Engin merki um geimverur að sögn Hvíta hússins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2023 14:48 Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins. Fyrir aftan hana má sjá glitta í John Kirby, samskiptastjóra Þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna. AP Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins tók það skýrt fram á fréttamannafundi í gær að ekkert bendi til þess að hlutirnir þrír sem skotnir voru niður yfir Bandaríkjunum og Kanada á dögunum tengist geimverum. Þetta kom fram í máli Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, á fjölmiðlafundi í gær. Frá því að loftbelgur sem talinn er hafa frá Kína var skotinn niður þann fjórða þessa mánaðar hafa bandarískar herþotur skotið niður þrjá grunsamlega „hluti“ til viðbótar á jafnmörgum dögum. Einn var skotinn niður yfir Alaska, einn yfir Yukon í norðurhluta Kanada og einn yfir Huron-vatn á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Þrátt fyrir að líklegasta skýringin sé einfaldlega sú að bandaríski herinn sé farinn að leita betur að ýmsum hlutum í lofthelginni eftir atvikið með kínverska loftbelginn, er það til marks um hversu miklar vangaveltur um eðli þessara hluti hafa verið síðustu daga, að Hvíta húsið telji sig þurfa að taka skýrt fram að ekkert bendi til þess að þar séu geimverur á ferð. „Ég vil bara að þetta komi skýrt frá Hvíta húsinu. Það hafa verið ýmsar spurningar og áhyggjur viðraðar. Það eru engar, ég endurtek engar, vísbendingar um að þessir hlutir tengist geimverum á einhvern hátt,“ sagði Jean-Pierre. „Aftur, það er ekkert sem bendir til þess að tengist geimverum á einhvern hátt. Ég vildi bara ganga úr skugga um að Bandaríkjamenn vissu það, að þið öll [fjölmiðlafólk] vissuð það. Það var mikilvægt að við segðum eitthvað um þetta því að það hefur verið mikil umræða um þetta,“ sagði hún einnig áður en að hún bætti því við að hún væri mikill áhugamaður um kvikmyndina ET, sem fjallar einmitt um geimveru hér á jörðinni. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sem fyrr segir greint frá því að eftir atvikið með fyrsta loftbelginn sé búið að endurstilla ratsjárkerfi ríkisins þannig að þau sé næmari. Þannig nemi ratsjárnar nú fjölda merkja sem áður hafi einfaldlega verið síuð út og enginn gaumur gefinn. Ekki er ólíklegt að þetta skýri af hverju hlutirnir þrír, sem skotnir voru niður, á eftir loftbelgnum hafi fundist. Bandaríkin Kanada Kína Geimurinn Joe Biden Tengdar fréttir Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Hafa haft uppi á skynjurum úr meintum njósnabelgjum Talsmenn bandaríska hersins segja að tekist hafi að hafa uppi á skynjurum úr meintum kínverskum njósnabelg, þeim fyrsta skotinn var niður yfir Atlantshafi fyrir tíu dögum. 14. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Þetta kom fram í máli Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúa Hvíta hússins, á fjölmiðlafundi í gær. Frá því að loftbelgur sem talinn er hafa frá Kína var skotinn niður þann fjórða þessa mánaðar hafa bandarískar herþotur skotið niður þrjá grunsamlega „hluti“ til viðbótar á jafnmörgum dögum. Einn var skotinn niður yfir Alaska, einn yfir Yukon í norðurhluta Kanada og einn yfir Huron-vatn á landamærum Bandaríkjanna og Kanada. Þrátt fyrir að líklegasta skýringin sé einfaldlega sú að bandaríski herinn sé farinn að leita betur að ýmsum hlutum í lofthelginni eftir atvikið með kínverska loftbelginn, er það til marks um hversu miklar vangaveltur um eðli þessara hluti hafa verið síðustu daga, að Hvíta húsið telji sig þurfa að taka skýrt fram að ekkert bendi til þess að þar séu geimverur á ferð. „Ég vil bara að þetta komi skýrt frá Hvíta húsinu. Það hafa verið ýmsar spurningar og áhyggjur viðraðar. Það eru engar, ég endurtek engar, vísbendingar um að þessir hlutir tengist geimverum á einhvern hátt,“ sagði Jean-Pierre. „Aftur, það er ekkert sem bendir til þess að tengist geimverum á einhvern hátt. Ég vildi bara ganga úr skugga um að Bandaríkjamenn vissu það, að þið öll [fjölmiðlafólk] vissuð það. Það var mikilvægt að við segðum eitthvað um þetta því að það hefur verið mikil umræða um þetta,“ sagði hún einnig áður en að hún bætti því við að hún væri mikill áhugamaður um kvikmyndina ET, sem fjallar einmitt um geimveru hér á jörðinni. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sem fyrr segir greint frá því að eftir atvikið með fyrsta loftbelginn sé búið að endurstilla ratsjárkerfi ríkisins þannig að þau sé næmari. Þannig nemi ratsjárnar nú fjölda merkja sem áður hafi einfaldlega verið síuð út og enginn gaumur gefinn. Ekki er ólíklegt að þetta skýri af hverju hlutirnir þrír, sem skotnir voru niður, á eftir loftbelgnum hafi fundist.
Bandaríkin Kanada Kína Geimurinn Joe Biden Tengdar fréttir Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08 Hafa haft uppi á skynjurum úr meintum njósnabelgjum Talsmenn bandaríska hersins segja að tekist hafi að hafa uppi á skynjurum úr meintum kínverskum njósnabelg, þeim fyrsta skotinn var niður yfir Atlantshafi fyrir tíu dögum. 14. febrúar 2023 08:01 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Ýmsir kostir við njósnabelgi en vont að vera nappaður Þrátt fyrir að tæknin sé ef til vill gamaldags geta stórþjóðir hagnýtt sér ýmsa kosti loftbelgja til að njósna um keppinauta sína á alþjóðavettvangi. Gallinn er þó sá að það getur verið vont ef upp kemst um njósnabelgina, þar sem ekki sé ólíklegt að það gerist fyrir augum almennings, eins og gerðist yfir Bandaríkjunum á dögunum. 14. febrúar 2023 11:08
Hafa haft uppi á skynjurum úr meintum njósnabelgjum Talsmenn bandaríska hersins segja að tekist hafi að hafa uppi á skynjurum úr meintum kínverskum njósnabelg, þeim fyrsta skotinn var niður yfir Atlantshafi fyrir tíu dögum. 14. febrúar 2023 08:01