Nýtur aðstoðar Íslendinga við að góma þjóf á flugvellinum á Tenerife Bjarki Sigurðsson skrifar 1. febrúar 2023 16:14 Öll þrjú íslensku flugfélögin, Play, Icelandair og Niceair, fljúga til Aeropuerto Reina Sofia flugvallarins á suðurhluta Tenerife. Getty/EyesWideOpen Harpa Rós Júlíusdóttir hefur síðustu vikur reynt að koma upplýsingum til lögreglunnar á Tenerife frá Íslendingum sem hafa lent í því að munum sé stolið úr töskum þeirra á flugvellinum. Hún segir atvik þegar jólagjöfum var rænt af íslenskri fjölskyldu á flugvellinum hafi verið það sem kom henni af stað. Það hefur færst í aukana að fólk sem ferðast í gegnum flugvöllinn á Tenerife lendi í því að munum úr töskum þeirra sé stolið einhvern tímann á milli þess sem taskan er innrituð og þegar hún er afhent. Í viðtali á útvarpsstöðinni K100 sagði Svali Kaldalóns, einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tenerife ferða, að vandamálið væri að verða algengara eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Tók málin í eigin hendur Harpa Rós Júlíusdóttir starfaði á flugvellinum á Tenerife í sjö ár en býr um þessar mundir á Íslandi. Hún segist hafa tekið fyrst eftir þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Hún þekkir starfsfólk flugvallarins vel, þar á meðal lögregluna. „Ég hugsaði alltaf að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég hélt að einhver annar myndi gera eitthvað en það gerðist aldrei neitt. Síðan um jólin sá ég að það var rænt úr tösku jólagjöfum, jólakortum og peningum. Þá fékk ég bara nóg. Ég hugsaði að ég væri líklegast sú eina sem gæti gert eitthvað í þessu, þannig ég ætla bara að fara að gera það,“ segir Harpa í samtali við fréttastofu. Lögreglan með mann grunaðan Hún segir að hvorki flugvöllurinn né flugfélögin hafi gert neitt sérstakt í málinu, enda ekki neinir fjármunir sem þau eru að tapa á þessu. Hins vegar er lögreglan með málið til rannsóknar. „Þeir eru með mann grunaðan en þá vantar sönnunargögn. Lögreglan er með einhverjar kvittanir um að hann hafi selt vörur til „second-hand“ verslana þar sem hægt er að selja tölvuleiki, skartgripi, ilmvötn og ýmislegt. Þeir eru með sannanir fyrir því að maðurinn hafi selt þennan varning en það eru engar kærur eða neitt frá fórnarlömbum sem hafa misst sína hluti,“ segir Harpa. Hana vantar því upplýsingar frá sem flestum sem hafa lent í þjófnum. Vinurinn tekur við öllum upplýsingum Allar upplýsingar sendir hún á góðan vin sinn í lögreglunni á flugvellinum, myndir, skýrslur og fleira. Sé hægt að bera það sem stolið hefur verið við kvittanir mannsins sé hægt að handtaka hann og ákæra. „Það væri gott að fá myndir af fólki með skartgripina eða úrin. Það er líka mjög mikilvægt að gera lögregluskýrslu og þá helst á ensku. Senda það til mín og þá get ég áframsent það á hann. Þá er hægt að vinna úr því, það eru sjö lögreglumenn að vinna að þessu máli. Þeir eru allir á flugvellinum að reyna að leysa þetta. Það er bara svo erfitt því fólk er ekki að kæra. Þess vegna hefur þetta verið svona svona lengi. Það er kominn tími til að stoppa þetta,“ segir Harpa. Hægt er að hafa samband við Hörpu Rós í gegnum Facebook-síðu hennar. Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Lögreglumál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Það hefur færst í aukana að fólk sem ferðast í gegnum flugvöllinn á Tenerife lendi í því að munum úr töskum þeirra sé stolið einhvern tímann á milli þess sem taskan er innrituð og þegar hún er afhent. Í viðtali á útvarpsstöðinni K100 sagði Svali Kaldalóns, einn eigandi ferðaskrifstofunnar Tenerife ferða, að vandamálið væri að verða algengara eftir heimsfaraldur kórónuveirunnar. Tók málin í eigin hendur Harpa Rós Júlíusdóttir starfaði á flugvellinum á Tenerife í sjö ár en býr um þessar mundir á Íslandi. Hún segist hafa tekið fyrst eftir þessu vandamáli fyrir tveimur árum síðan. Hún þekkir starfsfólk flugvallarins vel, þar á meðal lögregluna. „Ég hugsaði alltaf að ég þyrfti að gera eitthvað. Ég hélt að einhver annar myndi gera eitthvað en það gerðist aldrei neitt. Síðan um jólin sá ég að það var rænt úr tösku jólagjöfum, jólakortum og peningum. Þá fékk ég bara nóg. Ég hugsaði að ég væri líklegast sú eina sem gæti gert eitthvað í þessu, þannig ég ætla bara að fara að gera það,“ segir Harpa í samtali við fréttastofu. Lögreglan með mann grunaðan Hún segir að hvorki flugvöllurinn né flugfélögin hafi gert neitt sérstakt í málinu, enda ekki neinir fjármunir sem þau eru að tapa á þessu. Hins vegar er lögreglan með málið til rannsóknar. „Þeir eru með mann grunaðan en þá vantar sönnunargögn. Lögreglan er með einhverjar kvittanir um að hann hafi selt vörur til „second-hand“ verslana þar sem hægt er að selja tölvuleiki, skartgripi, ilmvötn og ýmislegt. Þeir eru með sannanir fyrir því að maðurinn hafi selt þennan varning en það eru engar kærur eða neitt frá fórnarlömbum sem hafa misst sína hluti,“ segir Harpa. Hana vantar því upplýsingar frá sem flestum sem hafa lent í þjófnum. Vinurinn tekur við öllum upplýsingum Allar upplýsingar sendir hún á góðan vin sinn í lögreglunni á flugvellinum, myndir, skýrslur og fleira. Sé hægt að bera það sem stolið hefur verið við kvittanir mannsins sé hægt að handtaka hann og ákæra. „Það væri gott að fá myndir af fólki með skartgripina eða úrin. Það er líka mjög mikilvægt að gera lögregluskýrslu og þá helst á ensku. Senda það til mín og þá get ég áframsent það á hann. Þá er hægt að vinna úr því, það eru sjö lögreglumenn að vinna að þessu máli. Þeir eru allir á flugvellinum að reyna að leysa þetta. Það er bara svo erfitt því fólk er ekki að kæra. Þess vegna hefur þetta verið svona svona lengi. Það er kominn tími til að stoppa þetta,“ segir Harpa. Hægt er að hafa samband við Hörpu Rós í gegnum Facebook-síðu hennar.
Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Lögreglumál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira