Fyrstu stúdentarnir flytja á Sögu eftir tvo mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2023 19:20 Nýju stúdentaíbúðirnar verða í norður enda hússins, til hægri á þessari mynd. Í forgrunni sést Gamli Garður og nýlegar viðbætur við hann. Vísir/Vilhelm Þessa dagana standa yfir milljarða framkvæmdir við að breyta hótel Sögu í háskólahús og á þeim að vera lokið eftir eitt og hálft ár. Fyrstu stúdentarnir munu hins vegar flytja inn í nýjar einstaklingsíbúðir í marsmánuði. Tæplega 60 ár af Hótel Sögu eru liðin tíð. Þessa dagana er hópur iðnaðarmanna að breyta þessum 19 þúsund fermetrum í kennslustofur og skrifstofur. En ekki hvað síst í íbúðir fyrir rúmlega hundrað stúdenta í norðurenda hússins sem snýr að Þjóðarbókhlöðunni. Íslenska ríkið fyrir hönd Háskóli Íslands og Félagsstofnun stúdenta festu kaup á hótel Sögu í desember 2021. Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar segir að þar af séu 27 prósent hússins, eða fimm þúsund fermetrar, í eigu Félagsstofnunar. Hundrað og ellefu 25 fermetra stúdíó íbúðir verða í húsinu. „Þau hafa hér stúdíó íbúð með eldhúsaðstöðu og sér baðherbergi. Svo hafa þau aðgengi að sameiginlegri setustofu sem er á hverri hæð og sameiginlegu þvottahúsi sem er líka á hverri hæð. Þau hafa líka geymsluskápa niðri í kjallara,“ segir Guðrún. Húsið verði mjög lifandi og ólíkt þeim stúdentagörðum sem fyrir væru. Guðrún Björnsdóttir segir staðsetningu Sögu ekki geta verið betri fyrir háskólahverfið. Tekist hafi að fækka fólki mikið á biðlista eftir stúdentaíbúðum.Stöð 2/Arnar „Nú erum við að koma hér inn í nýja hugmynd. Þar sem húsið er að hluta stúdentagarðar, að hluta þjónusta og mikil hreyfing á fólki inn og út. Þetta verður mjög spennandi samsetning og örugglega mjög gaman að eiga heima hérna,“ segir Guðrún. Það er margt ógert og um 140 iðnaðarmenn eru þessa dagana að standsetja húsið að inna jafn sem utan. Engu að síður er stutt í að fyrstu íbúarnir flytji inn. „Úthlutun er komin af stað og er kannski frekar langt komin. Fyrstu íbúar munu flytja hingað inn fyrri partinn í marsmánuði og við gerum ráð fyrir að flest allir séu fluttir hér inn seinna í sama mánuðinum,“ segir framkvæmdastýran bjartsýn. Félagsstofnun hafi tekist að fækka fólki á biðlista eftir húsnæði úr rúmlega þúsund í 4-500 á undanförnum árum og biðtíminn hafi styst mikið. Kostnaður Félagsstofnunar við breytingarnar á húsinu er um milljarður og kostaður Háskólans um þrír milljarðar en kaupverðið var 4,9 milljarðar. Ýmsir kostir hótel skipulagsins á jarðhæðinni verða nýttir áfram og húsið verður opið almenningi. „Hugmyndafræðin er sú að þessi hæð verði opin. Hér verður vísindasmiðja, veitingasala og ýmislegt annað. Þannig að það er líka horft til þess að fólk geti komið í húsið,“ segir Guðrún Björnsdóttir. Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Salan á Hótel Sögu Háskólar Reykjavík Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Myndir af nýjum stúdentaíbúðum á Hótel Sögu líta dagsins ljós Félagsstofnun stúdenta hefur nú birt fyrstu myndirnar af nýjum stúdentagörðum í húsnæðinu sem áður var Hótel Saga. 17. janúar 2023 22:18 Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32 Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14. desember 2021 07:05 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Tæplega 60 ár af Hótel Sögu eru liðin tíð. Þessa dagana er hópur iðnaðarmanna að breyta þessum 19 þúsund fermetrum í kennslustofur og skrifstofur. En ekki hvað síst í íbúðir fyrir rúmlega hundrað stúdenta í norðurenda hússins sem snýr að Þjóðarbókhlöðunni. Íslenska ríkið fyrir hönd Háskóli Íslands og Félagsstofnun stúdenta festu kaup á hótel Sögu í desember 2021. Guðrún Björnsdóttir framkvæmdastjóri Félagsstofnunar segir að þar af séu 27 prósent hússins, eða fimm þúsund fermetrar, í eigu Félagsstofnunar. Hundrað og ellefu 25 fermetra stúdíó íbúðir verða í húsinu. „Þau hafa hér stúdíó íbúð með eldhúsaðstöðu og sér baðherbergi. Svo hafa þau aðgengi að sameiginlegri setustofu sem er á hverri hæð og sameiginlegu þvottahúsi sem er líka á hverri hæð. Þau hafa líka geymsluskápa niðri í kjallara,“ segir Guðrún. Húsið verði mjög lifandi og ólíkt þeim stúdentagörðum sem fyrir væru. Guðrún Björnsdóttir segir staðsetningu Sögu ekki geta verið betri fyrir háskólahverfið. Tekist hafi að fækka fólki mikið á biðlista eftir stúdentaíbúðum.Stöð 2/Arnar „Nú erum við að koma hér inn í nýja hugmynd. Þar sem húsið er að hluta stúdentagarðar, að hluta þjónusta og mikil hreyfing á fólki inn og út. Þetta verður mjög spennandi samsetning og örugglega mjög gaman að eiga heima hérna,“ segir Guðrún. Það er margt ógert og um 140 iðnaðarmenn eru þessa dagana að standsetja húsið að inna jafn sem utan. Engu að síður er stutt í að fyrstu íbúarnir flytji inn. „Úthlutun er komin af stað og er kannski frekar langt komin. Fyrstu íbúar munu flytja hingað inn fyrri partinn í marsmánuði og við gerum ráð fyrir að flest allir séu fluttir hér inn seinna í sama mánuðinum,“ segir framkvæmdastýran bjartsýn. Félagsstofnun hafi tekist að fækka fólki á biðlista eftir húsnæði úr rúmlega þúsund í 4-500 á undanförnum árum og biðtíminn hafi styst mikið. Kostnaður Félagsstofnunar við breytingarnar á húsinu er um milljarður og kostaður Háskólans um þrír milljarðar en kaupverðið var 4,9 milljarðar. Ýmsir kostir hótel skipulagsins á jarðhæðinni verða nýttir áfram og húsið verður opið almenningi. „Hugmyndafræðin er sú að þessi hæð verði opin. Hér verður vísindasmiðja, veitingasala og ýmislegt annað. Þannig að það er líka horft til þess að fólk geti komið í húsið,“ segir Guðrún Björnsdóttir.
Hagsmunir stúdenta Húsnæðismál Salan á Hótel Sögu Háskólar Reykjavík Hótel á Íslandi Tengdar fréttir Myndir af nýjum stúdentaíbúðum á Hótel Sögu líta dagsins ljós Félagsstofnun stúdenta hefur nú birt fyrstu myndirnar af nýjum stúdentagörðum í húsnæðinu sem áður var Hótel Saga. 17. janúar 2023 22:18 Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32 Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14. desember 2021 07:05 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Myndir af nýjum stúdentaíbúðum á Hótel Sögu líta dagsins ljós Félagsstofnun stúdenta hefur nú birt fyrstu myndirnar af nýjum stúdentagörðum í húsnæðinu sem áður var Hótel Saga. 17. janúar 2023 22:18
Háskólinn og FS kaupa Bændahöllina fyrir 4,9 milljarða Ríkissjóður og Félagsstofnun stúdenta munu greiða tæpa fimm milljarða króna fyrir kaupin á Hótel Sögu, Bændahöllinni, sem voru undirrituð í gær. Gert er ráð fyrir að ráðast þurfi í talsverðar viðgerðir og breytingar á byggingunni, sem verður nýtt bæði sem kennsluhúsnæði og í íbúðir fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. 23. desember 2021 08:32
Heildarkostnaður HÍ vegna Hótel Sögu um 6,5 milljarðar Áætlaður heildarkostnaður við kaup Háskóla Íslands á Hótel Sögu og endurbætur á húsnæðinu er um 6,5 milljarðar króna. 14. desember 2021 07:05