„Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. janúar 2023 23:30 Ólafur Ólafsson á ferðinni. Vísir/Vilhelm Frammistaða Ólafs Ólafssonar í leik Grindavíkur og Keflavíkur í Subway deild karla var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hversu mikið mæðir á Ólafi þegar Grindavík spilar og hvernig hans bestu árum hefur í raun verið sóað í meðalmennsku eftir að Grindavík komst í úrslit árið 2017. „Óli Óla átti flottan fyrri hálfleik en kíkjum á hvað hann gerði í seinni hálfleik, því hann var nánast með þessar tölur í fyrri hálfleik. Hér sjáum við að hann sprakk, getum við sagt. Það hvílir ofboðslega mikið á hans herðum. Hann þarf að skapa, hann þarf að passa upp á allar róteringar í vörninni séu réttar, hann er að dekka hávaxnari menn og það er rosalega mikið sem mæðir á honum,“ sagði Kjartan Atli Kjartanssonm þáttastjórnandi um frammistöðu Óla Óla gegn Keflavík. Tölfræði Óla Óla gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Nú eru Grindvíkingar að næla í Zoran Vrkić, hann er að koma í gult. Hverju bætir hann við og hversu mikið léttir hann af herðum Óla,“ spurði Kjartan Atli svo Brynjar Þór Björnsson, sérfræðing þáttarins. „Það er svo erfitt að segja því Grindavíkurliðið er búið að vera síðan 2017 í tómu veseni með útlendingamál og leikmannamál. Alltaf að skipta um, enginn festa og mér finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku þegar þeir gátu farið á eftir Mike Craion, borgað honum alvöru pening. Í staðinn fyrir „Þessi gæi er geggjaður, fáum hann“ þá eru þeir alltaf að taka einhverjar áhættur,“ sagði Brynjar Þór og hélt áfram. „Zoran er góður leikmaður en ég veit ekki hvort hann sé endilega að fara breyta þessu Grindavíkur liði. Hann léttir á liðinu, léttir á Óla en mér finnst of mikið af hrókeringum til að hann sé eitthvað svar við þeirra vandamálum,“ bætti Brynjar Þór við. „Þeir eiga eftir að ná sér í annan Bosman-leikmann. Hann er væntanlega ekki Bosman-leikamaðurinn sem þeir ætla sér að ná í og festa liðið svona,“ skaut Sævar Sævarsson inn í áður en Kjartan Atli benti á að félagið hefði fjóra daga áður en félagaskiptaglugginn lokar. Hér að neðan má sjá þá Kjartan Atla, Brynjar Þór og Sævar ræða Grindavík enn frekar. Liðið situr sem stendur í 7. sæti Subway deildar karla með sjö sigra og sjö töp í 14 leikjum til þessa. Klippa: Körfuboltakvöld: Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
„Óli Óla átti flottan fyrri hálfleik en kíkjum á hvað hann gerði í seinni hálfleik, því hann var nánast með þessar tölur í fyrri hálfleik. Hér sjáum við að hann sprakk, getum við sagt. Það hvílir ofboðslega mikið á hans herðum. Hann þarf að skapa, hann þarf að passa upp á allar róteringar í vörninni séu réttar, hann er að dekka hávaxnari menn og það er rosalega mikið sem mæðir á honum,“ sagði Kjartan Atli Kjartanssonm þáttastjórnandi um frammistöðu Óla Óla gegn Keflavík. Tölfræði Óla Óla gegn Keflavík.Körfuboltakvöld „Nú eru Grindvíkingar að næla í Zoran Vrkić, hann er að koma í gult. Hverju bætir hann við og hversu mikið léttir hann af herðum Óla,“ spurði Kjartan Atli svo Brynjar Þór Björnsson, sérfræðing þáttarins. „Það er svo erfitt að segja því Grindavíkurliðið er búið að vera síðan 2017 í tómu veseni með útlendingamál og leikmannamál. Alltaf að skipta um, enginn festa og mér finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku þegar þeir gátu farið á eftir Mike Craion, borgað honum alvöru pening. Í staðinn fyrir „Þessi gæi er geggjaður, fáum hann“ þá eru þeir alltaf að taka einhverjar áhættur,“ sagði Brynjar Þór og hélt áfram. „Zoran er góður leikmaður en ég veit ekki hvort hann sé endilega að fara breyta þessu Grindavíkur liði. Hann léttir á liðinu, léttir á Óla en mér finnst of mikið af hrókeringum til að hann sé eitthvað svar við þeirra vandamálum,“ bætti Brynjar Þór við. „Þeir eiga eftir að ná sér í annan Bosman-leikmann. Hann er væntanlega ekki Bosman-leikamaðurinn sem þeir ætla sér að ná í og festa liðið svona,“ skaut Sævar Sævarsson inn í áður en Kjartan Atli benti á að félagið hefði fjóra daga áður en félagaskiptaglugginn lokar. Hér að neðan má sjá þá Kjartan Atla, Brynjar Þór og Sævar ræða Grindavík enn frekar. Liðið situr sem stendur í 7. sæti Subway deildar karla með sjö sigra og sjö töp í 14 leikjum til þessa. Klippa: Körfuboltakvöld: Finnst eins og það sé búið að eyða bestu árum Óla Óla í algjöra meðalmennsku
Körfubolti Subway-deild karla UMF Grindavík Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Umfjöllun og viðtal: Grindavík - Keflavík 93-104 | Góður endasprettur skóp sigur Keflavíkur í grannaslagnum Keflvíkingar keyrðu yfir granna sína á fimm mínútna kafla Keflvíkingar unnu sigur á grönnum sínum í Grindavík á útivelli í 14. umferð Subway-deildar karla í kvöld. Keflavík vann með ellefu stigum, lokatölur 104-93 eftir að Grindavík leiddi með fjórum stigum í hálfleik. 26. janúar 2023 22:00