„Sáum okkur leik á borði“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 14. janúar 2023 15:36 Arinbjörn Hauksson markaðstjóri Elko segir markmiðið hafa verið að koma með eitthvað nýtt og öðruvísi. Aðsend. Þeir fjölmörgu Íslendingar sem lagt hafa leið sína til Tenerife undanfarnar vikur hafa eflaust tekið eftir flennistóru auglýsingaskilti Elko við innritunarborðið í TFS flugstöðinni. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema vegna þess að auglýsingin er á íslensku. Óhætt er að segja að Tenerife sé einn allra vinsælasti áfangastaður Íslendinga þessi misserin og í byrjun desember sáu stjórnendur Elko sér leik á borði, enda vitað mál að fjölmargir sólþyrstir Íslendingar myndu eyða jólum og áramótum á spænsku eyjunni. „Við settum þetta semsagt upp í byrjun desember. Það er auðvitað búið að vera mikil umræða um alla þessa Íslendinga sem hafa verið að flykkjast til Tenerife. Við sáum þess vegna leik á borði og tryggðum okkur þarna auglýsingaskilti á besta stað til að ná inn traffík. Nýta allan þennan straum af Íslendingum sem eru að fara þarna út og svo heim aftur,“ segir Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko í samtali við Vísi. Auglýsing Elko ætti ekki að vera fram hjá neinum sem á leið um flugstöðina.Aðsend Hann segir það þó ekki hafa verið vandkvæðalaust að koma skiltunum upp og eiga samskipti við stjórnendur flugvallarins. Birtingahúsið var Elko innan handar. „Þetta var svolítið erfitt verkefni að koma af stað af því að við náðum ekki strax í rétta aðila. Til að byrja með voru öll svör sem við fengum á spænsku en sem betur fer kunni okkar maður nokkur orð í málinu og gat klórað sig áfram þar til við fengum loks samband við mann sem kunni ensku. Í kjölfarið sendum við hönnunina út og þeir græjuðu þetta.“ Það að íslenskt fyrirtæki birti auglýsingu á íslensku, á erlendri grundu hlýtur að teljast einsdæmi? „Já, það var líka markmiðið hjá okkur að vera svolítið djörf. Við vildum hafa smá svona „disruption“ og þess vegna fannst okkur kjörið að hafa textann á íslensku. Þetta er svona skemmtilega öðruvísi. Við erum búin að vera nýta nánast alla miðla hérna heima, innlenda miðla, samfélagsmiðla. Þetta er skemmtileg nýjung í flóruna.“ Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem íslenskunni bregður fyrir á flugvellinum, en í apríl á síðasta ári birtust þar auglýsingaskilti þar sem Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins auglýsti framboð sitt fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ferðalög Auglýsinga- og markaðsmál Kanaríeyjar Spánn Verslun Fréttir af flugi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Óhætt er að segja að Tenerife sé einn allra vinsælasti áfangastaður Íslendinga þessi misserin og í byrjun desember sáu stjórnendur Elko sér leik á borði, enda vitað mál að fjölmargir sólþyrstir Íslendingar myndu eyða jólum og áramótum á spænsku eyjunni. „Við settum þetta semsagt upp í byrjun desember. Það er auðvitað búið að vera mikil umræða um alla þessa Íslendinga sem hafa verið að flykkjast til Tenerife. Við sáum þess vegna leik á borði og tryggðum okkur þarna auglýsingaskilti á besta stað til að ná inn traffík. Nýta allan þennan straum af Íslendingum sem eru að fara þarna út og svo heim aftur,“ segir Arinbjörn Hauksson markaðsstjóri Elko í samtali við Vísi. Auglýsing Elko ætti ekki að vera fram hjá neinum sem á leið um flugstöðina.Aðsend Hann segir það þó ekki hafa verið vandkvæðalaust að koma skiltunum upp og eiga samskipti við stjórnendur flugvallarins. Birtingahúsið var Elko innan handar. „Þetta var svolítið erfitt verkefni að koma af stað af því að við náðum ekki strax í rétta aðila. Til að byrja með voru öll svör sem við fengum á spænsku en sem betur fer kunni okkar maður nokkur orð í málinu og gat klórað sig áfram þar til við fengum loks samband við mann sem kunni ensku. Í kjölfarið sendum við hönnunina út og þeir græjuðu þetta.“ Það að íslenskt fyrirtæki birti auglýsingu á íslensku, á erlendri grundu hlýtur að teljast einsdæmi? „Já, það var líka markmiðið hjá okkur að vera svolítið djörf. Við vildum hafa smá svona „disruption“ og þess vegna fannst okkur kjörið að hafa textann á íslensku. Þetta er svona skemmtilega öðruvísi. Við erum búin að vera nýta nánast alla miðla hérna heima, innlenda miðla, samfélagsmiðla. Þetta er skemmtileg nýjung í flóruna.“ Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem íslenskunni bregður fyrir á flugvellinum, en í apríl á síðasta ári birtust þar auglýsingaskilti þar sem Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins auglýsti framboð sitt fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Ferðalög Auglýsinga- og markaðsmál Kanaríeyjar Spánn Verslun Fréttir af flugi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira