Ákvarðanir byggðar á traustum gögnum en ekki sögusögnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 13:46 Þorsteinn Gunnarsson er formaður kærunefndar útlendingamála. Vísir Formaður kærunefndar útlendingamála segir að nefndin geti ekki byggt sína úrskurði á einhverjum sögusögnum um að hugsanlega séu einhverjir milligönguaðilar að lokka fólk til landsins. Nefndin byggi á áreiðanlegustu landsupplýsingum um aðstæður í heimalandinu á hverjum tíma. Dómsmálaráðherra segir að bregðast verði við ákveðinni þróun sem orðið hefur í málum flóttafólks frá Venesúela. Óöld hefur litað daglegt líf Venesúelabúa síðustu ár en kúgunartilburðir Nicolasar Maduro forseta og öryggissveita hans hafa leitt til þess að íbúar hafa flúið unnvörpum það ofbeldi og hótanir sem þeir hafa sætt. Sjö milljónir Venesúelabúa eru á flótta samkvæmt opinberum tölum. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur flúið til Kólumbíu og annarra landa nærri heimahögunum. Kærunefnd útlendingamála kvað upp úr síðasta sumar um að ríkisborgurum frá Venesúela skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd vegna ástandsins í heimalandinu. Ástandið hefði ekki breyst til hins betra frá því síðast var úrskurðað. Fréttastofa greindi frá því í gær að ferðaskrifstofufyrirtækið Air Viejo hefði í sérstöku myndbandi bent viðskiptavinum sínum á að fara til Íslands. Tvær konur dásama þar landið og tala um þá möguleika sem séu fyrir hendi; meðal annars há lágmarkslaun og gott bótakerfi. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir í samtali við mbl.is að dæmi á borð við þessi séu ömurleg. Bregðast verði við þeirri þróun sem hafi orðið í málefnum flóttafólks frá Venesúela. „Við búum við það að kærunefnd útlendingamála komst að þeirri niðurstöðu að borgurum frá Venesúela skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd. Það er eitt af því sem við veitum umfram aðrar Evrópuþjóðir,“ hefur mbl.is eftir ráðherranum. Þorsteinn Gunnarsson, formaður kærunefndar útlendingamála, vildi ekki bregðast við ummælum ráðherrans en segir að í þessu máli sé ákveðin forsaga. „Það hafa verið að koma til Íslands einstaklingar frá Venesúela og sækja um alþjóðlega vernd frá árinu allavega 2018 eða 2017 minnir mig frá því að þessi mannúðarkrísa kom upp þar í landi,“ útskýrir Þorsteinn. Fyrstu málin sem hafi komið til kasta kærunefndar útlendingamála hafi komið inn á borð hennar árið 2021 um að veita ríkisborgurum Venesúela sérstaka viðbótarvernd vegna ástandsins heima fyrir. „Þá lá fyrir nokkuð skýr stjórnsýsluframkvæmd sem var svo breytt af Útlendingastofnun og málin koma svo aftur til kærunefndar þar sem þau voru metin hér á síðasta ári.“ Eftir að hafa gaumgæft upplýsingar frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, European Union Asylum Agency og fleiri viðurkenndum stofnunum lá niðurstaða kærunefndar fyrir; ástandið hefði ekki breyst til hins betra í Venesúela. „Við þurfum að treysta á að hafa traustar og áreiðanlegar heimildir um aðstæður í ríkjunum sem við erum að senda fólk til og þá er mikið byggt á þessum landaupplýsingum og það verður að byggja á þeim, við getum ekki verið að byggja málin á einhverjum orðrómi eða hugsanlega einhverjum leiðum sem er verið að lokka fólk til að fara á einhvern ákveðinn stað frá einhverjum milligönguaðilum. Við erum fyrst og fremst alltaf að horfa á aðstæður í ríkinu sem viðkomandi verður sendur til ef honum verður synjað um alþjóðlega vernd og við byggjum okkar niðurstöður á þeim traustustu og áreiðanlegustu landaupplýsingum um þau lönd sem við höfum á hverjum tíma.“ Orðrómur um að hugsanlega séu aðilar að svindla á kerfinu sé alls ekki nýr í flóttamannamálum. „Það hefur nú verið í gegnum tíðina alls kyns orðrómur í gangi á meðal fólks sem hefur verið að leita sér alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Nefna má sem dæmi að árið 2016 kom nokkur fjöldi fólks frá Makedóníu, þá voru alls kyns sögusagnir á lofti um það hvað væri í boði á Íslandi þannig að þetta er nú ekki nýtt, hvorki varðandi Venesúela né önnur ríki. Það er oft alls kyns misskilningur í gangi um það hvaða réttindi séu í boði og hvers eðlis þau eru.“ Venesúela Flóttamenn Tengdar fréttir Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta velferðarkerfið Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 12. febrúar 2023 21:30 „Ótrúlega bíræfið“ að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi Ferðaskrifstofa í Veneseúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund allt upp í 850 þúsund krónur. Þingmann hefur grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela þar sem fólk er hvatt til að leita hingað til lands. 12. febrúar 2023 12:33 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022 voru 4.518 talsins en árið 2021 voru þær 875. Því er um að ræða rúma fimmföldum á umsóknum. Rúmur helmingur umsókna kom frá fólki á flótta frá Úkraínu í kjölfar innrás Rússa í landið. 7. febrúar 2023 10:05 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Óöld hefur litað daglegt líf Venesúelabúa síðustu ár en kúgunartilburðir Nicolasar Maduro forseta og öryggissveita hans hafa leitt til þess að íbúar hafa flúið unnvörpum það ofbeldi og hótanir sem þeir hafa sætt. Sjö milljónir Venesúelabúa eru á flótta samkvæmt opinberum tölum. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra hefur flúið til Kólumbíu og annarra landa nærri heimahögunum. Kærunefnd útlendingamála kvað upp úr síðasta sumar um að ríkisborgurum frá Venesúela skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd vegna ástandsins í heimalandinu. Ástandið hefði ekki breyst til hins betra frá því síðast var úrskurðað. Fréttastofa greindi frá því í gær að ferðaskrifstofufyrirtækið Air Viejo hefði í sérstöku myndbandi bent viðskiptavinum sínum á að fara til Íslands. Tvær konur dásama þar landið og tala um þá möguleika sem séu fyrir hendi; meðal annars há lágmarkslaun og gott bótakerfi. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir í samtali við mbl.is að dæmi á borð við þessi séu ömurleg. Bregðast verði við þeirri þróun sem hafi orðið í málefnum flóttafólks frá Venesúela. „Við búum við það að kærunefnd útlendingamála komst að þeirri niðurstöðu að borgurum frá Venesúela skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd. Það er eitt af því sem við veitum umfram aðrar Evrópuþjóðir,“ hefur mbl.is eftir ráðherranum. Þorsteinn Gunnarsson, formaður kærunefndar útlendingamála, vildi ekki bregðast við ummælum ráðherrans en segir að í þessu máli sé ákveðin forsaga. „Það hafa verið að koma til Íslands einstaklingar frá Venesúela og sækja um alþjóðlega vernd frá árinu allavega 2018 eða 2017 minnir mig frá því að þessi mannúðarkrísa kom upp þar í landi,“ útskýrir Þorsteinn. Fyrstu málin sem hafi komið til kasta kærunefndar útlendingamála hafi komið inn á borð hennar árið 2021 um að veita ríkisborgurum Venesúela sérstaka viðbótarvernd vegna ástandsins heima fyrir. „Þá lá fyrir nokkuð skýr stjórnsýsluframkvæmd sem var svo breytt af Útlendingastofnun og málin koma svo aftur til kærunefndar þar sem þau voru metin hér á síðasta ári.“ Eftir að hafa gaumgæft upplýsingar frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna, European Union Asylum Agency og fleiri viðurkenndum stofnunum lá niðurstaða kærunefndar fyrir; ástandið hefði ekki breyst til hins betra í Venesúela. „Við þurfum að treysta á að hafa traustar og áreiðanlegar heimildir um aðstæður í ríkjunum sem við erum að senda fólk til og þá er mikið byggt á þessum landaupplýsingum og það verður að byggja á þeim, við getum ekki verið að byggja málin á einhverjum orðrómi eða hugsanlega einhverjum leiðum sem er verið að lokka fólk til að fara á einhvern ákveðinn stað frá einhverjum milligönguaðilum. Við erum fyrst og fremst alltaf að horfa á aðstæður í ríkinu sem viðkomandi verður sendur til ef honum verður synjað um alþjóðlega vernd og við byggjum okkar niðurstöður á þeim traustustu og áreiðanlegustu landaupplýsingum um þau lönd sem við höfum á hverjum tíma.“ Orðrómur um að hugsanlega séu aðilar að svindla á kerfinu sé alls ekki nýr í flóttamannamálum. „Það hefur nú verið í gegnum tíðina alls kyns orðrómur í gangi á meðal fólks sem hefur verið að leita sér alþjóðlegrar verndar á Íslandi. Nefna má sem dæmi að árið 2016 kom nokkur fjöldi fólks frá Makedóníu, þá voru alls kyns sögusagnir á lofti um það hvað væri í boði á Íslandi þannig að þetta er nú ekki nýtt, hvorki varðandi Venesúela né önnur ríki. Það er oft alls kyns misskilningur í gangi um það hvaða réttindi séu í boði og hvers eðlis þau eru.“
Venesúela Flóttamenn Tengdar fréttir Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta velferðarkerfið Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 12. febrúar 2023 21:30 „Ótrúlega bíræfið“ að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi Ferðaskrifstofa í Veneseúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund allt upp í 850 þúsund krónur. Þingmann hefur grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela þar sem fólk er hvatt til að leita hingað til lands. 12. febrúar 2023 12:33 Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022 voru 4.518 talsins en árið 2021 voru þær 875. Því er um að ræða rúma fimmföldum á umsóknum. Rúmur helmingur umsókna kom frá fólki á flótta frá Úkraínu í kjölfar innrás Rússa í landið. 7. febrúar 2023 10:05 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Fólk komi ekki frá Venesúela til að nýta velferðarkerfið Ekkert bendir til þess að fólk frá Venesúela komi til Íslands þess að misnota velferðarkerfið í stórum stíl segir þingkona Pírata. Það hryggi hana að menn ýti undir fordóma með slíkum málflutningi. Myndband frá ferðaskrifstofu í Venesúela lofar fólki sem fer til Íslands öllu fögru. 12. febrúar 2023 21:30
„Ótrúlega bíræfið“ að auglýsa misnotkun á íslensku velferðarkerfi Ferðaskrifstofa í Veneseúela auglýsir gott velferðarkerfi og há meðallaun á Íslandi; lágmarkslaun frá 500 þúsund allt upp í 850 þúsund krónur. Þingmann hefur grunað að starfræktur sé iðnaður í Venesúela þar sem fólk er hvatt til að leita hingað til lands. 12. febrúar 2023 12:33
Umsóknir um alþjóðlega vernd aldrei verið fleiri Umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022 voru 4.518 talsins en árið 2021 voru þær 875. Því er um að ræða rúma fimmföldum á umsóknum. Rúmur helmingur umsókna kom frá fólki á flótta frá Úkraínu í kjölfar innrás Rússa í landið. 7. febrúar 2023 10:05
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels