Þunglyndi, psilocybin og aktívismi Steindór J. Erlingsson skrifar 21. janúar 2023 12:00 Illt er að hreppa auðnurán illum tældur draumi; síðan flytjast friðar án í forlagana straumi. Það er með þungum hug sem ég rita þessar línur. Eins og sumir lesendur vita var ég á árum áður virkur þátttakandi í umræðu um ýmis málefni hér á landi, þar á meðal um Íslenska erfðagreiningu, þjóðkirkjuna, geðlæknisfræði, lyfjaiðnaðinn og starfsgetumatið. Álagið sem fylgdi aktívismanum hafði skelfileg áhrif á mitt ofurviðkvæma geð, sem varð til þess að fyrir sex árum síðan ákvað ég að láta staðar numið. Í ljósi umræðunnar um ofskynjunarlyfið psilocybin, sem nú tröllríður samfélaginu, finnst mér rétt að reka hausinn eilítið út úr skelinni. Þunglyndi Ég hef áratuga reynslu af baráttu við erfiðar geðraskanir, fyrst og fremst skelfilegt þunglyndi og kvíða, sem eiga rætur sínar í hörmulegum áföllum sem ég varð fyrir í Eþíópíu árið 1988. Af þessum sökum þekki ég vel til úrræða geðheilbrigðisþjónustunnar, svo sem spítalainnlagnir, raflækningar, lyfjameðferðir og sálfræðimeðferð, sem heimti mig loks úr helju. Ég átti það til að vera lokaður inni í helvíti þunglyndisins í áraraðir og virtist ekkert geta hjálpað. Af þessum sökum skil ég vel þrána eftir töfralausn sem getur, eins og hendi sé veifað, losað um þjáninguna. Við sem höfum kynnt okkur sögu geðlæknisfræðinnar vitum að þegar nýir lyfjaflokkar koma á markað er gjarnan talað um að framundan sé bylting í meðferð ákveðinna geðraskana. En því miður hefur þetta oft reynst sýnd veiði en ekki gefin. Ef við horfum sérstaklega á þunglyndi þá kemur fram í grein Ormels og félaga, sem birtist í fyrra í Clinical Psychology Review, að þrátt fyrir síðaukið aðgengi að meðferðum frá því á 9unda áratugnum hafi ekki dregið úr tíðni röskunarinnar. Psilocybin Þegar þetta er haft í huga er ekki skrýtið að jafnt aktívistar sem sérfræðingar, sem sumir eru einnig aktívistar, leyti logandi ljósi að nýjum aðferðum til þess að draga úr þjáningunni sem lamar líf fólks úti í samfélaginu. Allt er horfið heimsins lán, hvergi gleði nýt ég; trúar, vonar, ástar án einn því flækjast hlýt ég. Það sætir því ekki undrun þótt sumir í hópum aktívista og sérfræðinga bindi miklar vonir við ofskynjunarlyfið psilocybin. Ég hef á undanförnum misserum heyrt stórkarlalegar yfirlýsingar um lækningamátt lyfsins. Í ljósi þess sem ég veit um söguna þá kveikir slík umræða sjálfkrafa á efastöð heilans. Af þeim sökum fannst mér rétt að líta á það nýjasta sem vísindin segja um efnið. Í grein Goodwins og félaga, sem birtist skömmu fyrir áramót í New England Journal of Medicine, segir að stærri og lengri rannsóknir, sem innihaldi þar á meðal samanburð við núverandi meðferðir, séu nauðsynlegar áður en hægt sé að fullyrða neitt um virkni og öryggi psilocybins sem meðferðarúrræði við mjög erfiðu þunglyndi. Svipaðir varnaglar eru slegnir í yfirlitsgrein Dodds og félaga sem birtist í fyrra í CNS Spectrums. Aktívismi Eitt af því mikilvægasta sem aktívistar verða að tileinka sér er ákveðin rörsýn, sérstaklega þegar við ofurefli er að etja, sem nærð er af löngun þeirra til þess að leita réttlætis og bæta velferð almennings. Þetta þekki ég af eigin reynslu og að vísindin geta reynst aktívistanum óþægur ljár í þúfu. Sem fræðimaður hef ég alltaf reynt, ég ítreka, REYNT, að draga úr rörsýninni með því að vera algjörlega sjálfstæður og hella mér út í vísindaliteratúrinn sem liggur að baki málefnunum sem ég hef fjallað um. Við sem eigum að baki langt rannsóknatengt háskólanám höfðum með rannsóknum okkar reynt að nálgast sannleikann, en við vitum að okkur stendur einungis til boða sannleikur með litlu s-i. Þetta eiga aktívistar gjarnan erfitt með að sætta sig við. Þeir telja sig stundum hafa í höndunum sannleikann með stóru S-i. Hann er hins vegar einungis til staðar í trúarbrögðum, sem fékk til að mynda Votta Jehóva til þess að ganga hús úr húsi í viðleitni sinni að bjarga sálu fólks. Ég kannast því miður við einn aktívista sem hagar sér á hliðstæðan hátt. Hann fer einnig hús og húsi og færir geðsjúku fólki hjálpræði sitt, psilocybin. Ég hef á undanförnum tveimur árum kynnst fyrir tilviljun fjórum einstaklingum sem umræddur atívisti hefur fært hjálpræði sitt. Þrír þeirra eru að kljást við lífshættulegt þunglyndi og áttu tveir úr þessum hópi að baki eina eða fleiri mjög alvarlegar sjálfsvígstilraunir ekki löngu áður en aktívistann bar að garði. Ég tel nauðsynlegt að stöðva viðlíka starfsemi, enda fæ ég ekki betur séð en að hér sé á ferðinni varasamt trúboð. Niðurlag Samanburðarrannsóknir munu ef til vill leiða í ljós að psilocybin sé töframeðferðin sem geðlæknisfræðin hefur leitað að í gegnum aldirnar. En þangað til skulum við gjalda varhug við öllum þeim sem telja sig hafa höndlað psilocybin-sannleikann með stóru S-i. Enginn spornar ýta við örlaga þungum straumi. Ó, að ég mætti finna frið fjarri heimsins glaumi. Með þriðja og síðasta erindi „Þunglyndis“ eftir Kristján Jónsson Fjallaskáld þakka ég lesturinn. Byggt á erindi sem flutt var á Læknadögum 18. janúar, 2023. Höfundur er öryrki með BSc gráðu í líffræði og MSc og PhD gráður í vísindasagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Illt er að hreppa auðnurán illum tældur draumi; síðan flytjast friðar án í forlagana straumi. Það er með þungum hug sem ég rita þessar línur. Eins og sumir lesendur vita var ég á árum áður virkur þátttakandi í umræðu um ýmis málefni hér á landi, þar á meðal um Íslenska erfðagreiningu, þjóðkirkjuna, geðlæknisfræði, lyfjaiðnaðinn og starfsgetumatið. Álagið sem fylgdi aktívismanum hafði skelfileg áhrif á mitt ofurviðkvæma geð, sem varð til þess að fyrir sex árum síðan ákvað ég að láta staðar numið. Í ljósi umræðunnar um ofskynjunarlyfið psilocybin, sem nú tröllríður samfélaginu, finnst mér rétt að reka hausinn eilítið út úr skelinni. Þunglyndi Ég hef áratuga reynslu af baráttu við erfiðar geðraskanir, fyrst og fremst skelfilegt þunglyndi og kvíða, sem eiga rætur sínar í hörmulegum áföllum sem ég varð fyrir í Eþíópíu árið 1988. Af þessum sökum þekki ég vel til úrræða geðheilbrigðisþjónustunnar, svo sem spítalainnlagnir, raflækningar, lyfjameðferðir og sálfræðimeðferð, sem heimti mig loks úr helju. Ég átti það til að vera lokaður inni í helvíti þunglyndisins í áraraðir og virtist ekkert geta hjálpað. Af þessum sökum skil ég vel þrána eftir töfralausn sem getur, eins og hendi sé veifað, losað um þjáninguna. Við sem höfum kynnt okkur sögu geðlæknisfræðinnar vitum að þegar nýir lyfjaflokkar koma á markað er gjarnan talað um að framundan sé bylting í meðferð ákveðinna geðraskana. En því miður hefur þetta oft reynst sýnd veiði en ekki gefin. Ef við horfum sérstaklega á þunglyndi þá kemur fram í grein Ormels og félaga, sem birtist í fyrra í Clinical Psychology Review, að þrátt fyrir síðaukið aðgengi að meðferðum frá því á 9unda áratugnum hafi ekki dregið úr tíðni röskunarinnar. Psilocybin Þegar þetta er haft í huga er ekki skrýtið að jafnt aktívistar sem sérfræðingar, sem sumir eru einnig aktívistar, leyti logandi ljósi að nýjum aðferðum til þess að draga úr þjáningunni sem lamar líf fólks úti í samfélaginu. Allt er horfið heimsins lán, hvergi gleði nýt ég; trúar, vonar, ástar án einn því flækjast hlýt ég. Það sætir því ekki undrun þótt sumir í hópum aktívista og sérfræðinga bindi miklar vonir við ofskynjunarlyfið psilocybin. Ég hef á undanförnum misserum heyrt stórkarlalegar yfirlýsingar um lækningamátt lyfsins. Í ljósi þess sem ég veit um söguna þá kveikir slík umræða sjálfkrafa á efastöð heilans. Af þeim sökum fannst mér rétt að líta á það nýjasta sem vísindin segja um efnið. Í grein Goodwins og félaga, sem birtist skömmu fyrir áramót í New England Journal of Medicine, segir að stærri og lengri rannsóknir, sem innihaldi þar á meðal samanburð við núverandi meðferðir, séu nauðsynlegar áður en hægt sé að fullyrða neitt um virkni og öryggi psilocybins sem meðferðarúrræði við mjög erfiðu þunglyndi. Svipaðir varnaglar eru slegnir í yfirlitsgrein Dodds og félaga sem birtist í fyrra í CNS Spectrums. Aktívismi Eitt af því mikilvægasta sem aktívistar verða að tileinka sér er ákveðin rörsýn, sérstaklega þegar við ofurefli er að etja, sem nærð er af löngun þeirra til þess að leita réttlætis og bæta velferð almennings. Þetta þekki ég af eigin reynslu og að vísindin geta reynst aktívistanum óþægur ljár í þúfu. Sem fræðimaður hef ég alltaf reynt, ég ítreka, REYNT, að draga úr rörsýninni með því að vera algjörlega sjálfstæður og hella mér út í vísindaliteratúrinn sem liggur að baki málefnunum sem ég hef fjallað um. Við sem eigum að baki langt rannsóknatengt háskólanám höfðum með rannsóknum okkar reynt að nálgast sannleikann, en við vitum að okkur stendur einungis til boða sannleikur með litlu s-i. Þetta eiga aktívistar gjarnan erfitt með að sætta sig við. Þeir telja sig stundum hafa í höndunum sannleikann með stóru S-i. Hann er hins vegar einungis til staðar í trúarbrögðum, sem fékk til að mynda Votta Jehóva til þess að ganga hús úr húsi í viðleitni sinni að bjarga sálu fólks. Ég kannast því miður við einn aktívista sem hagar sér á hliðstæðan hátt. Hann fer einnig hús og húsi og færir geðsjúku fólki hjálpræði sitt, psilocybin. Ég hef á undanförnum tveimur árum kynnst fyrir tilviljun fjórum einstaklingum sem umræddur atívisti hefur fært hjálpræði sitt. Þrír þeirra eru að kljást við lífshættulegt þunglyndi og áttu tveir úr þessum hópi að baki eina eða fleiri mjög alvarlegar sjálfsvígstilraunir ekki löngu áður en aktívistann bar að garði. Ég tel nauðsynlegt að stöðva viðlíka starfsemi, enda fæ ég ekki betur séð en að hér sé á ferðinni varasamt trúboð. Niðurlag Samanburðarrannsóknir munu ef til vill leiða í ljós að psilocybin sé töframeðferðin sem geðlæknisfræðin hefur leitað að í gegnum aldirnar. En þangað til skulum við gjalda varhug við öllum þeim sem telja sig hafa höndlað psilocybin-sannleikann með stóru S-i. Enginn spornar ýta við örlaga þungum straumi. Ó, að ég mætti finna frið fjarri heimsins glaumi. Með þriðja og síðasta erindi „Þunglyndis“ eftir Kristján Jónsson Fjallaskáld þakka ég lesturinn. Byggt á erindi sem flutt var á Læknadögum 18. janúar, 2023. Höfundur er öryrki með BSc gráðu í líffræði og MSc og PhD gráður í vísindasagnfræði.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun