Telur enga ástæðu til að kalla SA og Eflingu til fundar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2023 12:00 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari telur að of langt sé milli SA og Eflingar til að hægt sé að brúa bilið eins og staðan er núna. Vísir/Vilhelm Ríkissáttasemjari segist ekki ætla að boða samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og Eflingar á fund eins og staðan er núna. Ekkert bendi til að samtalið geti þokast áfram með því að nefndirnar hittist. Efling sleit í gær kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins eftir margra mánaða samningaviðræður og stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. Efling hefur farið fram á sérsamninga, ólíka þeim sem gerðir voru við öll önnur aðildarfélög Starfsgreinasambandsins í desembermánuði. Efling hefur farið fram á að grunnlaun hækki á bilinu 40 til rúmlega 64 þúsund krónur en þar að auki fái allir félagsmenn fimmtán þúsund króna framfærsluuppbót. Þannig hækki laun um fimmtíu og fimm til tæplega áttatíu þúsund krónur. Í könnun sem gerð var meðal Eflingarfélaga síðastliðið haust voru 80 prósent af þeim rúmlega 3.500 sem tóku þátt hlynntir verkfalli. Samninganefnd Eflingar mun koma saman á næstu dögum og gera má ráð fyrir að hún muni þá móta stefnu sína í komandi aðgerðum og ákveða hvenær tillaga um verkfall verður lögð fyrir félagsfólk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hve margir félagsmenn Eflingar tækju þátt í aðgerðunum en fimmtungur þeirra sem verkfallið tekur til þarf að greiða um það atkvæði og minnst helmingur þeirra að samþykkja verkfall. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist munu verða í sambandi við bæði formenn samninganefnda SA og Eflingu núna í framhaldinu þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr viðræðum. „Og mun meta stöðuna en ég boða ekki til fundar nema að það sé ástæða til þess, að ég telji að samtalið geti þokast áfram með því að hittast. Eins og staðan er núna eru engar vonarglætu sem gefa ástæðu til að kalla til fundar á þessum tímapunkti,“ segir Aðalsteinn. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Staða Eflingar „afskaplega erfið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“ 11. janúar 2023 10:43 Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Efling sleit í gær kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins eftir margra mánaða samningaviðræður og stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. Efling hefur farið fram á sérsamninga, ólíka þeim sem gerðir voru við öll önnur aðildarfélög Starfsgreinasambandsins í desembermánuði. Efling hefur farið fram á að grunnlaun hækki á bilinu 40 til rúmlega 64 þúsund krónur en þar að auki fái allir félagsmenn fimmtán þúsund króna framfærsluuppbót. Þannig hækki laun um fimmtíu og fimm til tæplega áttatíu þúsund krónur. Í könnun sem gerð var meðal Eflingarfélaga síðastliðið haust voru 80 prósent af þeim rúmlega 3.500 sem tóku þátt hlynntir verkfalli. Samninganefnd Eflingar mun koma saman á næstu dögum og gera má ráð fyrir að hún muni þá móta stefnu sína í komandi aðgerðum og ákveða hvenær tillaga um verkfall verður lögð fyrir félagsfólk. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hve margir félagsmenn Eflingar tækju þátt í aðgerðunum en fimmtungur þeirra sem verkfallið tekur til þarf að greiða um það atkvæði og minnst helmingur þeirra að samþykkja verkfall. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segist munu verða í sambandi við bæði formenn samninganefnda SA og Eflingu núna í framhaldinu þrátt fyrir að slitnað hafi upp úr viðræðum. „Og mun meta stöðuna en ég boða ekki til fundar nema að það sé ástæða til þess, að ég telji að samtalið geti þokast áfram með því að hittast. Eins og staðan er núna eru engar vonarglætu sem gefa ástæðu til að kalla til fundar á þessum tímapunkti,“ segir Aðalsteinn.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Staða Eflingar „afskaplega erfið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“ 11. janúar 2023 10:43 Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21 Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Staða Eflingar „afskaplega erfið“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að sú staða sem Efling standi frammi fyrir núna sé afskaplega erfið. „Ég bara óska þeim velfarnaðar í sinni baráttu en ég held að þetta verði mjög erfið staða við að eiga. Sérstaklega í ljósi þess að það er búið að samþykkja þessa samninga með yfirgnæfandi meirihluta.“ 11. janúar 2023 10:43
Stefnir í hörðustu vinnudeilu í áratugi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að ef gengið yrði að kröfum Eflingar yrði að taka upp alla aðra nýgerða kjarasamninga í landinu. Stjórn Eflingar fer yfir næstu skref eftir að hafa slitið viðræðum við atvinnurekendur í dag en stefnir í hörðustu vinnudeilur á Íslandi í áratugi. 10. janúar 2023 19:21
Meirihluti Eflingarfólks var hlynntur verkfalli í haust Tveir af hverjum þremur félagsmönnum Eflingar voru síðastliðið haust hlynntir því að fara í verkfallsaðgerðir til að ná fram betri kjörum. Fjórir af hverjum fimm sem tóku afstöðu reyndust hlynntir. Fram undan er könnun meðal félagsfólks hvort fara eigi í verkfall eftir að Efling sleit samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag. 10. janúar 2023 17:08