi fyrsta umferð úrslitakeppninnar lítur út um næstu helgi. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Úrslitakeppnin 2023: Fyrsta umferð Laugardagur 14. janúar San Francisco 49ers - Seattle Seahawks (Klukkan: 21:30 að ísl. tíma) Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers (Klukkan: 01:15) Sunnudagur 15. janúar Buffalo Bill - Miami Dolphins ((Klukkan: 18:00) Minnesota Vikings - New York Giants (Klukkan: 21:30) Cincinnati Bengals - Baltimore Ravens (Klukkan: 01:15) Mánudagur 15. janúar Tampa Bay Buccaneers - Dallas Cowboys (Klukkan: 01:15) View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NFL Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira
Stærsta frétt helgarinnar var líklegast að Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers misstu af úrslitakeppninni eftir 20-16 tap á heimavelli á móti Detroit Lions. Sigur hafði nægt Packers liðinu og andstæðingarnir áttu heldur ekki lengur möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Rodgers, mikilvægasti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö ár, kastaði boltanum frá sér á úrslitastund og nýliðinn Kerby Joseph varð fyrsti leikmaðurinn til að komast inn í þrjár sendingar hjá Aaron Rodgers á sama tímabilinu. The #NFLPlayoffs start with #SuperWildCard Weekend! pic.twitter.com/blHs0K3j7n— NFL (@NFL) January 9, 2023 Þetta gæti alveg eins verið síðasti leikur Aaron Rodgers á ferlinum en óvíst er hvað hann gerir á næstu leiktíð þrátt fyrir að eiga ár eftir af samningi sínum. Seattle Seahawks græddi á þessu tapi Green Bay liðsins og komst í úrslitakeppnina eftir sigur á Los Angeles Rams í framlengingu. Miami Dolphins komst líka inn í úrslitakeppni eftir 11-6 sigur í baráttuleik á móti New York Jets en leikmenn Pittsburgh Steelers sátu eftir með sárt ennið þrátt fyrir flottan sigur á Cleveland Browns. Tom Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers máttu tapa síðasta leik sínum en þetta er fyrsta tímabilið hjá Brady þar sem lið hans tapar fleiri leikjum en það vinnur. Brady og félagar spila lokaleik næstu helgar á móti liði Dallas Cowboys sem steinlá líka um helgina en komst samt inn í úrslitakeppnina. Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles voru með bestan árangur í deildunum tveimur og sitja því hjá í fyrstu umferðinni um næstu helgi. Hér fyrir neðan má sjá hvernig þessi fyrsta umferð úrslitakeppninnar lítur út um næstu helgi. Allir leikirnir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport. Úrslitakeppnin 2023: Fyrsta umferð Laugardagur 14. janúar San Francisco 49ers - Seattle Seahawks (Klukkan: 21:30 að ísl. tíma) Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers (Klukkan: 01:15) Sunnudagur 15. janúar Buffalo Bill - Miami Dolphins ((Klukkan: 18:00) Minnesota Vikings - New York Giants (Klukkan: 21:30) Cincinnati Bengals - Baltimore Ravens (Klukkan: 01:15) Mánudagur 15. janúar Tampa Bay Buccaneers - Dallas Cowboys (Klukkan: 01:15) View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Úrslitakeppnin 2023: Fyrsta umferð Laugardagur 14. janúar San Francisco 49ers - Seattle Seahawks (Klukkan: 21:30 að ísl. tíma) Jacksonville Jaguars - Los Angeles Chargers (Klukkan: 01:15) Sunnudagur 15. janúar Buffalo Bill - Miami Dolphins ((Klukkan: 18:00) Minnesota Vikings - New York Giants (Klukkan: 21:30) Cincinnati Bengals - Baltimore Ravens (Klukkan: 01:15) Mánudagur 15. janúar Tampa Bay Buccaneers - Dallas Cowboys (Klukkan: 01:15)
NFL Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Fleiri fréttir Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Sjá meira