Skoðun

Rjúfum vítahring krónunnar

Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar

Vextir á Íslandi eru með þeim hæstu sem þekkjast á byggðu bóli. Venjuleg fyrirtæki í landinu, sem eru uppistaðan í íslensku atvinnulífi, geta ekki gert skynsamlegar áætlanir fram í tímann. Hvort tveggja skerðir kjör fólksins í landinu.

Orsakavaldurinn er íslenska krónan. Talsmönnum hennar er tíðrætt um hversu vel hún getur reynst sem stjórntæki þegar gefur á bátinn í okkar litla hagkerfi. Meinið er að það er krónan sjálf sem kemur okkur reglulega í efnahagslegan brotsjó. Svokallað tvíeggjað sverð.

Krónan á sterum er hliðholl heimilum í landinu en setur risastórt strik í reikninginn hjá ferðaþjónustu og sjávarútvegi. Snúum dæminu við og heimilunum blæðir, en útflutningsgreinarnar græða á tá og fingri.

Úr verður vítahringur. Kunnugleg harmakvein heyrast svo á víxl, frá heimilunum einn daginn og frá útflutningsfyrirtækjum þann næsta.

Er ekki kominn tími til að stinga á kýlið og búa um hnútana svo að efnahagslegur stöðugleiki sé hér raunhæft markmið en ekki tálsýn í aðdraganda kosninga á fjögurra ára fresti?

Höfundur er í félagastjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.




Skoðun

Skoðun

Er veganismi á undan­haldi?

Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar

Skoðun

Snið­ganga fyrir Palestínu

Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar

Sjá meira


×