„Mitt að finna tilgang og njóta hlutverksins“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. febrúar 2023 08:00 Ian Book á hóteli Philadelphia Eagles í Arizona, þar sem Super Bowl fer fram í kvöld. Ian Book er einn þriggja leikstjórnenda Philadelphia Eagles. En hann situr aftast í goggunarröðinni og veit að hann fær aðeins tækifæri ef allt fer á versta veg. Leikstjórnendur eru stærstu stjörnur NFL-deildarinnar og ekki að ástæðulausu. Öflugur leikstjórnandi er nánast án undantekninga lykillinn að velgengni liða. Þannig er það líka í ár. Eagles mætir á morgun Kansas City Chiefs í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, í Arizona. Tvær af skærustu stjörnum deildarinnar verða í aðalhlutverki í leiknum. Jalen Hurts er leikstjórnandi Eagles og nýkrýndur leikmaður ársins með yfirburðum, Patrick Mahomes, er allt í öllu í sóknarleik Chiefs. Þétt að baki leikstjórnendanna eru varamennirnir þeirra. Yfirleitt eru þrír leikstjórnendur í hverju liði, þannig er það hjá Eagles. Varamenn Hurts eru áðurnefndur Book og hinn skrautlegi Gardner Minshew sem var um stundarsakir aðalleikstjórnandi Jacksonville Jaguars. Mér lék forvitni að vita aðeins meira um líf þeirra sem eru í skugga stjarnanna, sér í lagi manna eins og Book sem vita að þeir þurfa að hafa sérlega mikið fyrir hlutunum ætli þeir sér að komast á stóra sviðið. Auðvitað vilja allir spila Book er hér með þeim Taysom Hill og Andy Dalton, leikmönnum Saints, fyrr á þessari leiktíð. Book lék með Saints á síðustu leiktíð.Getty Images / Dustin Satloff „Mitt hlutverk er mikilvægt,“ sagði Book við Vísi um sín hlutskipti hjá Eagles. „Vissulega er það svo að aðeins einn leikmaður getur spilað þessa leikstöðu og það eru bara 32 byrjunarliðsstöður í allri deildinni. En ég hef margt fram að færa og hef til dæmis það hlutverk að hjálpa vörninni okkar að undirbúa sig fyrir leiki með því að spila gegn henni á æfingum.“ Hlutverk þeirra Book og Minshew er að vera til taks ef Hurts getur ekki gegnt sínu hlutverki. Það gerðist til að mynda fyrr á tímabilinu er Hurts meiddist á öxl í desember og missti af tveimur leikjum. Eagles tapaði báðum leikjunum með Minshew í stöðu leikstjórnanda. Eftir sannkallað draumatímabil fram að því fór um stuðningsmenn Eagles sem voru farnir að sjá Lombardi-bikarinn í hyllingum. En Hurts sneri aftur og hefur ekki litið um öxl síðan. Eagles hafa einfaldlega spilað frábærlega þegar Hurts nýtur við. „Auðvitað viljum við allir spila. En mitt hlutverk er þannig að ég get ekkert annað gert en að vera tilbúinn ef kallið kemur. Ég verð að vera tilbúinn hvenær sem er.“ „Það er mitt verkefni að finna tilgang í því sem ég geri og njóta þess. Mitt stóra markmið í lífinu var að komast í NFL-deildina og það tókst. Ég vil njóta þess á meðan ég get enda veit maður aldrei hvað ferilinn verður langur - eða stuttur. Ég vinn linnulaust að því að bæta mig sem leikmaður því þegar tækifærið gefst þá er það síðasta sem ég vil gera er að líta til baka og sjá eftir einhverju.“ Book átti afar farsælan feril sem leikmaður í háskólaboltanum vestanhafs. Hann spilaði með hinum fornfræga Notre Dame háskóla og sló þar alls kyns met. Hápunktur háskólaferilsins var að fara taplaus í gegnum deildarkeppnina haustið 2018 og vera í hópi aðeins fjögurra liða sem komust inn í úrslitakeppnina. Þar beið Book þó stórt tap fyrir verðandi meisturunum í Clemson en þar fór Trevor Lawernce, núverandi leikstjórnandi Jaguars, fremstur í flokki. Liðsfélagar Book fagna honum í leik með háskólaliði Notre Dame, þann 1. janúar 2021.Getty / Icon Sportswire / Matthew Pearce Book gaf kost á sér í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 2021 og var valinn af New Orleans Saints í fjórðu umferð. Hann var þó í aðeins eitt ár hjá dýrlingunum, spilaði þó einn leik en náði sér ekki á strik í honum. Hann segist þó hafa verið ánægður með dvölina í New Orleans. Honum líði einnig afar vel í Philadelphia. Þrátt fyrir að hinir leikstjórnendurnir eru í raun keppinautar hans um byrjunarliðsstöðuna þá er þeim vel til vina og njóta þess að vinna saman. „Það er ekki sjálfgefið og ég hef verið mjög heppinn. Jú, við erum allir miklir keppnismenn og viljum komast í byrjunarliðið. En það er engin þörf á því að búa til óheilbrigt umhverfi fyrir okkur. Ég vil læra af mínum liðsfélögum til að gera mig sjálfan að betri leikmanni.“ Stundin ekki of stór fyrir Hurts Hinn hógværi Book segir ekki nokkur vafi á því að Philadelphia sé með einn allra besta leikmann deildarinnar innan sinna raða. Það séu fáir eins og Jalen Hurts. „Hann er ótrúlegur keppnismaður. Það er frábært að fá að fylgjast með honum á hverjum degi og hvernig hann ber sig. Hann er gríðarlega einbeittur og mjög þroskaður miðað við aldur. Hann er alltaf tilbúinn að læra og bæta sig. En um leið hann býr hann yfir ótrúlega miklu sjálfstrausti. Þegar hann spilar er hann algjörlega sannfærður um að hann sé besti maðurinn inni á vellinum,“ segir Book sem efast ekki um að Super Bowl leikurinn annað kvöld sé of stórt augnablik fyrir hann. „Alls ekki. Hann er búinn að bíða eftir þessu augnabliki í langan tíma. Hann verður tilbúinn.“ Super Bowl, úrslitaleikur NFL-deildarinnar, fer fram í kvöld klukkan 23.30. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 22.00. NFL Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Sjá meira
Leikstjórnendur eru stærstu stjörnur NFL-deildarinnar og ekki að ástæðulausu. Öflugur leikstjórnandi er nánast án undantekninga lykillinn að velgengni liða. Þannig er það líka í ár. Eagles mætir á morgun Kansas City Chiefs í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar, í Arizona. Tvær af skærustu stjörnum deildarinnar verða í aðalhlutverki í leiknum. Jalen Hurts er leikstjórnandi Eagles og nýkrýndur leikmaður ársins með yfirburðum, Patrick Mahomes, er allt í öllu í sóknarleik Chiefs. Þétt að baki leikstjórnendanna eru varamennirnir þeirra. Yfirleitt eru þrír leikstjórnendur í hverju liði, þannig er það hjá Eagles. Varamenn Hurts eru áðurnefndur Book og hinn skrautlegi Gardner Minshew sem var um stundarsakir aðalleikstjórnandi Jacksonville Jaguars. Mér lék forvitni að vita aðeins meira um líf þeirra sem eru í skugga stjarnanna, sér í lagi manna eins og Book sem vita að þeir þurfa að hafa sérlega mikið fyrir hlutunum ætli þeir sér að komast á stóra sviðið. Auðvitað vilja allir spila Book er hér með þeim Taysom Hill og Andy Dalton, leikmönnum Saints, fyrr á þessari leiktíð. Book lék með Saints á síðustu leiktíð.Getty Images / Dustin Satloff „Mitt hlutverk er mikilvægt,“ sagði Book við Vísi um sín hlutskipti hjá Eagles. „Vissulega er það svo að aðeins einn leikmaður getur spilað þessa leikstöðu og það eru bara 32 byrjunarliðsstöður í allri deildinni. En ég hef margt fram að færa og hef til dæmis það hlutverk að hjálpa vörninni okkar að undirbúa sig fyrir leiki með því að spila gegn henni á æfingum.“ Hlutverk þeirra Book og Minshew er að vera til taks ef Hurts getur ekki gegnt sínu hlutverki. Það gerðist til að mynda fyrr á tímabilinu er Hurts meiddist á öxl í desember og missti af tveimur leikjum. Eagles tapaði báðum leikjunum með Minshew í stöðu leikstjórnanda. Eftir sannkallað draumatímabil fram að því fór um stuðningsmenn Eagles sem voru farnir að sjá Lombardi-bikarinn í hyllingum. En Hurts sneri aftur og hefur ekki litið um öxl síðan. Eagles hafa einfaldlega spilað frábærlega þegar Hurts nýtur við. „Auðvitað viljum við allir spila. En mitt hlutverk er þannig að ég get ekkert annað gert en að vera tilbúinn ef kallið kemur. Ég verð að vera tilbúinn hvenær sem er.“ „Það er mitt verkefni að finna tilgang í því sem ég geri og njóta þess. Mitt stóra markmið í lífinu var að komast í NFL-deildina og það tókst. Ég vil njóta þess á meðan ég get enda veit maður aldrei hvað ferilinn verður langur - eða stuttur. Ég vinn linnulaust að því að bæta mig sem leikmaður því þegar tækifærið gefst þá er það síðasta sem ég vil gera er að líta til baka og sjá eftir einhverju.“ Book átti afar farsælan feril sem leikmaður í háskólaboltanum vestanhafs. Hann spilaði með hinum fornfræga Notre Dame háskóla og sló þar alls kyns met. Hápunktur háskólaferilsins var að fara taplaus í gegnum deildarkeppnina haustið 2018 og vera í hópi aðeins fjögurra liða sem komust inn í úrslitakeppnina. Þar beið Book þó stórt tap fyrir verðandi meisturunum í Clemson en þar fór Trevor Lawernce, núverandi leikstjórnandi Jaguars, fremstur í flokki. Liðsfélagar Book fagna honum í leik með háskólaliði Notre Dame, þann 1. janúar 2021.Getty / Icon Sportswire / Matthew Pearce Book gaf kost á sér í nýliðavali NFL-deildarinnar árið 2021 og var valinn af New Orleans Saints í fjórðu umferð. Hann var þó í aðeins eitt ár hjá dýrlingunum, spilaði þó einn leik en náði sér ekki á strik í honum. Hann segist þó hafa verið ánægður með dvölina í New Orleans. Honum líði einnig afar vel í Philadelphia. Þrátt fyrir að hinir leikstjórnendurnir eru í raun keppinautar hans um byrjunarliðsstöðuna þá er þeim vel til vina og njóta þess að vinna saman. „Það er ekki sjálfgefið og ég hef verið mjög heppinn. Jú, við erum allir miklir keppnismenn og viljum komast í byrjunarliðið. En það er engin þörf á því að búa til óheilbrigt umhverfi fyrir okkur. Ég vil læra af mínum liðsfélögum til að gera mig sjálfan að betri leikmanni.“ Stundin ekki of stór fyrir Hurts Hinn hógværi Book segir ekki nokkur vafi á því að Philadelphia sé með einn allra besta leikmann deildarinnar innan sinna raða. Það séu fáir eins og Jalen Hurts. „Hann er ótrúlegur keppnismaður. Það er frábært að fá að fylgjast með honum á hverjum degi og hvernig hann ber sig. Hann er gríðarlega einbeittur og mjög þroskaður miðað við aldur. Hann er alltaf tilbúinn að læra og bæta sig. En um leið hann býr hann yfir ótrúlega miklu sjálfstrausti. Þegar hann spilar er hann algjörlega sannfærður um að hann sé besti maðurinn inni á vellinum,“ segir Book sem efast ekki um að Super Bowl leikurinn annað kvöld sé of stórt augnablik fyrir hann. „Alls ekki. Hann er búinn að bíða eftir þessu augnabliki í langan tíma. Hann verður tilbúinn.“ Super Bowl, úrslitaleikur NFL-deildarinnar, fer fram í kvöld klukkan 23.30. Upphitun hefst á Stöð 2 Sport klukkan 22.00.
NFL Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Ágúst hættir hjá Leikni Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ „Er miklu minni fiskur í stærri tjörn þarna úti“ Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Sindri fjarri sínu besta á HM í Tókýó Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Bann bitvargsins stytt Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn