Hæstiréttur hafnar beiðni aðgerðarsinna Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2023 10:42 Elínborg Harpa í Landsrétti í nóvember síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Elínborgar Hörpu- og Önundarburs, aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks, um að taka fyrir dóm Landsréttar frá í nóvember síðastliðinn þar sem Elínborg var dæmt í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þrjú brot. Landsréttur staðfesti þar dóm héraðsdóms, en Elínborg var sakfellt fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Elínborg sagði beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar lúta að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu og af öðrum ástæðum væru mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um. Ágreiningur málsins varði mikilvæg réttindi sem tryggð séu í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, meðal annars að því er varðar heimildir stjórnvalda til afskipta af friðsamlegum mótmælum. Sömuleiðis vildi Elínborg meina að mikilvægt væri að fá túlkun Hæstaréttar á lögreglulögum, meðal annars varðandi sjónarmið um mat á því hvort takmörkun mótamælaaðgerða teljist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Þá varði málið mikla og mikilvæga hagsmuni Elínborgar, auk þess að hán taldi dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til þar sem hann gengi gegn dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur ekki á sama máli Þessu hafnaði Hæstiréttur og segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi jafnframt að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat yrði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni hafi því verið því hafnað. Sakfellt vegna þriggja brota Í fyrsta lagi var Elínborg ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og gert að sök að hafa sparkað þrisvar í fætur lögreglumanns á mótmælum fyrir utan Alþingishúsið þann 11. mars 2019. Sama dag kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu á Austurvelli og beitti lögregla piparúða. Elínborg var einnig sakfellt fyrir brot gegn 19. grein lögreglulaga sem kveður á um skyldu til að fylgja fyrirmælum lögreglunnar þegar Elínborg var beðið um að færa sig frá dyrum Alþingishússins þennan sama dag. Í þriðja lagi var Elínborg sakfellt fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins þann 5. apríl 2019 þar sem hán tók þátt í setuverkfalli og fyrir að hafa ekki yfirgefið vettvang og haldið för sinni áfram þegar lögregla hafði afskipti af almennum borgara við verslun 10-11 í Austurstræti þann 29. júlí 2019. Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. 11. nóvember 2022 14:22 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Landsréttur staðfesti þar dóm héraðsdóms, en Elínborg var sakfellt fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Elínborg sagði beiðni um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar lúta að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu og af öðrum ástæðum væru mjög mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um. Ágreiningur málsins varði mikilvæg réttindi sem tryggð séu í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu, meðal annars að því er varðar heimildir stjórnvalda til afskipta af friðsamlegum mótmælum. Sömuleiðis vildi Elínborg meina að mikilvægt væri að fá túlkun Hæstaréttar á lögreglulögum, meðal annars varðandi sjónarmið um mat á því hvort takmörkun mótamælaaðgerða teljist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi. Þá varði málið mikla og mikilvæga hagsmuni Elínborgar, auk þess að hán taldi dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til þar sem hann gengi gegn dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins. Hæstiréttur ekki á sama máli Þessu hafnaði Hæstiréttur og segir að að virtum gögnum málsins verði ekki séð að málið lúti að atriðum sem hafi verulega almenna þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar. Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggi jafnframt að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat yrði ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti. Beiðninni hafi því verið því hafnað. Sakfellt vegna þriggja brota Í fyrsta lagi var Elínborg ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og gert að sök að hafa sparkað þrisvar í fætur lögreglumanns á mótmælum fyrir utan Alþingishúsið þann 11. mars 2019. Sama dag kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu á Austurvelli og beitti lögregla piparúða. Elínborg var einnig sakfellt fyrir brot gegn 19. grein lögreglulaga sem kveður á um skyldu til að fylgja fyrirmælum lögreglunnar þegar Elínborg var beðið um að færa sig frá dyrum Alþingishússins þennan sama dag. Í þriðja lagi var Elínborg sakfellt fyrir að hafa ekki fylgt fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa anddyri dómsmálaráðuneytisins þann 5. apríl 2019 þar sem hán tók þátt í setuverkfalli og fyrir að hafa ekki yfirgefið vettvang og haldið för sinni áfram þegar lögregla hafði afskipti af almennum borgara við verslun 10-11 í Austurstræti þann 29. júlí 2019.
Dómsmál Tengdar fréttir Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. 11. nóvember 2022 14:22 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Dómurinn yfir Elínborgu Hörpu stendur Tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdómur yfir Elínborgu Hörpu- og Önundarbur aðgerðarsinna og baráttukvár fyrir réttindum flóttafólks skal standa. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Elínborg var ákært fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. 11. nóvember 2022 14:22