Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum með sjö BAFTA-verðlaun Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2023 22:22 Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum fjallar um ungan þýskan hermann í fyrri heimsstyrjöldinni. Þýska Netflix kvikmyndin Im Westen nichts Neues, eða Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum bar sigur úr býtum á BAFTA verðlaununum í kvöld. Myndin vann í heildina sjö verðlaun og var þar á meðal valin besta myndin. Hún fékk einnig verðlaun fyrir besta leikstjórn. Myndin var tilnefnd til fjórtán verðlauna en myndin fjallar um ungan þýskan hermann í fyrri heimsstyrjöldinni og vann hún einnig verðlaun fyrir handrit, kvikmyndatöku, tónlist og var valin besta myndin sem er ekki á ensku. Myndirnar Banshees of Inisherin og Elvis fengu svo fjögur verðlaun hvor. Cate Blanchet var valin besta leikkonan fyrir leik sinn í Tár. Austin Butler fékk verðlaun sem besti leikari ársins fyrir Elvis. Avatar: The Way of Water fékk ein verðlaun og var það fyrir tæknibrellur. Þá vakti athygli að hin vinsæla kvikmynd, Everything Everywhere All at Once, fékk einungis ein verðlaun en hún var tilnefnd til tíu verðlauna. Áhugasamir geta skoðað öll verðlaunin sem veitt voru hér á vef BAFTA. BAFTA verðlaunin leggja oft línurnar fyrir Óskarsverðlaunin sem haldin verða vestanhafs þann 12. mars. BAFTA-verðlaunin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Myndin var tilnefnd til fjórtán verðlauna en myndin fjallar um ungan þýskan hermann í fyrri heimsstyrjöldinni og vann hún einnig verðlaun fyrir handrit, kvikmyndatöku, tónlist og var valin besta myndin sem er ekki á ensku. Myndirnar Banshees of Inisherin og Elvis fengu svo fjögur verðlaun hvor. Cate Blanchet var valin besta leikkonan fyrir leik sinn í Tár. Austin Butler fékk verðlaun sem besti leikari ársins fyrir Elvis. Avatar: The Way of Water fékk ein verðlaun og var það fyrir tæknibrellur. Þá vakti athygli að hin vinsæla kvikmynd, Everything Everywhere All at Once, fékk einungis ein verðlaun en hún var tilnefnd til tíu verðlauna. Áhugasamir geta skoðað öll verðlaunin sem veitt voru hér á vef BAFTA. BAFTA verðlaunin leggja oft línurnar fyrir Óskarsverðlaunin sem haldin verða vestanhafs þann 12. mars.
BAFTA-verðlaunin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira