Vill miklu meiri launahækkun en þá sem Efling berjist fyrir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2023 15:37 Georgina hafði ýmislegt við samningaviðræðurnar að athuga. Hún vill miklu hærri launahækkun en þá sem verið sé að berjast fyrir. Vísir/Vilhelm Starfsmaður Berjaya Iceland hotel og félagskona hjá Eflingu vill mun hærri launahækkun en þá sem Efling berst nú fyrir í samningaviðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins. Þetta kom fram í máli hennar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var starfsmaðurinn viss í sinni sök þar sem hún ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og fleiri í samninganefnd Eflingar. „Þetta mun ekki duga fyrir fólkið sem starfar á hótelinu. 25 þúsund krónur eru ekki nóg,“ sagði konan sem samkvæmt Fréttablaðinu heitir Georgina. Nokkur fjöldi félagsmanna Eflingar var í Norðurljósasalnum í hádeginu og beindist kastljósið að viðræðum Georginu við fulltrúa Eflingar. „Við erum að krefjast mun meiri hækkana en 25 þúsund króna,“ sagði Sólveig Anna. Annar fulltrúi Eflingar benti Georginu á að um þetta væri bara byrjunin og aðeins væri um skammtímasamning að ræða til eins árs. „Vertu með okkur í samninganefndinni,“ sagði Sólveig og hvatti Georginu til að taka þátt í starfinu. Var ekki annað að heyra en að hún vildi svara því kalli Sólveigar. Georginu virtist nokkuð heitt í hamsi og var Sólveig Anna spurð að því hvaða deilumál væri í gangi. „Það er ekkert deilumál. Þessi kona er að segja að kröfurnar okkar séu ekki nógu háar. Getum við ekki verið sammála um það?“ „Mér er alveg sama hvernig þau eru, við vinnum fyrir þau. Við vinnum fyrir þau og við erum í verkfalli. Þannig þau þurfa að samþykkja eitthvað, ekki sjötíu þúsund. Í mínum vasa verða það þrjátíu þúsund af því ég borga skatta,“ segir Georgina í samtali við Fréttablaðið. Hún bætir við að hún vilji meiri peninga. „Við erum í verkfalli, af hverju getum við ekki beðið um meira? Allir vilja meiri peninga. Það er punkturinn,“ segir Georgina. Hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með samninganefndina. Sitja við samningaborðið Efling hefur hafnað sambærilegum launahækkunum til sinna félagsmanna og Starfsgreinasambandið og VR sömdu um við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur talað fyrir því að félagsmenn þess á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkun vegna þess hve dýrara sé að framfleyta sér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis vegna hærra íbúða- og leiguverðs. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagðist ekki bjartsýnn fyrir viðræðurnar. Sólveig Anna sagði Eflingu mæta með samningsvilja til leiks. Á baráttufundinum í hádeginu sagðist hún vonast til að það færi að birta í viðræðunum. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, hefur ekki tjáð sig um deiluna það sem af er degi. Lét hann þau gullnu orð falla fyrr í dag að þögnin væri gull þegar kæmi að samningaviðræðum. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var starfsmaðurinn viss í sinni sök þar sem hún ræddi við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, og fleiri í samninganefnd Eflingar. „Þetta mun ekki duga fyrir fólkið sem starfar á hótelinu. 25 þúsund krónur eru ekki nóg,“ sagði konan sem samkvæmt Fréttablaðinu heitir Georgina. Nokkur fjöldi félagsmanna Eflingar var í Norðurljósasalnum í hádeginu og beindist kastljósið að viðræðum Georginu við fulltrúa Eflingar. „Við erum að krefjast mun meiri hækkana en 25 þúsund króna,“ sagði Sólveig Anna. Annar fulltrúi Eflingar benti Georginu á að um þetta væri bara byrjunin og aðeins væri um skammtímasamning að ræða til eins árs. „Vertu með okkur í samninganefndinni,“ sagði Sólveig og hvatti Georginu til að taka þátt í starfinu. Var ekki annað að heyra en að hún vildi svara því kalli Sólveigar. Georginu virtist nokkuð heitt í hamsi og var Sólveig Anna spurð að því hvaða deilumál væri í gangi. „Það er ekkert deilumál. Þessi kona er að segja að kröfurnar okkar séu ekki nógu háar. Getum við ekki verið sammála um það?“ „Mér er alveg sama hvernig þau eru, við vinnum fyrir þau. Við vinnum fyrir þau og við erum í verkfalli. Þannig þau þurfa að samþykkja eitthvað, ekki sjötíu þúsund. Í mínum vasa verða það þrjátíu þúsund af því ég borga skatta,“ segir Georgina í samtali við Fréttablaðið. Hún bætir við að hún vilji meiri peninga. „Við erum í verkfalli, af hverju getum við ekki beðið um meira? Allir vilja meiri peninga. Það er punkturinn,“ segir Georgina. Hún hafi orðið fyrir vonbrigðum með samninganefndina. Sitja við samningaborðið Efling hefur hafnað sambærilegum launahækkunum til sinna félagsmanna og Starfsgreinasambandið og VR sömdu um við Samtök atvinnulífsins. Efling hefur talað fyrir því að félagsmenn þess á höfuðborgarsvæðinu þurfi meiri hækkun vegna þess hve dýrara sé að framfleyta sér á höfuðborgarsvæðinu til dæmis vegna hærra íbúða- og leiguverðs. Samninganefndir Eflingar og Samtaka atvinnulífsins komu saman til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagðist ekki bjartsýnn fyrir viðræðurnar. Sólveig Anna sagði Eflingu mæta með samningsvilja til leiks. Á baráttufundinum í hádeginu sagðist hún vonast til að það færi að birta í viðræðunum. Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilunni, hefur ekki tjáð sig um deiluna það sem af er degi. Lét hann þau gullnu orð falla fyrr í dag að þögnin væri gull þegar kæmi að samningaviðræðum.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Svo menn geti lifað mánuðinn af án stöðugs kvíða Daníel Snær bílstjóri hjá Samskipum var mættur á baráttufund Eflingar í Norðurljósasal Hörpu í dag. Hann segist fá 450 þúsund krónur útborgað sem dugi honum en veltir fyrir sér þeim sem þurfi að sjá fyrir fjölskyldu. 15. febrúar 2023 13:32