Baldur þjálfaði á mótinu þar sem stjörnurnar verða til Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 12:01 Baldur Þór Ragnarsson er þjálfari Ulm í Þýskalandi og stýrir þar U18-liði félagsins sem og þróunarliði þess sem spilar í þýsku 2. deildinni. Körfuboltaþjálfarinn Baldur Þór Ragnarsson, sem stýrði Tindastóli til silfurverðlauna í Subway-deildinni í fyrra, varð um helgina fyrsti íslenski þjálfarinn til að fá að stýra liði á Euroleague Next Generation mótinu. Mótið hefur farið fram frá árinu 2002 og á því spila 34 bestu körfuknattleikslið Evrópu í flokki 18 ára og yngri. Mótið fær mikla athygli og meðal annars fylgist mikill fjöldi útsendara NBA-félaga með. Íslenskir leikmenn hafa spilað á mótinu, í það minnsta Haukur Helgi Pálsson og Kristinn Pálsson, en Baldur er fyrstur íslenskra þjálfara til að stýra liði á mótinu. Baldur hefur frá því síðasta sumar þjálfað bæði U18- og þróunarlið þýska félagsins Ratiopharm Ulm sem fékk boð á mótið. Liðið lék í átta liða móti í München og mætti sannkölluðum stórveldum eða U18-liðum Real Madrid, þýska liðsins Alba Berlín, ítalska liðsins Milan og gríska liðsins Panathinaikos. Ulm náði að vinna einn sigur, 84-67 gegn Milan, en tapaði öðrum leikjum. Real Madrid vann riðilinn og komst áfram í keppninni. Hugo Gonzalez var valinn verðmætasti leikmaður riðilsins en hann skoraði 22 stig, tók þrjú fráköst og stal boltanum fjórum sinnum í 84-64 sigri gegn Zalgiris frá Litháen í úrslitaleiknum. Leikið er í fjórum riðlum í Euroleague Next Generation og kemst sigurlið hvers þeirra áfram í 8-liða úrslit keppninnar, auk ríkjandi meistara Mega Mozzart frá Serbíu og þriggja liða sem fá sérstök boðsæti. Í 8-liða úrslitunum verður leikið í tveimur fjögurra liða riðlum og sigurvegarar riðlanna mætast svo í sömu höll og úrslitaleikur EuroLeague fer fram í. Körfubolti Þýski körfuboltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Mótið hefur farið fram frá árinu 2002 og á því spila 34 bestu körfuknattleikslið Evrópu í flokki 18 ára og yngri. Mótið fær mikla athygli og meðal annars fylgist mikill fjöldi útsendara NBA-félaga með. Íslenskir leikmenn hafa spilað á mótinu, í það minnsta Haukur Helgi Pálsson og Kristinn Pálsson, en Baldur er fyrstur íslenskra þjálfara til að stýra liði á mótinu. Baldur hefur frá því síðasta sumar þjálfað bæði U18- og þróunarlið þýska félagsins Ratiopharm Ulm sem fékk boð á mótið. Liðið lék í átta liða móti í München og mætti sannkölluðum stórveldum eða U18-liðum Real Madrid, þýska liðsins Alba Berlín, ítalska liðsins Milan og gríska liðsins Panathinaikos. Ulm náði að vinna einn sigur, 84-67 gegn Milan, en tapaði öðrum leikjum. Real Madrid vann riðilinn og komst áfram í keppninni. Hugo Gonzalez var valinn verðmætasti leikmaður riðilsins en hann skoraði 22 stig, tók þrjú fráköst og stal boltanum fjórum sinnum í 84-64 sigri gegn Zalgiris frá Litháen í úrslitaleiknum. Leikið er í fjórum riðlum í Euroleague Next Generation og kemst sigurlið hvers þeirra áfram í 8-liða úrslit keppninnar, auk ríkjandi meistara Mega Mozzart frá Serbíu og þriggja liða sem fá sérstök boðsæti. Í 8-liða úrslitunum verður leikið í tveimur fjögurra liða riðlum og sigurvegarar riðlanna mætast svo í sömu höll og úrslitaleikur EuroLeague fer fram í.
Körfubolti Þýski körfuboltinn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn