Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 11:13 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir SA ekki sýna nokkurn samningsvilja. Vísir/Ívar Fannar Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Samninganefnd félagsins samþykkti að boða til frekari verkfalla á fundi sínum í gær en í gærkvöldi lá fyrir niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins. Þau hefjast 7. febrúar næstkomandi á hótelum Íslandshótela. Verkfallsboðun á Berjaya Hotels nær til á fjórða hundrað Eflingarfélaga. Um er að ræða hótel sem áður voru rekin undir nafninu Icelandair Hotels, þar á meðal Hotel Natura við Nauthólsveg og Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. Á Reykjavík Edition starfa vel á annað hundrað Eflingarfélaga. Samþykki þessir félagar verkfall koma þeir til viðbótar við þá tæpu 300 félagsmenn sem þegar hafa samþykkt verkfall á Íslandshótelum. BERJAYA HOTELS ICELAND hf. Alda Hotel Reykjavik - Laugavegi 66-68, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Marina Hotel - Mýrargötu 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina Residence - Mýrargötu 14-16, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Natura Hotel - Nauthólsvegi 52, 102 ReykjavíkCanopy by Hilton Reykjavik City Centre - Smiðjustíg 4, 101 ReykjavíkHilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkReykjavik Konsúlat Hotel - Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík Cambridge Plaza Hotel Comp ehf. The Reykjavik EDITION - Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík „Verkfallsboðun hjá Samskip tekur til alls vörubifreiðaakstur sem gerður er út frá höfuðstöðvum fyrirtækisins við Sundahöfn. Verkfallsboðun hjá Olíudreifingu og Skeljungi nær til aksturs og annarra starfa við olíudreifingu en þessi fyrirtæki annast allan flutning á olíu frá stærstu olíubirgðastöð landsins í Örfirisey,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að verkfallsboðuninni fylgi bókun um undanþágunefndir, sem skuli fjalla um undanþágubeiðnir frá verkfallsboðun í þágu almannaöryggis. Viðauki um undanþágunefndir Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur. Atkvæðagreiðsla um þessar verkfallsboðanir hefjast klukkan 12 á hádegi á föstudag, 3. febrúar og þeim lýkur klukkan 18 á þriðjudaginn, 7. febrúar. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Bensín og olía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. 31. janúar 2023 10:33 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Samninganefnd félagsins samþykkti að boða til frekari verkfalla á fundi sínum í gær en í gærkvöldi lá fyrir niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins. Þau hefjast 7. febrúar næstkomandi á hótelum Íslandshótela. Verkfallsboðun á Berjaya Hotels nær til á fjórða hundrað Eflingarfélaga. Um er að ræða hótel sem áður voru rekin undir nafninu Icelandair Hotels, þar á meðal Hotel Natura við Nauthólsveg og Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. Á Reykjavík Edition starfa vel á annað hundrað Eflingarfélaga. Samþykki þessir félagar verkfall koma þeir til viðbótar við þá tæpu 300 félagsmenn sem þegar hafa samþykkt verkfall á Íslandshótelum. BERJAYA HOTELS ICELAND hf. Alda Hotel Reykjavik - Laugavegi 66-68, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Marina Hotel - Mýrargötu 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina Residence - Mýrargötu 14-16, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Natura Hotel - Nauthólsvegi 52, 102 ReykjavíkCanopy by Hilton Reykjavik City Centre - Smiðjustíg 4, 101 ReykjavíkHilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkReykjavik Konsúlat Hotel - Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík Cambridge Plaza Hotel Comp ehf. The Reykjavik EDITION - Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík „Verkfallsboðun hjá Samskip tekur til alls vörubifreiðaakstur sem gerður er út frá höfuðstöðvum fyrirtækisins við Sundahöfn. Verkfallsboðun hjá Olíudreifingu og Skeljungi nær til aksturs og annarra starfa við olíudreifingu en þessi fyrirtæki annast allan flutning á olíu frá stærstu olíubirgðastöð landsins í Örfirisey,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að verkfallsboðuninni fylgi bókun um undanþágunefndir, sem skuli fjalla um undanþágubeiðnir frá verkfallsboðun í þágu almannaöryggis. Viðauki um undanþágunefndir Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur. Atkvæðagreiðsla um þessar verkfallsboðanir hefjast klukkan 12 á hádegi á föstudag, 3. febrúar og þeim lýkur klukkan 18 á þriðjudaginn, 7. febrúar.
BERJAYA HOTELS ICELAND hf. Alda Hotel Reykjavik - Laugavegi 66-68, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Marina Hotel - Mýrargötu 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina Residence - Mýrargötu 14-16, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Natura Hotel - Nauthólsvegi 52, 102 ReykjavíkCanopy by Hilton Reykjavik City Centre - Smiðjustíg 4, 101 ReykjavíkHilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkReykjavik Konsúlat Hotel - Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík Cambridge Plaza Hotel Comp ehf. The Reykjavik EDITION - Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík
Viðauki um undanþágunefndir Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Bensín og olía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. 31. janúar 2023 10:33 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. 31. janúar 2023 10:33
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10