Körfuboltakvöld: „Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. janúar 2023 21:31 Dagur Kár í leik með KR gegn Njarðvík í vetur. Vísir/Hulda Margrét Teitur Örlygsson og Jón Eðvarð Halldórsson eru ekki hrifnir af því að Dagur Kár Jónsson hafi ákveðið að skipta út sökkvandi skipi KR fyrir Stjörnuna í Subway deild karla. Þeir viðruðu skoðun sína í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Stjörnumenn hafa gert miklar breytingar á sínu liði sínu í Subway deild karla í körfubolta að undanförnu. Dagur Kár Jónsson er snúinn aftur eftir að hafa byrjað tímabilið með KR en hann steig sín fyrstu skref þegar Teitur Örlygsson þjálfaði liðið. Teitur var sérfræðingur í síðasta þætti Körfuboltakvölds og fór yfir skipti Dags og hvað þau þýða fyrir Stjörnuna og KR. „Mér finnst þetta bara hundleiðinlegt, eins og þetta lítur út fyrir mér þá er eins og hann hafi yfirgefið liðið. Sem er sorglegt því við vitum stöðuna hjá KR. Síðan ákveður þessi nýja stjórn að fara í breytingar, sem eru rándýrar. Senda menn heima, skipta um lið, fá nýja menn og gefa þessu séns. Ætla að reyna halda sér uppi en þá mætir Dagur Kár ekki á æfingu, fyrirliði liðsins. Þetta er hörmung finnst mér,“ sagði Teitur og hélt svo áfram. „Auðvitað þekki ég ekki hina hliðina en svona lítur þetta út fyrir manni og þetta er hryllilegt. Gæti alveg haft áhrif líka fyrir Dag, er eitthvað annað lið að fara taka séns á að taka hann núna? Af því hann yfirgaf Spán líka eins og við vitum, nú yfirgefur hann KR á miðju tímabili.“ Jón Eðvarð Halldórsson tók næstur til máls og hann tók í sama streng. „Ég veit bara aðra hliðina því Dagur hefur ekki tjáð sig um þetta. Ef það er rétt eins og það er búið að lýsa þessu af KR-ingum, sem er algjörlega einhliða, þá finnst mér þetta svakalega dapurt. Ég bara trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun, ég næ þessu ekki.“ „Þú ert fenginn í körfuboltalið á Íslandi, gerður að fyrirliða og það er ákveðið að reyna kaupa inn í liðið í kringum þig – það gekk ekki upp, það sjá það allir – það gengur illa og þú ert fyrsti maðurinn til að hoppa í björgunarbátinn. Þú ættir að vera síðastur frá borði, ég er þar.“ „Ég skal draga allt til baka sem ég er að segja núna ef hann kemur í viðtal og útskýrir af hverju hann gerði þetta. Þetta er svo mikill heigulsskapur, ég trúi bara ekki að einhver geri svona. Þú skilur liðið eftir, það er allt í ljósum logum og þá tekur þú olíu og kastar á eldinn. Þannig horfir þetta við mér, finnst þetta sorglegt. Vona að hann komi og útskýri af hverju hann gerði þetta, gætu verið milljón ástæður en ég vil fá að heyra þær.“ Umræðu Körfuboltakvölds um vistaskipti Dags má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun Körfuboltakvöld Subway-deild karla KR Stjarnan Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Stjörnumenn hafa gert miklar breytingar á sínu liði sínu í Subway deild karla í körfubolta að undanförnu. Dagur Kár Jónsson er snúinn aftur eftir að hafa byrjað tímabilið með KR en hann steig sín fyrstu skref þegar Teitur Örlygsson þjálfaði liðið. Teitur var sérfræðingur í síðasta þætti Körfuboltakvölds og fór yfir skipti Dags og hvað þau þýða fyrir Stjörnuna og KR. „Mér finnst þetta bara hundleiðinlegt, eins og þetta lítur út fyrir mér þá er eins og hann hafi yfirgefið liðið. Sem er sorglegt því við vitum stöðuna hjá KR. Síðan ákveður þessi nýja stjórn að fara í breytingar, sem eru rándýrar. Senda menn heima, skipta um lið, fá nýja menn og gefa þessu séns. Ætla að reyna halda sér uppi en þá mætir Dagur Kár ekki á æfingu, fyrirliði liðsins. Þetta er hörmung finnst mér,“ sagði Teitur og hélt svo áfram. „Auðvitað þekki ég ekki hina hliðina en svona lítur þetta út fyrir manni og þetta er hryllilegt. Gæti alveg haft áhrif líka fyrir Dag, er eitthvað annað lið að fara taka séns á að taka hann núna? Af því hann yfirgaf Spán líka eins og við vitum, nú yfirgefur hann KR á miðju tímabili.“ Jón Eðvarð Halldórsson tók næstur til máls og hann tók í sama streng. „Ég veit bara aðra hliðina því Dagur hefur ekki tjáð sig um þetta. Ef það er rétt eins og það er búið að lýsa þessu af KR-ingum, sem er algjörlega einhliða, þá finnst mér þetta svakalega dapurt. Ég bara trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun, ég næ þessu ekki.“ „Þú ert fenginn í körfuboltalið á Íslandi, gerður að fyrirliða og það er ákveðið að reyna kaupa inn í liðið í kringum þig – það gekk ekki upp, það sjá það allir – það gengur illa og þú ert fyrsti maðurinn til að hoppa í björgunarbátinn. Þú ættir að vera síðastur frá borði, ég er þar.“ „Ég skal draga allt til baka sem ég er að segja núna ef hann kemur í viðtal og útskýrir af hverju hann gerði þetta. Þetta er svo mikill heigulsskapur, ég trúi bara ekki að einhver geri svona. Þú skilur liðið eftir, það er allt í ljósum logum og þá tekur þú olíu og kastar á eldinn. Þannig horfir þetta við mér, finnst þetta sorglegt. Vona að hann komi og útskýri af hverju hann gerði þetta, gætu verið milljón ástæður en ég vil fá að heyra þær.“ Umræðu Körfuboltakvölds um vistaskipti Dags má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Trúi ekki að drengurinn hafi tekið þessa ákvörðun
Körfuboltakvöld Subway-deild karla KR Stjarnan Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira