Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2023 07:35 Dómarinn sagði Trump ítrekað hafa freistað þess að nota dómstóla í pólitískum tilgangi. AP/Andrew Harnik Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum. Málinu var vísað frá í september og Trump skipað að greiða tugþúsundir dala í nóvember. Í dómsorðinu gagnrýnir dómarinn Trump og lögmanninn harðlega fyrir að misnota dómskerfið til að koma höggi á andstæðinga sína og byggja mál sitt á röngum upplýsingum og vitleysu. Dómarinn segir að málið hefði aldrei átt að rata fyrir dómstóla. Málatilbúnaður Trump gekk út á að Clinton og Demókrataflokkurinn hefðu unnið að því með Alríkislögreglunni og fleirum að falsa tengsl milli Trump og Rússlands til að draga úr möguleikum hans í forsetakosningunum árið 2016. Dómarinn gagnrýndi Trump meðal annars fyrir að hafa uppi ásakanir sem hann mátti vita að voru rugl og nefndi sem dæmi þá kenningu að James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, hefði plottað með Clinton að sækja Trump til saka. Trump var hins vegar aldrei sóttur til saka á þessum tíma og þá væri afar ólíklegt að kært væri á milli Clinton og Comey, þar sem síðarnefndi olli kosningabaráttu Clinton ómældum skaða þegar hann ákvað að hefja rannsókn á tölvupóstum frambjóðandans. Dómarinn sagði enn fremur að þetta mál væri aðeins eitt af mörgum, þar sem Trump hefði freistað þess að nota dómstóla í pólitískum tilgangi. Sagði hann þetta grafa undan réttarríkinu og draga upp þá mynd að lögmenn væru pólitísk peð. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira
Málinu var vísað frá í september og Trump skipað að greiða tugþúsundir dala í nóvember. Í dómsorðinu gagnrýnir dómarinn Trump og lögmanninn harðlega fyrir að misnota dómskerfið til að koma höggi á andstæðinga sína og byggja mál sitt á röngum upplýsingum og vitleysu. Dómarinn segir að málið hefði aldrei átt að rata fyrir dómstóla. Málatilbúnaður Trump gekk út á að Clinton og Demókrataflokkurinn hefðu unnið að því með Alríkislögreglunni og fleirum að falsa tengsl milli Trump og Rússlands til að draga úr möguleikum hans í forsetakosningunum árið 2016. Dómarinn gagnrýndi Trump meðal annars fyrir að hafa uppi ásakanir sem hann mátti vita að voru rugl og nefndi sem dæmi þá kenningu að James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, hefði plottað með Clinton að sækja Trump til saka. Trump var hins vegar aldrei sóttur til saka á þessum tíma og þá væri afar ólíklegt að kært væri á milli Clinton og Comey, þar sem síðarnefndi olli kosningabaráttu Clinton ómældum skaða þegar hann ákvað að hefja rannsókn á tölvupóstum frambjóðandans. Dómarinn sagði enn fremur að þetta mál væri aðeins eitt af mörgum, þar sem Trump hefði freistað þess að nota dómstóla í pólitískum tilgangi. Sagði hann þetta grafa undan réttarríkinu og draga upp þá mynd að lögmenn væru pólitísk peð.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Eldur í Tívolí Erlent Fleiri fréttir Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Sjá meira