Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2023 09:07 John Kirby, talsmaður þjóðaröyriggisráðs Hvíta hússins, sagði frá ætlunum Bandaríkjamanna varðandi Wagner Group á blaðamannafundi í gærkvöldi. AP/Evan Vucci Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, tilkynnti þetta í gær og sagði von á enn frekari aðgerðum gegn málaliðahópnum, sem hefur verið mjög umsvifamikill í Úkraínu. Hópurinn er einnig með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Sjá einnig: Wagner-liði vill hæli í Noregi Kirby sýndi myndefni úr gervihnetti sem hann sagði sýna lest frá Rússlandi í Norður-Kóreu þann 18. nóvember. Lestin hafi verið notuð til að kaupa hergögn af Norður-Kóreu, sem er brot á viðskiptaþvingunum gegn einræðisríkinu, og flytja þau til Úkraínu. Kirby sagði Wagner hafa keypt eldflaugar af Norður-Kóreu. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Áhugasamir geta horft á blaðamannafund Kirby í gær hér að neðan. Það er í upphafi fundarins sem Kirby sýnir myndefni úr gervihnöttum sem hann segir sýna Wagner Group kaupa hergögn frá Norður-Kóreu. Myndefni þessu verður einnig deilt með öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og rætt á þeim vettvangi. Wagner er í eigu rússneska auðjöfursins Yevgeny Prigozhin, sem tengist Vladimír Pútin, forseta Rússlands, nánum böndum. Prigozhin er gjarnan kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Auðjöfurinn viðurkenndi nýverið að hann ætti Wagner Group, eftir að hafa um árabil barist með kjafti og klóm gegn því að vera bendlaður við málaliðahópinn. Wagner Group hefur ráðið mikinn fjölda manna beint úr fangelsum Rússlands. Prigozhin fór til nokkurra fangelsa í Rússlandi og hét þeim frelsi fyrir sex mánaða þjónustu í Úkraínu. Kirby sagði í gær að áætlað væri að Prigozhin eyddi um hundrað milljónum dala á mánuði í rekstur Wagner vegna stríðsins í Úkraínu. Hann sagði einnig að talið væri að Wagner hefði um fimmtíu þúsund málaliða í Úkraínu og að um áttatíu prósent þeirra hefðu verið ráðnir úr fangelsum Rússlands. Þá sagði Kirby að myndast hefði spenna milli Wagner og rússneska hersins. Prigozhin hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. ESB beitti Wagner refsiaðgerðum Evrópusambandið beitti Wagner Group og menn sem að málaliðahópnum koma refsiaðgerðum í fyrra. Sambandið sagði málaliða Wagner hafa brotið gegn mannréttindum fólks og framið ýmis brot eins og pyntingar, aftökur og ógnanir gegn óbreyttum borgurum. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Í yfirlýsingu ESB sagði að Wagner Group væri fjármagnaður af Prigozhin. Þá staðhæfði hann að hann tengdist málaliðahópnum ekki á nokkurn hátt. Meðal þeirra sem beittir voru refsiaðgerðum var Dimitrí Utkin, fyrrverandi útsendari GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og einn af stofnendum hópsins. Hann er er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa. Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn. 20. janúar 2023 07:19 Pútín skiptir um herforingja í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í dag að Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, muni taka yfir stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. Gerasimov tekur við af herforingjanum Sergei Surovikin, sem hefur verið yfir innrásinni undanfarna þrjá mánuði. 11. janúar 2023 18:10 Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13 Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, tilkynnti þetta í gær og sagði von á enn frekari aðgerðum gegn málaliðahópnum, sem hefur verið mjög umsvifamikill í Úkraínu. Hópurinn er einnig með viðveru í Mið-Austurlöndum, Afríku og víðar. Málaliðar hópsins hafa margsinnis verið sakaðir um ýmis ódæði en Wagner Group hefur verið kallaður „skuggaher Rússlands“. Sjá einnig: Wagner-liði vill hæli í Noregi Kirby sýndi myndefni úr gervihnetti sem hann sagði sýna lest frá Rússlandi í Norður-Kóreu þann 18. nóvember. Lestin hafi verið notuð til að kaupa hergögn af Norður-Kóreu, sem er brot á viðskiptaþvingunum gegn einræðisríkinu, og flytja þau til Úkraínu. Kirby sagði Wagner hafa keypt eldflaugar af Norður-Kóreu. Sjá einnig: Tóku eigin málaliða af lífi með sleggju Áhugasamir geta horft á blaðamannafund Kirby í gær hér að neðan. Það er í upphafi fundarins sem Kirby sýnir myndefni úr gervihnöttum sem hann segir sýna Wagner Group kaupa hergögn frá Norður-Kóreu. Myndefni þessu verður einnig deilt með öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og rætt á þeim vettvangi. Wagner er í eigu rússneska auðjöfursins Yevgeny Prigozhin, sem tengist Vladimír Pútin, forseta Rússlands, nánum böndum. Prigozhin er gjarnan kallaður „kokkur Pútíns“ þar sem hann rak veitingastað í St. Pétursborg sem Pútin sótti reglulega. Prigozhin hefur einnig gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og framleiðir meðal annars mat fyrir skólabörn og hermenn í Rússlandi. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Þá er hann eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta IRA af forsetakosningunum 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Auðjöfurinn viðurkenndi nýverið að hann ætti Wagner Group, eftir að hafa um árabil barist með kjafti og klóm gegn því að vera bendlaður við málaliðahópinn. Wagner Group hefur ráðið mikinn fjölda manna beint úr fangelsum Rússlands. Prigozhin fór til nokkurra fangelsa í Rússlandi og hét þeim frelsi fyrir sex mánaða þjónustu í Úkraínu. Kirby sagði í gær að áætlað væri að Prigozhin eyddi um hundrað milljónum dala á mánuði í rekstur Wagner vegna stríðsins í Úkraínu. Hann sagði einnig að talið væri að Wagner hefði um fimmtíu þúsund málaliða í Úkraínu og að um áttatíu prósent þeirra hefðu verið ráðnir úr fangelsum Rússlands. Þá sagði Kirby að myndast hefði spenna milli Wagner og rússneska hersins. Prigozhin hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. ESB beitti Wagner refsiaðgerðum Evrópusambandið beitti Wagner Group og menn sem að málaliðahópnum koma refsiaðgerðum í fyrra. Sambandið sagði málaliða Wagner hafa brotið gegn mannréttindum fólks og framið ýmis brot eins og pyntingar, aftökur og ógnanir gegn óbreyttum borgurum. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Í yfirlýsingu ESB sagði að Wagner Group væri fjármagnaður af Prigozhin. Þá staðhæfði hann að hann tengdist málaliðahópnum ekki á nokkurn hátt. Meðal þeirra sem beittir voru refsiaðgerðum var Dimitrí Utkin, fyrrverandi útsendari GRU, leyniþjónustu rússneska hersins, og einn af stofnendum hópsins. Hann er er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa.
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn. 20. janúar 2023 07:19 Pútín skiptir um herforingja í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í dag að Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, muni taka yfir stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. Gerasimov tekur við af herforingjanum Sergei Surovikin, sem hefur verið yfir innrásinni undanfarna þrjá mánuði. 11. janúar 2023 18:10 Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13 Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn. 20. janúar 2023 07:19
Pútín skiptir um herforingja í Úkraínu Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í dag að Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, muni taka yfir stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. Gerasimov tekur við af herforingjanum Sergei Surovikin, sem hefur verið yfir innrásinni undanfarna þrjá mánuði. 11. janúar 2023 18:10
Kokkur Pútíns segir hvert hús í Bakhmut vera virki Rússneski herinn á í basli með að brjóta varnir Úkraínumanna við Bakhmut á bak aftur þar sem „hvert hús er virki“, samkvæmt Yevgeny Prigozhin, eiganda Wagner Group málaliðahópsins. Hann og Wagner hafa leitt viðleitni Rússa við að ná tökum á bænum um mánaða skeið en víglínunum þar hefur verið lýst sem „hakkavél“. 3. janúar 2023 15:13
Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54