Hröð bráðnun merki um að það styttist í Öskjugos Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 11:54 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur við Holuhraun. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hröð bráðnun á ísnum á Öskjuvatni er merki um að kvika sé að nálgast yfirborðið að mati eldfjallafræðings hjá Háskóla Íslands. Mikil kvikusöfnun bendi til þess að gosið gæti orðið stórt. Jarðvísindastofnun Háskóla Ísland birti í gær gervihnattamyndir sem sýna hraða bráðnun á ísnum á Öskjuvatni milli föstudags og laugardags. Á þessum sólarhring stækkaði vökin um fimmtíu hektara - eða því sem nemur um sjötíu fótboltavöllum. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir þróunina hafa haldið áfram. „Við fengum mynd í gær og núna er meira en helmingurinn af vatninu orðinn íslaus og svo er bara íshrafl að mestu. Eina sem er eftir er bara í víkinni við Víti. Þannig að vatnið er eiginlega alveg búið að hreinsa sig.“ Þetta sé augljóst merki um aukinn jarðhita. „Þetta er alveg klárlega merki um að það styttist í að fjallið fari í gang. Það bræðir ísinn og þetta er svo snöggt að það er mjög mikill hiti og kvikan er væntanlega farin að nálgast yfirborðið og kvikuhólfið komið að þrýstimörkum.“ Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2. Hann bendir á að Askja sé búin að vera óróleg frá árinu 2012 og að þróunin hafi verið nokkuð stöðug. Sprungur hafi líklega gliðnað í skjálfta í byrjun febrúar - sem hafi flýtt fyrir bráðnun þar sem vatnið hafi komist í snertingu við heitara berg. Eftir standi spurningin hvort gosið verði lítið basaltgos líkt og voru algeng á tuttugustu öld eða stórt, líkt og varð til dæmis á níjtándu öld. „Rannsóknarleiðangrar frá háskólanum í Cambridge hafa sýnt að það sé mikið magn af kviku undir Öskju sem getur rennt stoðum undir það að það gæti orðið stórt gos. En ef það er stórt og mikið sprengigos er það stutt,“ segir Ármann. Stórt gos hefði fyrst og fremst áhrif á flugumferð en fíngerð aska gæti einnig valdið óþægindum í byggð. Miðað við þróunina telur Ármann líklegt að það gæti komið til goss innan næstu tveggja til þriggja ára. „Skjálftakerfi Veðurstofunnar kemur til með að sjá þegar kvikan leggur af stað af krafti upp á yfirborðið þannig við fáum einhvern fyrirvara upp á sólarhring eða tvo.“ Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Jarðvísindastofnun Háskóla Ísland birti í gær gervihnattamyndir sem sýna hraða bráðnun á ísnum á Öskjuvatni milli föstudags og laugardags. Á þessum sólarhring stækkaði vökin um fimmtíu hektara - eða því sem nemur um sjötíu fótboltavöllum. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur hjá Háskóla Íslands, segir þróunina hafa haldið áfram. „Við fengum mynd í gær og núna er meira en helmingurinn af vatninu orðinn íslaus og svo er bara íshrafl að mestu. Eina sem er eftir er bara í víkinni við Víti. Þannig að vatnið er eiginlega alveg búið að hreinsa sig.“ Þetta sé augljóst merki um aukinn jarðhita. „Þetta er alveg klárlega merki um að það styttist í að fjallið fari í gang. Það bræðir ísinn og þetta er svo snöggt að það er mjög mikill hiti og kvikan er væntanlega farin að nálgast yfirborðið og kvikuhólfið komið að þrýstimörkum.“ Askja í forgrunni. Fjær sjást Herðubreið og Herðubreiðartögl og lengst til hægri sést í Upptyppinga.Mynd/Stöð 2. Hann bendir á að Askja sé búin að vera óróleg frá árinu 2012 og að þróunin hafi verið nokkuð stöðug. Sprungur hafi líklega gliðnað í skjálfta í byrjun febrúar - sem hafi flýtt fyrir bráðnun þar sem vatnið hafi komist í snertingu við heitara berg. Eftir standi spurningin hvort gosið verði lítið basaltgos líkt og voru algeng á tuttugustu öld eða stórt, líkt og varð til dæmis á níjtándu öld. „Rannsóknarleiðangrar frá háskólanum í Cambridge hafa sýnt að það sé mikið magn af kviku undir Öskju sem getur rennt stoðum undir það að það gæti orðið stórt gos. En ef það er stórt og mikið sprengigos er það stutt,“ segir Ármann. Stórt gos hefði fyrst og fremst áhrif á flugumferð en fíngerð aska gæti einnig valdið óþægindum í byggð. Miðað við þróunina telur Ármann líklegt að það gæti komið til goss innan næstu tveggja til þriggja ára. „Skjálftakerfi Veðurstofunnar kemur til með að sjá þegar kvikan leggur af stað af krafti upp á yfirborðið þannig við fáum einhvern fyrirvara upp á sólarhring eða tvo.“
Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Askja Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira