Óvissa um fundi hjá ríkissáttasemjara Heimir Már Pétursson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 7. febrúar 2023 08:59 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið hægt að halda fund beggja deiluaðila með ríkissáttasemjara um atkvæðagreiðslu hans um miðlunartillögu. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tölvusamskipti hafi átt sér stað í gær milli hennar og ríkissáttasemjara um mögulegan fundartíma og síðast rætt að hann gæti orðið klukkan 14. Ekkert formlegt fundarboð hafi hins vegar komið til ríkissáttasemjara. Fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins mættu hins vegar til fundar hjá ríkissáttasemjara um klukkan hálf tíu. Ríkissáttasemjari hefur einnig boðað samninganefndir Eflingar og SA til samningafundar klukkan 15:30 eins og honum ber að gera að minnsta kosti á tveggja vikna fresti lögum samkvæmt í kjaradeilum. Í fundarboðinu voru deiluaðilar jafnframt beðnir um að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu ástæðu til að boða til samningafundar. Samtök atvinnulífsins hafa lagt það í hendur ríkissáttasemjara hvort þeir telji ástæðu til að halda fund. Eflingar hefur ekki svarað fundarboðinu. Verkföll félagsmanna Eflingar á sjö hótelum í Reykjavík hefjast klukkan tólf á hádegi. Atkvæðagreiðslu um víðtækari verkföll á átta hótelum til viðbótar og hjá bílstjórum hjá olíufélögum og Samskipum lýkur klukkan 18. Uppfært klukkan 10:04 Fréttin var uppfærð klukkan 10:04 eftir samtal við Sólveigu Önnu Jónsdóttur sem útskýrði að Efling hefði ekki fengið staðfestan fundartíma frá sáttasemjara fyrir morgunfund. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði ríkissáttasemjari óskað eftir fundi með Eflingu klukkan 9:30 í morgun. Eftir að hafa sett fram þá ósk fóru greinilega af stað tölvupóstsendingar milli hans og formanns Eflingar þar sem ekki virðist hafa náðst samkomulag um fundartíma. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. 6. febrúar 2023 23:43 Trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför Formaður Eflingar hefur ritað ríkissáttasemjara bréf vegna fundarboðs hans á morgun. Hann segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um heimila aðför til þess að fá kjörskrá Eflingar afhenta, óumdeilanlega kæranlega. Efling trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. 6. febrúar 2023 20:49 Skora á Eflingu að fresta og áskilja sér rétt til bótakrafna Samtök atvinnulífsins hafa skorað á Eflingu að fresta vinnustöðvun, sem félagið hefur boðað á morgun. Þá segir að samtökin áskilji aðildarfélögum sínum bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kunni að hljótast. 6. febrúar 2023 19:55 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Fulltrúar frá Samtökum atvinnulífsins mættu hins vegar til fundar hjá ríkissáttasemjara um klukkan hálf tíu. Ríkissáttasemjari hefur einnig boðað samninganefndir Eflingar og SA til samningafundar klukkan 15:30 eins og honum ber að gera að minnsta kosti á tveggja vikna fresti lögum samkvæmt í kjaradeilum. Í fundarboðinu voru deiluaðilar jafnframt beðnir um að taka afstöðu til þess hvort þeir teldu ástæðu til að boða til samningafundar. Samtök atvinnulífsins hafa lagt það í hendur ríkissáttasemjara hvort þeir telji ástæðu til að halda fund. Eflingar hefur ekki svarað fundarboðinu. Verkföll félagsmanna Eflingar á sjö hótelum í Reykjavík hefjast klukkan tólf á hádegi. Atkvæðagreiðslu um víðtækari verkföll á átta hótelum til viðbótar og hjá bílstjórum hjá olíufélögum og Samskipum lýkur klukkan 18. Uppfært klukkan 10:04 Fréttin var uppfærð klukkan 10:04 eftir samtal við Sólveigu Önnu Jónsdóttur sem útskýrði að Efling hefði ekki fengið staðfestan fundartíma frá sáttasemjara fyrir morgunfund. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafði ríkissáttasemjari óskað eftir fundi með Eflingu klukkan 9:30 í morgun. Eftir að hafa sett fram þá ósk fóru greinilega af stað tölvupóstsendingar milli hans og formanns Eflingar þar sem ekki virðist hafa náðst samkomulag um fundartíma.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. 6. febrúar 2023 23:43 Trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför Formaður Eflingar hefur ritað ríkissáttasemjara bréf vegna fundarboðs hans á morgun. Hann segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um heimila aðför til þess að fá kjörskrá Eflingar afhenta, óumdeilanlega kæranlega. Efling trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. 6. febrúar 2023 20:49 Skora á Eflingu að fresta og áskilja sér rétt til bótakrafna Samtök atvinnulífsins hafa skorað á Eflingu að fresta vinnustöðvun, sem félagið hefur boðað á morgun. Þá segir að samtökin áskilji aðildarfélögum sínum bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kunni að hljótast. 6. febrúar 2023 19:55 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Verkföllum haldið til streitu eftir viðburðaríkan dag Efling mun hefja verkfallsaðgerðir í hádeginu a morgun eftir úrskurð Félagsdóms um að verkfallsboðun félagsins hafi verið lögleg. Fyrr í dag úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur að ríkissáttasemjari fái aðgang að kjörskrá Eflingar. 6. febrúar 2023 23:43
Trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför Formaður Eflingar hefur ritað ríkissáttasemjara bréf vegna fundarboðs hans á morgun. Hann segir niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur, um heimila aðför til þess að fá kjörskrá Eflingar afhenta, óumdeilanlega kæranlega. Efling trúir því ekki að ríkissáttasemjari ætli að þvinga fram aðför á grundvelli niðurstöðu lægra dómstigs á meðan beðið er eftir endanlegri niðurstöðu æðri dómstóla. 6. febrúar 2023 20:49
Skora á Eflingu að fresta og áskilja sér rétt til bótakrafna Samtök atvinnulífsins hafa skorað á Eflingu að fresta vinnustöðvun, sem félagið hefur boðað á morgun. Þá segir að samtökin áskilji aðildarfélögum sínum bótarétt vegna alls tjóns sem af ólögmætum aðgerðum Eflingar kunni að hljótast. 6. febrúar 2023 19:55