Málið sé bænum ekki til framdráttar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. febrúar 2023 13:00 Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ, segir málið bænum ekki til framdráttar. grafík/vísir Raunir ungrar fjölskyldu sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra í Reykjanesbæ eru bænum ekki til framdráttar. Þetta segir bæjarfulltrúi minnihlutans. Málið verði að leysa. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var rætt við hjón sem fengu lóð úthlutaðri í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingarfulltrúa, byggingarleyfi gefið út og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda segja hjónin að byggingarfulltrúinn hafi tilkynnt þeim að teikningarnar, sem hann hafði sjálfur samþykkt, væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir stöðvaðar. Í dag fjórum árum eftir að öll leyfi voru gefin út og fjölskyldan í góðri trú með framkvæmdir situr hún uppi með óklárað framtíðarheimili sem þau borga af en geta ekki nýtt. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiliskipulag en Sverrir og Dalrós segjast þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist frá sveitarfélaginu vegna málsins þrátt fyrir tilraunir fréttastofu. Byggingarfulltrúinn hefur ekki svarað fyrirspurnum og vill bæjarstjórinn, Kjartan Már Kjartansson, ekki veita viðtal vegna málsins auk þess sem oddvitar meirihluta sveitarstjórnarinnar hafa ekki svarað fyrir málið. „Þetta er ekki gott“ Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ segir málið meirihlutanum og Reykjanesbæ ekki til framdráttar. Hvernig finnst þér framganga meirihlutans hafa verið eftir að fréttin var birt? „Mér finnst skrítið að þeir skuli ekki svara, ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því. Þetta er leiðindamál sem hlýtur að vera hægt að klára,“ segir Guðbergur. Finnst þér þessi framganga bænum til framdráttar? „Nei, þetta er ekki gott. Þetta er ekki gott til afspurnar. Það hlýtur að vera hægt að setjast niður og klára þetta mál. Ég veit að þau eru búin að reyna, ég veit að það hafa verið miklar samræður á milli þessara aðila. Ég kom inn í þetta mál seint í messunni. Var kjörinn inn í bæjarstjórn í maí/júní í fyrra og þá var þetta mál búið að vera lengi í ferli.“ Hvatti til lausna Guðbergur segist hafa farið upp í pontu á fyrsta bæjarstjórnarfundi hans og hvatt til þess að málið yrði klárað. „Hvernig sem niðurstaðan verður þá þarf að koma lokun á þetta. Mér finnst undarlegt að þau skuli ekki svara ykkur.“ Mikilvægt sé að íbúar geti treyst útgefnum leyfum. „Auðvitað er það mikilvægt, en ég held að það séu tvær til þrjár hliðar á þessu máli og maður verður að leggjast betur yfir það áður en maður getur tjáð sig.“ Reykjanesbær Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skipulag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. 6. febrúar 2023 12:32 Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni var rætt við hjón sem fengu lóð úthlutaðri í Reykjanesbæ árið 2017. Teikningar voru samþykktar af byggingarfulltrúa, byggingarleyfi gefið út og framkvæmdir hófust. Átján mánuðum eftir upphaf framkvæmda segja hjónin að byggingarfulltrúinn hafi tilkynnt þeim að teikningarnar, sem hann hafði sjálfur samþykkt, væru ekki í samræmi við deiliskipulag og framkvæmdir stöðvaðar. Í dag fjórum árum eftir að öll leyfi voru gefin út og fjölskyldan í góðri trú með framkvæmdir situr hún uppi með óklárað framtíðarheimili sem þau borga af en geta ekki nýtt. Hátt í tuttugu hús í hverfinu stangast á við gildandi deiliskipulag en Sverrir og Dalrós segjast þau einu sem hafa þurft að hætta framkvæmdum og fá ekki að flytja inn. Engin svör hafa fengist frá sveitarfélaginu vegna málsins þrátt fyrir tilraunir fréttastofu. Byggingarfulltrúinn hefur ekki svarað fyrirspurnum og vill bæjarstjórinn, Kjartan Már Kjartansson, ekki veita viðtal vegna málsins auk þess sem oddvitar meirihluta sveitarstjórnarinnar hafa ekki svarað fyrir málið. „Þetta er ekki gott“ Guðbergur Reynisson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ segir málið meirihlutanum og Reykjanesbæ ekki til framdráttar. Hvernig finnst þér framganga meirihlutans hafa verið eftir að fréttin var birt? „Mér finnst skrítið að þeir skuli ekki svara, ég veit ekki hver ástæðan er fyrir því. Þetta er leiðindamál sem hlýtur að vera hægt að klára,“ segir Guðbergur. Finnst þér þessi framganga bænum til framdráttar? „Nei, þetta er ekki gott. Þetta er ekki gott til afspurnar. Það hlýtur að vera hægt að setjast niður og klára þetta mál. Ég veit að þau eru búin að reyna, ég veit að það hafa verið miklar samræður á milli þessara aðila. Ég kom inn í þetta mál seint í messunni. Var kjörinn inn í bæjarstjórn í maí/júní í fyrra og þá var þetta mál búið að vera lengi í ferli.“ Hvatti til lausna Guðbergur segist hafa farið upp í pontu á fyrsta bæjarstjórnarfundi hans og hvatt til þess að málið yrði klárað. „Hvernig sem niðurstaðan verður þá þarf að koma lokun á þetta. Mér finnst undarlegt að þau skuli ekki svara ykkur.“ Mikilvægt sé að íbúar geti treyst útgefnum leyfum. „Auðvitað er það mikilvægt, en ég held að það séu tvær til þrjár hliðar á þessu máli og maður verður að leggjast betur yfir það áður en maður getur tjáð sig.“
Reykjanesbær Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Skipulag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. 6. febrúar 2023 12:32 Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar þögul sem gröfin um fjögurra ára hrakfarir Engin svör er að fá hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar vegna rauna ungrar fjölskyldu, sem hefur verið á hrakhólum í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra. Öll leyfi höfðu verið gefin út og framkvæmdir langt komnar þegar þær voru stöðvaðar. 6. febrúar 2023 12:32
Á hrakhólum í yfir þrjú ár: „Gríðarlegur kostnaður sem fylgir svona skrípaleik“ Fjölskylda hefur verið á hrakhólum milli húsa í fjögur ár eftir að byggingarfulltrúi í Reykjanesbæ stöðvaði framkvæmdir á húsi þeirra þrátt fyrir að öll leyfi hafi verið gefin út. Kostnaður vegna húss sem þau geta ekki flutt inn hleypur á tugum milljóna króna. Fjölskyldan segir mikilvægt að íbúar geti treyst útgefnum leyfum embættismanna og segja að málið verði ekki svæft, þrátt fyrir tilraunir sveitarfélagsins. 5. febrúar 2023 18:59