Með nikótíneitrun eftir púða sem fundust á leikskólanum Máni Snær Þorláksson skrifar 9. febrúar 2023 13:46 Farið var með leikskólabarnið á sjúkrahús eftir að það setti nikótínpúða upp í sig. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason Leikskólabarn á Akureyri greindist með nikótíneitrun í síðustu viku eftir að hafa sett nikótínpúða upp í sig. Púðinn kom úr nikótínpúðadós sem fannst á útisvæði leikskóla barnsins. Barnið sem fann nikótínpúðadósina ákvað að bjóða vini sínum á leikskólanum upp á „tyggjó“. Börnin settu í kjölfarið bæði púða upp í sig en spýttu þeim fljótt út úr sér. Samkvæmt tilkynningu sem birt var á vef sveitarfélagsins veiktist annað barnið skömmu síðar og greindist með nikótíneitrun. Helstu einkenni nikótíneitrunar í börnum eru ógleði, uppköst og svimi. Eitrunin getur þó verið alvarlegri og jafnvel banvæn. Starfsfólk leikskólans brást þó hárrétt við stöðunni. Farið var með barnið á sjúkrahúsið á Akureyri og betur fór en á horfðist. Barnið jafnaði sig fljótlega eftir heimsóknina á sjúkrahúsið og mætti í skólann daginn eftir. Sem betur fer gleypti barnið ekki púðann þar sem það hefði margfaldað áhrif nikótínsins. Púðarnir eigi ekki heima í leikskólum Akureyrarbær tekur fram að í öllum leikskólum bæjarins séu útisvæðin yfirfarin daglega af starfsfólki skólanna til að tryggja öryggi barnanna. Það geti þó reynst krefjandi að yfirfara svæðin í rökkri og rysjóttu veðri. Þá er minnt á að nikótínpúðar, bæði notaðir og ónotaðir, eiga ekki heima í leikskólum, hvorki innan veggja þeirra eða utan. Vitnað er í lög um nikótínvörur en þar segir að notkun þeirra sé óheimil þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram. „Börn eru forvitin að eðlisfari og rannsaka það sem fyrir augu ber með fjölbreyttum hætti, meðal annars með því að setja hluti upp í sig. Brýnum fyrir börnum að smakka hvorki né drekka það sem þau vita ekki hvað er. Hugum vel að því hvar hættuleg og skaðleg efni eru geymd og hvar og hvernig þeim er fargað.“ Akureyri Nikótínpúðar Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Barnið sem fann nikótínpúðadósina ákvað að bjóða vini sínum á leikskólanum upp á „tyggjó“. Börnin settu í kjölfarið bæði púða upp í sig en spýttu þeim fljótt út úr sér. Samkvæmt tilkynningu sem birt var á vef sveitarfélagsins veiktist annað barnið skömmu síðar og greindist með nikótíneitrun. Helstu einkenni nikótíneitrunar í börnum eru ógleði, uppköst og svimi. Eitrunin getur þó verið alvarlegri og jafnvel banvæn. Starfsfólk leikskólans brást þó hárrétt við stöðunni. Farið var með barnið á sjúkrahúsið á Akureyri og betur fór en á horfðist. Barnið jafnaði sig fljótlega eftir heimsóknina á sjúkrahúsið og mætti í skólann daginn eftir. Sem betur fer gleypti barnið ekki púðann þar sem það hefði margfaldað áhrif nikótínsins. Púðarnir eigi ekki heima í leikskólum Akureyrarbær tekur fram að í öllum leikskólum bæjarins séu útisvæðin yfirfarin daglega af starfsfólki skólanna til að tryggja öryggi barnanna. Það geti þó reynst krefjandi að yfirfara svæðin í rökkri og rysjóttu veðri. Þá er minnt á að nikótínpúðar, bæði notaðir og ónotaðir, eiga ekki heima í leikskólum, hvorki innan veggja þeirra eða utan. Vitnað er í lög um nikótínvörur en þar segir að notkun þeirra sé óheimil þar sem starfsemi fyrir börn og ungmenni fer fram. „Börn eru forvitin að eðlisfari og rannsaka það sem fyrir augu ber með fjölbreyttum hætti, meðal annars með því að setja hluti upp í sig. Brýnum fyrir börnum að smakka hvorki né drekka það sem þau vita ekki hvað er. Hugum vel að því hvar hættuleg og skaðleg efni eru geymd og hvar og hvernig þeim er fargað.“
Akureyri Nikótínpúðar Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira