NFL goðsögn segir óskynsamlegt að veðja gegn Mahomes - en gerir það samt Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2023 09:30 Shaun Alexander fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Bandaríkjunum. Shaun Alexander, fyrrum hlaupari Seattle Seahawks í NFL-deildinni og einn besti leikmaður deildarinnar á fyrsta áratug aldarinnar, telur að Philadelphia Eagles muni bera sigur úr býtum í Super Bowl leiknum á sunnudag. Eagles mætir þá Kansas City Chiefs en Alexander hefur sterkari tengingar við Eagles í gegnum Alabama-háskólann, hans gamla lið. Klippa: Viðtal við Shaun Alexander „Ég fór í Alabama-háskólann, sem er með eitt stærsta lið háskólaboltans. Ég er náinn tveimur leikmönnum Eagles sem voru í Alabama, leikstjórnendanum Jalen Hurts og útherjanum DeVonta Smith, þannig að ég mun styðja þá í leiknum,“ segir hann brosandi í samtali við Vísi. Viðtalið fór fram fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Arizona, þar sem Super Bowl fer fram. Alexander kom þar fram fyrir hönd góðgerðarsamtakanna Players Coalition. Það eru samtök leikmanna, þjálfara og eiganda í NFL-deildinni sem berjast fyrir auknu jafnrétti í Bandaríkjunum. Ekki takmarkið að komast yfir endalínuna Shaun Alexander í leik með Seattle Seahawks árið 2006.Getty / Scott Halleran „NFL-deildin gerir sér grein fyrir því að við getum náð til margra. Við viljum nýta okkar vettvang til að vekja athygli á þeim málefnum sem þurfa á umræðu að halda,“ sagði Alexander og sagði að það væri hægt að gera það á marga vegu. „En mestu máli skiptir að það sé gert á réttan máta.“ Samfélagsmálefni, líkt og kynþáttafordómar og misrétti, hafa verið í brenndidepli í bandarísku samfélagi undanfarna áratugi og umræðan hefur snert flesta fleti samfélagsins - einnig NFL-deildina en hún er stærsta og vinsælasta atvinnumannaíþróttinn þar í landi. „Markmiðið er að halda áfram að þroskast og vaxa,“ sagði Alexander spurður hvort að baráttan fyrir jafnrétti í Bandaríkjunum væri langt á veg komin eða ætti enn langt í land. „Við hugsum ekki um þetta eins og að það þurfi að komast yfir endalínu. Við viljum halda áfram að bæta okkur - get ég gert betur í ár en á síðasta ári? Það er það sem við gerum í okkar samtökum og það er það sem við gerum sem samfélag.“ Eagles hefur klárað sína leiki með yfirburðum Shaun Alexander slapp þó ekki úr viðtalinu án þess að ræða Super Bowl leikinn á sunnudag. Alexander var sem fyrr segir einn besti hlaupari deildarinnar þegar hann var upp á sitt besta og segir ljóst að Eagles hafi farið langt á sterkum hlaupaleik þetta tímabilið. „Kansas City er með frábæra vörn en Eagles hefur klárað sína tvo leiki í úrslitakeppninni með miklum yfirburðum og með því að spilaá sínum styrkleikum. Ég held að Eagles eigi góðan möguleika á að klára verkefnið og vinna þann stóra.“ Spurður um möguleika Chiefs í leiknum sagði Alexander að svarið væri einfalt og að möguleikarnir væru fyrst og fremst bundnir í leikstjórnendanum Patrick Mahomes. „Hann er besti leikstjórnandi deildarinnar. Hann er frábær leikmaður og frábær leiðtogi. Margir halda því fram að það væri óskynsamlegt að veðja á móti slíkum leikmanni og ég væri venjulega sammála því, nema að nú er hann að keppa gegn tveimur Alabama-mönnum.“ NFL Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Eagles mætir þá Kansas City Chiefs en Alexander hefur sterkari tengingar við Eagles í gegnum Alabama-háskólann, hans gamla lið. Klippa: Viðtal við Shaun Alexander „Ég fór í Alabama-háskólann, sem er með eitt stærsta lið háskólaboltans. Ég er náinn tveimur leikmönnum Eagles sem voru í Alabama, leikstjórnendanum Jalen Hurts og útherjanum DeVonta Smith, þannig að ég mun styðja þá í leiknum,“ segir hann brosandi í samtali við Vísi. Viðtalið fór fram fyrir utan ráðstefnuhöllina í Phoenix í Arizona, þar sem Super Bowl fer fram. Alexander kom þar fram fyrir hönd góðgerðarsamtakanna Players Coalition. Það eru samtök leikmanna, þjálfara og eiganda í NFL-deildinni sem berjast fyrir auknu jafnrétti í Bandaríkjunum. Ekki takmarkið að komast yfir endalínuna Shaun Alexander í leik með Seattle Seahawks árið 2006.Getty / Scott Halleran „NFL-deildin gerir sér grein fyrir því að við getum náð til margra. Við viljum nýta okkar vettvang til að vekja athygli á þeim málefnum sem þurfa á umræðu að halda,“ sagði Alexander og sagði að það væri hægt að gera það á marga vegu. „En mestu máli skiptir að það sé gert á réttan máta.“ Samfélagsmálefni, líkt og kynþáttafordómar og misrétti, hafa verið í brenndidepli í bandarísku samfélagi undanfarna áratugi og umræðan hefur snert flesta fleti samfélagsins - einnig NFL-deildina en hún er stærsta og vinsælasta atvinnumannaíþróttinn þar í landi. „Markmiðið er að halda áfram að þroskast og vaxa,“ sagði Alexander spurður hvort að baráttan fyrir jafnrétti í Bandaríkjunum væri langt á veg komin eða ætti enn langt í land. „Við hugsum ekki um þetta eins og að það þurfi að komast yfir endalínu. Við viljum halda áfram að bæta okkur - get ég gert betur í ár en á síðasta ári? Það er það sem við gerum í okkar samtökum og það er það sem við gerum sem samfélag.“ Eagles hefur klárað sína leiki með yfirburðum Shaun Alexander slapp þó ekki úr viðtalinu án þess að ræða Super Bowl leikinn á sunnudag. Alexander var sem fyrr segir einn besti hlaupari deildarinnar þegar hann var upp á sitt besta og segir ljóst að Eagles hafi farið langt á sterkum hlaupaleik þetta tímabilið. „Kansas City er með frábæra vörn en Eagles hefur klárað sína tvo leiki í úrslitakeppninni með miklum yfirburðum og með því að spilaá sínum styrkleikum. Ég held að Eagles eigi góðan möguleika á að klára verkefnið og vinna þann stóra.“ Spurður um möguleika Chiefs í leiknum sagði Alexander að svarið væri einfalt og að möguleikarnir væru fyrst og fremst bundnir í leikstjórnendanum Patrick Mahomes. „Hann er besti leikstjórnandi deildarinnar. Hann er frábær leikmaður og frábær leiðtogi. Margir halda því fram að það væri óskynsamlegt að veðja á móti slíkum leikmanni og ég væri venjulega sammála því, nema að nú er hann að keppa gegn tveimur Alabama-mönnum.“
NFL Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Haukur meistari í Rúmeníu Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Icebox aldrei stærra: „Vil færa boxi á Íslandi athyglina sem það á skilið“ Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti