Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2023 14:34 Sólveig Anna var í skýjunum með niðurstöðuna í Félagsdómi. Hún ætlar ekki að afhenda félagatal Eflingar að svo stöddu þrátt fyrir dóm þess efnis í héraði í morgun. Vísir/Vilhelm Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. Dómur var kveðinn upp í Félagsdómi á þriðja tímanum. Þrír dómarar af fimm í Félagsdómi töldu verkfallsboðun Eflingar lögmæta. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði. Samtök atvinnulífsins töldu að verkfallsaðgerðirnar stæðust ekki lög og að ekki mætti hefja verkfallsaðgerðir fyrr en félagsfólk Eflingar hefði fellt eða samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu. Það féllst Félagsdómur ekki á. Ætlar ekki að afhenda kjörskrá Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ekki koma til greina að bíða með verkföll á meðan hluti málanna verður fyrir dómi. Hún segir þetta mikinn sigur fyrir íslenska verkalýðshreyfingu og sömuleiðis mikinn sigur fyrir sig persónulega. „Við unnum núna. Það eru orð að sönnu,“ segir Sólveig Anna. „Þetta verkfall er löglegt. Aðgerðir hefjast á morgun á hádegi.“ Félagið beið lægri hlut í héraðsdómi í morgun þar sem stéttarfélagið var skikkað til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína. Efling kærði þann úrskurð til Landsréttar. „Í ljósi þessarar niðurstöðu þá hlýtur að fara svo að við fáum flýtimeðferð með kæru okkar vegna þess úrskurðar sem kveðinn var upp í héraðsdómi rétt áðan um afhendingu á kjörskrá,“ segir Sólveig Anna. Þangað til verði ekkert afhent. „Meðan við bíðum eftir niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána.“ Þá lagði Sólveig Anna áherslu á að um ekki væri aðeins að ræða sigur fyrir Eflingu heldur verkalýðshreyfinguna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að úrskurður Félagsdóms sé vonbrigði, en bendir á í samtali við fréttastofu að þrír dómarar hafi sagt nei en tveir skilað sératkvæði. Hann segir að stóri dómurinn sé sá sem hafi fallið í morgun. Eðlilegt sé að gera kröfu um að Efling fresti boðuðu verkfalli í ljósi þess að héraðsdómur hafi úrskurðað í morgun að Efling skuli afhenda félagatal sitt sáttasemjara. „Embættismenn hljóta að fara í að ná í félagatalið úr krumlum Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að ríkissáttasemjari ætti að fá afhent félagatal Eflingar til að hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu sáttasemjara í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Efling neitaði að afhenda ríkissáttasemjari félagatalið, en fyrir lá að ef niðurstaða yrði á þessa leið myndi Efling áfrýja málinu til Landsréttar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu klukkan 13:15. 6. febrúar 2023 13:17 Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Félagsdómi á þriðja tímanum. Þrír dómarar af fimm í Félagsdómi töldu verkfallsboðun Eflingar lögmæta. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði. Samtök atvinnulífsins töldu að verkfallsaðgerðirnar stæðust ekki lög og að ekki mætti hefja verkfallsaðgerðir fyrr en félagsfólk Eflingar hefði fellt eða samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu. Það féllst Félagsdómur ekki á. Ætlar ekki að afhenda kjörskrá Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ekki koma til greina að bíða með verkföll á meðan hluti málanna verður fyrir dómi. Hún segir þetta mikinn sigur fyrir íslenska verkalýðshreyfingu og sömuleiðis mikinn sigur fyrir sig persónulega. „Við unnum núna. Það eru orð að sönnu,“ segir Sólveig Anna. „Þetta verkfall er löglegt. Aðgerðir hefjast á morgun á hádegi.“ Félagið beið lægri hlut í héraðsdómi í morgun þar sem stéttarfélagið var skikkað til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína. Efling kærði þann úrskurð til Landsréttar. „Í ljósi þessarar niðurstöðu þá hlýtur að fara svo að við fáum flýtimeðferð með kæru okkar vegna þess úrskurðar sem kveðinn var upp í héraðsdómi rétt áðan um afhendingu á kjörskrá,“ segir Sólveig Anna. Þangað til verði ekkert afhent. „Meðan við bíðum eftir niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána.“ Þá lagði Sólveig Anna áherslu á að um ekki væri aðeins að ræða sigur fyrir Eflingu heldur verkalýðshreyfinguna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að úrskurður Félagsdóms sé vonbrigði, en bendir á í samtali við fréttastofu að þrír dómarar hafi sagt nei en tveir skilað sératkvæði. Hann segir að stóri dómurinn sé sá sem hafi fallið í morgun. Eðlilegt sé að gera kröfu um að Efling fresti boðuðu verkfalli í ljósi þess að héraðsdómur hafi úrskurðað í morgun að Efling skuli afhenda félagatal sitt sáttasemjara. „Embættismenn hljóta að fara í að ná í félagatalið úr krumlum Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að ríkissáttasemjari ætti að fá afhent félagatal Eflingar til að hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu sáttasemjara í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Efling neitaði að afhenda ríkissáttasemjari félagatalið, en fyrir lá að ef niðurstaða yrði á þessa leið myndi Efling áfrýja málinu til Landsréttar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu klukkan 13:15. 6. febrúar 2023 13:17 Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu klukkan 13:15. 6. febrúar 2023 13:17
Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37