Viðvaranir áfram í gildi fram eftir morgni Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 31. janúar 2023 06:48 Björgunarsveit að störfum í gær. Mynd/Landsbjörg Appelsínugul viðvörun er enn í gildi á Suðurlandi og verður fram til klukkan 10 samkvæmt vef Veðurstofunnar. Sömu sögu er að segja af Suðausturlandi en þar breytist liturinn í gulann klukkan 9 og stendur til klukkan 13 í dag. Annarsstaðar eru gular viðvaranir víðast hvar í gildi nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi og á Austfjörðum. Á Ströndum og Norðurlandi eystra rennur þó viðvörunin úr gildi núna klukkan 7. Vegurinn um Hellisheiði opnaði í morgun og einnig vegurinn um Þrengslin. Þá er lokað um Mosfellsheiði en þar er óvissustig fram til klukkan 9. Vegurinn um Kjalarnes er opinn. Þá er Hringvegurinn lokaður frá Vík og langleiðina austur á firði. Öxnadalsheiðin er síðan lokuð og víða ófært austur af Mývatni en nánari upplýsingar um stöðuna á færðinni er að finna á vef Vegagerðarinnar. Fyrir vestan er síðan lokað um Steingrímsfjarðarheiðina og Þröskulda. Þar er óvissustig í gildi fram til klukkan tíu. Fróðárheiðin er ófær og vegurinn um Svínadal og sömu sögu er að segja af Bröttubrekku. Nóg að gera hjá Landsbjörg Björgunarsveitir um land allt höfðu í nægu að snúast í gærdag og í gærkvöldi. Vegfarendur voru aðstoðaðir á norðanverðu Sæfellsnesi, Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi aðstoðaði vegfarendur á Vatnaleið og kom þeim til Stykkishólms og björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ aðstoðaði vegfarendur á Fróðárheiði og á Arnarstapavegi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Fyrr um kvöldið höfðu björgunarsveitirnar aðstoðað fólk í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ófærð myndaðist í grennd við Egilshöll um tíma og einnig í Grafarholtinu. Eitthvað um röskun á flugi Eitthvað hefur verið um að aflýsa hafi þurft flugferðum. Komum véla Icelandair frá Newark, Toronto, Washington og Chicago hefur verið aflýst samkvæmt heimasíðu Isavia en aðrar ferðir virðast á áætlun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Austlæg átt 3-10 m/s og dálítil él, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 8 stig. Bætir í vind um kvöldið. Á fimmtudag: Gengur í austan hvassviðri eða storm með snjókomu, en hlýnar sunnantil eftir hádegi með rigningu eða slyddu á láglendi. Snýst í heldur hægari suðvestanátt seinnipartinn og kólnar aftur með éljum, en úrkomuminna norðaustanlands. Á föstudag: Austlæg átt og él. Gengur í stífa norðvestan- og vestanátt eftir hádegi með snjókomu víða, en slyddu austast. Frost 0 til 7 stig. Á laugardag: Vestan og norðvestanátt og éljagangur, en þurrt að kalla suðaustantil. Frost 2 til 11 stig. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Á sunnudag: Breytileg átt og bjartviðri, en vaxandi suðaustanátt og hlýnar með rigningu eða slyddu sunnantil síðdegis. Á mánudag: Útlit fyrir sunnanátt og rigningu, en snýst í suðvestanátt með éljagangi og kólnar þegar líður á daginn. Veður Færð á vegum Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Sömu sögu er að segja af Suðausturlandi en þar breytist liturinn í gulann klukkan 9 og stendur til klukkan 13 í dag. Annarsstaðar eru gular viðvaranir víðast hvar í gildi nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi og á Austfjörðum. Á Ströndum og Norðurlandi eystra rennur þó viðvörunin úr gildi núna klukkan 7. Vegurinn um Hellisheiði opnaði í morgun og einnig vegurinn um Þrengslin. Þá er lokað um Mosfellsheiði en þar er óvissustig fram til klukkan 9. Vegurinn um Kjalarnes er opinn. Þá er Hringvegurinn lokaður frá Vík og langleiðina austur á firði. Öxnadalsheiðin er síðan lokuð og víða ófært austur af Mývatni en nánari upplýsingar um stöðuna á færðinni er að finna á vef Vegagerðarinnar. Fyrir vestan er síðan lokað um Steingrímsfjarðarheiðina og Þröskulda. Þar er óvissustig í gildi fram til klukkan tíu. Fróðárheiðin er ófær og vegurinn um Svínadal og sömu sögu er að segja af Bröttubrekku. Nóg að gera hjá Landsbjörg Björgunarsveitir um land allt höfðu í nægu að snúast í gærdag og í gærkvöldi. Vegfarendur voru aðstoðaðir á norðanverðu Sæfellsnesi, Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi aðstoðaði vegfarendur á Vatnaleið og kom þeim til Stykkishólms og björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ aðstoðaði vegfarendur á Fróðárheiði og á Arnarstapavegi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Fyrr um kvöldið höfðu björgunarsveitirnar aðstoðað fólk í Grafarvogi í Reykjavík þar sem ófærð myndaðist í grennd við Egilshöll um tíma og einnig í Grafarholtinu. Eitthvað um röskun á flugi Eitthvað hefur verið um að aflýsa hafi þurft flugferðum. Komum véla Icelandair frá Newark, Toronto, Washington og Chicago hefur verið aflýst samkvæmt heimasíðu Isavia en aðrar ferðir virðast á áætlun. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Austlæg átt 3-10 m/s og dálítil él, en þurrt að kalla á Suður- og Vesturlandi. Frost 0 til 8 stig. Bætir í vind um kvöldið. Á fimmtudag: Gengur í austan hvassviðri eða storm með snjókomu, en hlýnar sunnantil eftir hádegi með rigningu eða slyddu á láglendi. Snýst í heldur hægari suðvestanátt seinnipartinn og kólnar aftur með éljum, en úrkomuminna norðaustanlands. Á föstudag: Austlæg átt og él. Gengur í stífa norðvestan- og vestanátt eftir hádegi með snjókomu víða, en slyddu austast. Frost 0 til 7 stig. Á laugardag: Vestan og norðvestanátt og éljagangur, en þurrt að kalla suðaustantil. Frost 2 til 11 stig. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Á sunnudag: Breytileg átt og bjartviðri, en vaxandi suðaustanátt og hlýnar með rigningu eða slyddu sunnantil síðdegis. Á mánudag: Útlit fyrir sunnanátt og rigningu, en snýst í suðvestanátt með éljagangi og kólnar þegar líður á daginn.
Veður Færð á vegum Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira