Sigga bar óvænt tveimur lömbum í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2023 20:01 Það hefur heldur betur birt yfir í fjárhúsinu á bænum Miðengi í Grímsnesi því þar voru fyrstu vorboðar ársins að koma í heiminn, lambadrottning og lambakóngur. Óljóst er hver pabbi lambanna er, en forystuhrútur á bænum liggur sterklega undir grun. Í Miðengi eru um 130 fjár. Það var ærin Sigríður, alltaf kölluð Sigga, sem bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur. Forystuhrúturinn Þormar er grunaður um að vera faðir lambanna, þó það sé ekki alveg hundrað prósent öruggt. Það er mikil frjósemi í Miðengi þessa dagana því þar er líka vikugömul dama, sem kom í heiminn 4. janúar hjá þeim Siggu og Halla, bændunum á bænum, eins og þau eru alltaf kölluð en fyrir eru þrír strákar á heimilinu, 10 mánaða, sjö ár og níu ára. „Heyrðu, það er bara nóg að gera, bara endalaust af börnum og brjálað partý alltaf. Það er allavega mikil frjósemi í Miðengi, það er ekki hægt að segja annað. Við erum með eina nýfædda dömu, síðan einn 10 mánaða og tvo eldri stráka, það er nóg að gera,“ segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, bóndi og húsmóðir í Miðengi. En hvað finnst þér um lömbin, sem fæddust hérna í gær? „Ég var mjög hissa, ég hélt að Halli væri að grínast þegar hann sagði mér af þessu, en svo sýndi hann mér mynd, þannig að ég sá að þetta var ekki grín. Ég veit ekki alveg hvað er að frétta og hvernig þetta gerðist, við erum að reyna að finna sökudólginn,“ segir Sigríður og hlær. Sigríður eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð með lömbin sín tvö, sem komu í heiminn í gær, 10. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég var mjög hissa þegar lömbin fæddust, en ég er ekk enn búin að ákveða hvað þau eiga að heita,“ segir Halldór Rafn Arnarsson, sjö ára eigandi Siggu og lambanna í Miðengi „Það er rosalega gaman að fá lömb núna“, segir Þorbjörn Óðinn Arnarsson, níu ára í Miðengi. En það eru ekki bara kindurnar og lömbin sem bræðurnir í Miðengi hafa áhuga á, nei, þeim þykir allra skemmtilegast þessa dagana að rúnta í fjárhúsinu á nýja bílnum, sem þeir fengu í jólagjöf. Litla daman í Miðengi, sem fæddist 4. janúar. Hún fær nafnið sitt næsta sunnudag. Hún svaf bara í fjárhúsinu í dag þegar litlu lömbin voru heimsótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Í Miðengi eru um 130 fjár. Það var ærin Sigríður, alltaf kölluð Sigga, sem bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur. Forystuhrúturinn Þormar er grunaður um að vera faðir lambanna, þó það sé ekki alveg hundrað prósent öruggt. Það er mikil frjósemi í Miðengi þessa dagana því þar er líka vikugömul dama, sem kom í heiminn 4. janúar hjá þeim Siggu og Halla, bændunum á bænum, eins og þau eru alltaf kölluð en fyrir eru þrír strákar á heimilinu, 10 mánaða, sjö ár og níu ára. „Heyrðu, það er bara nóg að gera, bara endalaust af börnum og brjálað partý alltaf. Það er allavega mikil frjósemi í Miðengi, það er ekki hægt að segja annað. Við erum með eina nýfædda dömu, síðan einn 10 mánaða og tvo eldri stráka, það er nóg að gera,“ segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, bóndi og húsmóðir í Miðengi. En hvað finnst þér um lömbin, sem fæddust hérna í gær? „Ég var mjög hissa, ég hélt að Halli væri að grínast þegar hann sagði mér af þessu, en svo sýndi hann mér mynd, þannig að ég sá að þetta var ekki grín. Ég veit ekki alveg hvað er að frétta og hvernig þetta gerðist, við erum að reyna að finna sökudólginn,“ segir Sigríður og hlær. Sigríður eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð með lömbin sín tvö, sem komu í heiminn í gær, 10. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég var mjög hissa þegar lömbin fæddust, en ég er ekk enn búin að ákveða hvað þau eiga að heita,“ segir Halldór Rafn Arnarsson, sjö ára eigandi Siggu og lambanna í Miðengi „Það er rosalega gaman að fá lömb núna“, segir Þorbjörn Óðinn Arnarsson, níu ára í Miðengi. En það eru ekki bara kindurnar og lömbin sem bræðurnir í Miðengi hafa áhuga á, nei, þeim þykir allra skemmtilegast þessa dagana að rúnta í fjárhúsinu á nýja bílnum, sem þeir fengu í jólagjöf. Litla daman í Miðengi, sem fæddist 4. janúar. Hún fær nafnið sitt næsta sunnudag. Hún svaf bara í fjárhúsinu í dag þegar litlu lömbin voru heimsótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira