„Erum sterkir andlega þegar á móti blæs“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. febrúar 2023 21:40 Maté Dalmay var ánægður með að hafa náð að vinna ÍR í kvöld Vísir / Hulda Margrét Haukar unnu endurkomusigur á ÍR 88-95. Haukar unnu síðustu tíu mínúturnar með sautján stigum og Maté Dalmay var létt eftir leik. „Þetta var ekki fullkominn leikur en það var gott að vinna þegar maður spilar ekki vel í langan tíma. Það hefur komið fyrir af og til í vetur að ég er ósáttur með að taka sigur í brakinu en við vorum góðir í brakinu í kvöld,“ sagði Maté Dalmay og hélt áfram. „Við vorum allt of langt frá þeim í vörn sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta eftir greinilega ömurlega ræðu frá mér í hálfleik þar sem við komum linari út í seinni hálfleik. Við þurftum tvö leikhlé og fleiri sem Ísak tók til að skerpa á okkar leik. Við hættum að leyfa þeim að velja í hvaða átt þeir færu og á hvaða hönd.“ ÍR tók yfir leikinn í öðrum leikhluta þegar þeir voru sjö stigum undir og unnu síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 31-17. „Ég er ekki búinn að skoða tölfræðina. Mér fannst þeir taka tvö góð áhlaup þar sem Ragnar Örn og Sigvaldi fóru að setja þessa þrista sem Ísak Wíum hefur talað um að væru að skrúfast upp úr allt tímabilið.“ Maté Dalmay var ánægður með fjórða leikhluta sem Haukar unnu með sautján stigum. „Darwin Davis setti liðið á bakið. Daniel Mortensen átti sérstakan leik, hann er að fara til Köben á morgun og kannski var hann farinn að pakka í hausnum. Daniel klikkaði á þremur vítum í kvöld en fyrir leik hafði hann aðeins klikkað á einu víti. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn að þetta væri leikur sem við værum að fara tapa. En við erum sterkir andlega þegar á móti blæs.“ Næst á dagskrá er landsleikjahlé og Maté Dalmay kom inn á það að Mortensen væri að fara til Kaupmannahafnar og hvatti sem flesta til að skjótast erlendis enda sjálfur að fara til Tenerife á morgun. „Ég ætla að henda mér út í fimm daga og hvet strákana til að gera það sama í fimm daga og síðan mætum við ferskir en sumir aðeins seinna sem eru að fara í landsliðsverkefni og koma seinna inn.“ En hefði Maté farið hefðu Haukar tapað í kvöld? „Ég var búinn að hugsa hvað í fjandanum geri ég ef við töpum. Ég veit það ekki, ég hefði allavega verið mjög önugur úti,“ sagði Maté Dalmay léttur að lokum. Haukar Subway-deild karla ÍR Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira
„Þetta var ekki fullkominn leikur en það var gott að vinna þegar maður spilar ekki vel í langan tíma. Það hefur komið fyrir af og til í vetur að ég er ósáttur með að taka sigur í brakinu en við vorum góðir í brakinu í kvöld,“ sagði Maté Dalmay og hélt áfram. „Við vorum allt of langt frá þeim í vörn sérstaklega í upphafi þriðja leikhluta eftir greinilega ömurlega ræðu frá mér í hálfleik þar sem við komum linari út í seinni hálfleik. Við þurftum tvö leikhlé og fleiri sem Ísak tók til að skerpa á okkar leik. Við hættum að leyfa þeim að velja í hvaða átt þeir færu og á hvaða hönd.“ ÍR tók yfir leikinn í öðrum leikhluta þegar þeir voru sjö stigum undir og unnu síðustu níu mínútur fyrri hálfleiks 31-17. „Ég er ekki búinn að skoða tölfræðina. Mér fannst þeir taka tvö góð áhlaup þar sem Ragnar Örn og Sigvaldi fóru að setja þessa þrista sem Ísak Wíum hefur talað um að væru að skrúfast upp úr allt tímabilið.“ Maté Dalmay var ánægður með fjórða leikhluta sem Haukar unnu með sautján stigum. „Darwin Davis setti liðið á bakið. Daniel Mortensen átti sérstakan leik, hann er að fara til Köben á morgun og kannski var hann farinn að pakka í hausnum. Daniel klikkaði á þremur vítum í kvöld en fyrir leik hafði hann aðeins klikkað á einu víti. Ég sagði við aðstoðarþjálfarann minn að þetta væri leikur sem við værum að fara tapa. En við erum sterkir andlega þegar á móti blæs.“ Næst á dagskrá er landsleikjahlé og Maté Dalmay kom inn á það að Mortensen væri að fara til Kaupmannahafnar og hvatti sem flesta til að skjótast erlendis enda sjálfur að fara til Tenerife á morgun. „Ég ætla að henda mér út í fimm daga og hvet strákana til að gera það sama í fimm daga og síðan mætum við ferskir en sumir aðeins seinna sem eru að fara í landsliðsverkefni og koma seinna inn.“ En hefði Maté farið hefðu Haukar tapað í kvöld? „Ég var búinn að hugsa hvað í fjandanum geri ég ef við töpum. Ég veit það ekki, ég hefði allavega verið mjög önugur úti,“ sagði Maté Dalmay léttur að lokum.
Haukar Subway-deild karla ÍR Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Sjá meira