„Maður þarf að þora að fá höggin“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 18. febrúar 2023 18:30 Andri Snær var svekktur eftir leikinn í dag. Vísir/Getty Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var svekktur eftir þriggja marka tap á móti Stjörnunni í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en náðu að komast á lagi í seinni en það dugði ekki til. Lokatölur 19-16. „Ég er súr. Ég er súr með það hvernig við spiluðum sóknina í fyrri hálfleik. Við skorum sex mörk sem var dapurt. Við áttum að gera mun betur þar, sem er svekkjandi þar sem að vörnin var í raun og veru frábær allan leikinn. Mér fannst við vera með góðan þéttleika og góða markvörslu frá Mateu. Við áttum að gera betur, við förum með fimm vítaköst og maður er svekktur þegar við förum illa með svona mörg færi.“ KA/Þór spiluðu ragan sóknarleik í fyrri hálfleik og skoruðu einungis sex mörk. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að fara nógu vel inn í okkar árásir. Við vorum hikandi og í raun og veru með hægt tempó. Það sem við gerðum síðustu tuttugu var að þora að hlaupa aðeins, við vorum með mun meiri áræðni. Við hefðum átt að fá heilsteyptari leik.“ Þær mættu töluvert ákveðnari í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn hægt og rólega. „Við vorum með ákveðnar breytingar en fyrst og fremst snérist þetta um það að við þurftum hugafarsbreytingu. Eins og ég segi aftur, Stjarnan er með frábært lið og ótrúlega líkamlega sterkar. Maður þarf að hafa hugrekki til að spila sókn á móti þessari vörn. Þær eru grjótharðar og maður þarf að þora að fá höggin, þetta snýst svolítið mikið um það.“ Andri vonar að liðið endurheimti mikilvæga leikmenn úr meiðslum fyrir næsta leik. „Við verðum fyrst og fremst að eiga góða æfingaviku. Við eigum Selfoss næst og við vonandi endurheimtum einhverja leikmenn úr meiðslum og verðum klárar í slaginn.“ Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA/Þór 19-16 | Stjarnan ekki í vandræðum með vængbrotna Akureyringa Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og var varnarleikur beggja liða í aðalhlutverki. Það var lítið skorað á fyrstu mínútunum en leiddu Stjörnukonur með fimm mörkum, 11-6 í hálfleik. KA/Þór mætti betur í seinni hálfleik en tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og vann Stjarnan með þremur mörkum, 19-16. 18. febrúar 2023 17:45 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
„Ég er súr. Ég er súr með það hvernig við spiluðum sóknina í fyrri hálfleik. Við skorum sex mörk sem var dapurt. Við áttum að gera mun betur þar, sem er svekkjandi þar sem að vörnin var í raun og veru frábær allan leikinn. Mér fannst við vera með góðan þéttleika og góða markvörslu frá Mateu. Við áttum að gera betur, við förum með fimm vítaköst og maður er svekktur þegar við förum illa með svona mörg færi.“ KA/Þór spiluðu ragan sóknarleik í fyrri hálfleik og skoruðu einungis sex mörk. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að fara nógu vel inn í okkar árásir. Við vorum hikandi og í raun og veru með hægt tempó. Það sem við gerðum síðustu tuttugu var að þora að hlaupa aðeins, við vorum með mun meiri áræðni. Við hefðum átt að fá heilsteyptari leik.“ Þær mættu töluvert ákveðnari í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn hægt og rólega. „Við vorum með ákveðnar breytingar en fyrst og fremst snérist þetta um það að við þurftum hugafarsbreytingu. Eins og ég segi aftur, Stjarnan er með frábært lið og ótrúlega líkamlega sterkar. Maður þarf að hafa hugrekki til að spila sókn á móti þessari vörn. Þær eru grjótharðar og maður þarf að þora að fá höggin, þetta snýst svolítið mikið um það.“ Andri vonar að liðið endurheimti mikilvæga leikmenn úr meiðslum fyrir næsta leik. „Við verðum fyrst og fremst að eiga góða æfingaviku. Við eigum Selfoss næst og við vonandi endurheimtum einhverja leikmenn úr meiðslum og verðum klárar í slaginn.“
Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA/Þór 19-16 | Stjarnan ekki í vandræðum með vængbrotna Akureyringa Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og var varnarleikur beggja liða í aðalhlutverki. Það var lítið skorað á fyrstu mínútunum en leiddu Stjörnukonur með fimm mörkum, 11-6 í hálfleik. KA/Þór mætti betur í seinni hálfleik en tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og vann Stjarnan með þremur mörkum, 19-16. 18. febrúar 2023 17:45 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA/Þór 19-16 | Stjarnan ekki í vandræðum með vængbrotna Akureyringa Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og var varnarleikur beggja liða í aðalhlutverki. Það var lítið skorað á fyrstu mínútunum en leiddu Stjörnukonur með fimm mörkum, 11-6 í hálfleik. KA/Þór mætti betur í seinni hálfleik en tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og vann Stjarnan með þremur mörkum, 19-16. 18. febrúar 2023 17:45