Fimm til viðbótar reknir vegna dauða Nichols Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 14:36 Íbúar í hverfi Nichols safnast saman til að minnast hans á staðnum sem handtakan fór fram. AP Photo/Gerald Herbert Tveimur lögreglumönnum, til viðbótar við þá fimm sem hafa þegar verið reknir, hefur verið sagt upp vegna dauða Tyre Nichols í Memphis í Bandaríkjunum. Þá hafa þrír sjúkraflutningamenn verið reknir fyrir að hafa ekki brugðist rétt við. Tyre Nichols lést 10. janúar síðastliðinn, þremur dögum eftir að hafa verið barinn til óbóta af lögreglumönnum. Hann hafði verið stöðvaður af lögreglunni við umferðareftirlit en að því er virðist án tilefnis hófu lögreglumennirnir barsmíðar. Í myndbandi, sem lögregluembættið í Memphis birti um helgina, af atvikinu sést að það voru mun fleiri en lögreglumennirnir fimm á vettvangi sem brugðust Nichols. Fram kemur í nýrri frétt AP um málið að lögreglumanninum Preston Hemphill, sem er hvítur á hörund, hafi verið sagt upp störfum stuttu eftir að atvikið kom upp þann 7. janúar. Sama dag hafi öðrum lögreglumanni verið sagt upp en lögregluembættið hefur ekki gefið upp nafn hans. Þannig hefur sjö lögreglumönnum verið sagt upp störfum vegna dauða Nichols. Þeir fimm sem fyrstir misstu vinnuna vegna atviksins voru allir svartir á hörund, eins og Nichols, en þeir hafa einnig verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi og önnur brot í tengslum við dauða Nichols. Biðu í 27 mínútur með að flytja hann á sjúkrahús Þá hefur slökkviliðið í Memphis sagt upp sjúkraliðunum Robert Long, JaMicheal Sandridge og Michelle Whitaker. Öll hafa þau verið send áður í leyfi frá störfum. Gina Sweat, slökkviliðsstjóri, sagði í yfirlýsingu í dag að slökkviliðinu hafi borist beiðni frá lögreglu um að koma manneskju, sem hafði verið úðuð með piparspreyi, til aðstoðar. Sjúkraliðarnir hafi komið á vettvang klukkan 20:41 þann 7. janúar en þá lá Nichols handjárnaður við lögreglubíl. Long og Sandridge hafi ekki framkvæmt fullnægjandi skoðun á Nichols. Whitaker hafi beðið inni í bíl með bílstjóra. Klukkan 20:55 hafi verið hringt á sjúkrabíl, sem hafi lagt af stað með Nichols á sjúkrahús klukkan 21:08 - 27 mínútum eftir að Long, Sandridge og Whitaker komu á vettvang. Innanhúsrannsókn hafi leitt það í ljós að Long Sandridge og Whitaker hafi brotið fjölda verklagsregla og hafi ekki uppfyllt kröfur embættisins. Hörð viðbrögð vegna málsins Dauði Nichols hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs og framkomu viðbragðsaðila þetta kvöld verið mótmælt víða. Sérstaklega mikil reiði blossaði eftir að myndband af atvikinu var birt um helgina þar sem sást að lögregla skaut Nichols með rafbyssu, barði hann með kylfum og hnefum. Nichols, sem var aðeins 29 ára gamall, lét eftir sig ungt barn en hann heyrðist á myndbandinu kalla á hjálp móður sinnar. Eftir að Nichols misst meðvitund létu lögreglumenn hann liggja á götunni í nokkrar mínútur á meðan þeir spjölluðu. Fleiri viðbragðsaðilar voru þá komnir á vettvang, til að mynda tveir fulltrúar frá fógetanum í Shelby sýslu. Hvorugur þeirra kom Nichols til aðstoðar þar sem hann lá meðvitundarlaus og báðir hafa verið sendir í launalaust leyfi á meðan þáttur þeirra í málinu er til rannsóknar. Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Tyre Nichols lést 10. janúar síðastliðinn, þremur dögum eftir að hafa verið barinn til óbóta af lögreglumönnum. Hann hafði verið stöðvaður af lögreglunni við umferðareftirlit en að því er virðist án tilefnis hófu lögreglumennirnir barsmíðar. Í myndbandi, sem lögregluembættið í Memphis birti um helgina, af atvikinu sést að það voru mun fleiri en lögreglumennirnir fimm á vettvangi sem brugðust Nichols. Fram kemur í nýrri frétt AP um málið að lögreglumanninum Preston Hemphill, sem er hvítur á hörund, hafi verið sagt upp störfum stuttu eftir að atvikið kom upp þann 7. janúar. Sama dag hafi öðrum lögreglumanni verið sagt upp en lögregluembættið hefur ekki gefið upp nafn hans. Þannig hefur sjö lögreglumönnum verið sagt upp störfum vegna dauða Nichols. Þeir fimm sem fyrstir misstu vinnuna vegna atviksins voru allir svartir á hörund, eins og Nichols, en þeir hafa einnig verið ákærðir fyrir manndráp af gáleysi og önnur brot í tengslum við dauða Nichols. Biðu í 27 mínútur með að flytja hann á sjúkrahús Þá hefur slökkviliðið í Memphis sagt upp sjúkraliðunum Robert Long, JaMicheal Sandridge og Michelle Whitaker. Öll hafa þau verið send áður í leyfi frá störfum. Gina Sweat, slökkviliðsstjóri, sagði í yfirlýsingu í dag að slökkviliðinu hafi borist beiðni frá lögreglu um að koma manneskju, sem hafði verið úðuð með piparspreyi, til aðstoðar. Sjúkraliðarnir hafi komið á vettvang klukkan 20:41 þann 7. janúar en þá lá Nichols handjárnaður við lögreglubíl. Long og Sandridge hafi ekki framkvæmt fullnægjandi skoðun á Nichols. Whitaker hafi beðið inni í bíl með bílstjóra. Klukkan 20:55 hafi verið hringt á sjúkrabíl, sem hafi lagt af stað með Nichols á sjúkrahús klukkan 21:08 - 27 mínútum eftir að Long, Sandridge og Whitaker komu á vettvang. Innanhúsrannsókn hafi leitt það í ljós að Long Sandridge og Whitaker hafi brotið fjölda verklagsregla og hafi ekki uppfyllt kröfur embættisins. Hörð viðbrögð vegna málsins Dauði Nichols hefur vakið hörð viðbrögð vestanhafs og framkomu viðbragðsaðila þetta kvöld verið mótmælt víða. Sérstaklega mikil reiði blossaði eftir að myndband af atvikinu var birt um helgina þar sem sást að lögregla skaut Nichols með rafbyssu, barði hann með kylfum og hnefum. Nichols, sem var aðeins 29 ára gamall, lét eftir sig ungt barn en hann heyrðist á myndbandinu kalla á hjálp móður sinnar. Eftir að Nichols misst meðvitund létu lögreglumenn hann liggja á götunni í nokkrar mínútur á meðan þeir spjölluðu. Fleiri viðbragðsaðilar voru þá komnir á vettvang, til að mynda tveir fulltrúar frá fógetanum í Shelby sýslu. Hvorugur þeirra kom Nichols til aðstoðar þar sem hann lá meðvitundarlaus og báðir hafa verið sendir í launalaust leyfi á meðan þáttur þeirra í málinu er til rannsóknar.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33 Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56 Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Sýnir hvernig harkaleg meðferð lögreglu leiddi til dauða Nichols: „Ég er bara að reyna að komast heim“ Nýbirt myndskeið sýnir hvernig hópur lögreglumanna kýldi og sparkaði ítrekað í Tyre Nichols á meðan hann lá máttlítill á jörðinni og kallaði eftir aðstoð móður sinnar. Atvikið, sem átti sér stað í Memphis í Bandaríkjunum þann 7. janúar síðastliðinn, hefur vakið upp mikla reiði í þar í landi en þremur dögum síðar lést hinn 29 ára Nichols á sjúkrahúsi af völdum áverka. 28. janúar 2023 10:33
Biden biður fólk um að halda ró sinni Joe Biden Bandaríkjaforseti hvetur fólk í Tennessee ríki til að halda ró sinni en þar ríkir mikil reiði eftir að fimm lögreglumenn í Memphis börðu tuttugu og níu ára gamlan mann til dauða. 27. janúar 2023 07:56
Bandarískir lögreglumenn ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða Fimm bandarískir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir að hafa barið mann til dauða. Lögregla stöðvaði manninn, Tyre Nichols, við umferðareftirlit í borginni Memphis í Tennessee fyrr í mánuðinum. 26. janúar 2023 19:25
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent