Fær símtöl með „hálfgerðum hótunum“ vegna meintra svika við Eflingu Kjartan Kjartansson skrifar 22. febrúar 2023 11:58 Vilhjálmur Birgisson og Sólveig Anna Jónsdóttir á meðan allt lék í lyndi. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir að sér hafi borist símtöl með hálfgerðum hótunum eftir að sambandið skrifaði undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Hann hafi aldrei upplifað aðra eins hatursorðræðu og nú og biðlar til stillingar. Efling kaus að ganga eitt til kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur. Eftir að stór sambönd og félög eins og Starfsgreinasambandið og VR skrifuðu undir samninga hafa ásakanir heyrst frá Eflingarfólki um að með þeim hafi Efling verið svipt samningsumboði sínu. Skeytasendingar hafa einnig gengið á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og leiðtoga annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), lýsti því að umræðan væru komin út fyrir velsæmismörk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann hafi meðal annars fengið símtöl heim til sín með „hálfgerðum hótunum“. Honum hafi ekki verið hótað líkamsmeiðingum en hótanirnar hafi „dansað á línunni“. „Það er bara fólk í andlegu ójafnvægi sem fær rangar og villandi upplýsingar. [...] Það er bara staðið á öskrum um að við höfum verið að svíkja Eflingu og svo framvegis,“ sagði Vilhjálmur. Aldrei upplifað áður að öryggi sáttasemjara sé ógnað Hann hafi tekið málið upp og hvatt til stillingar á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands sem Sólveig Anna var viðstödd fyrir um þremur vikum. Hann hafi aldrei upplifað aðra eins hatursorðræðu og hafi geisað frá því SGS samdi við SA í byrjun desember. Vísaði Vilhjálmur meðal annars til stöðunnar hjá ríkissáttasemjara sem forsvarsmenn Eflingar hafa deilt hart á. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á þessum tuttugu ára ferli mínum upplifað það að sjá öryggisvörð þegar ég mæti þangað. Ég hef heldur aldrei upplifað það að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur samband við ríkissáttasemjara um að huga að öryggi á heimili sínu. Hvert erum við komin?“ spurði Vilhjálmur. Krefðist sömu hækkana og Efling fengi Spurður út í stöðuna í viðræðum Eflingar og SA sagðist Vilhjálmur ekki vilja vera í sporum Eflingafólks sem sé án launahækkana á sama tíma og verðlag fari hækkandi. SA hafa borið það fyrir sig að þau geti ekki samið við Eflingu á öðrum nótum en SGS og önnur félög. Vilhjálmur sagði að sér væri það algerlega að meinalausu að SA semdi við Eflingu um meiri hækkanir en önnur félög hafa fengið „Við myndum að sjálfsögðu gera sambærilega kröfu um hækkun fyrir okkar fólk. Ég hef trú á því að aðrir hópar sem hafa samið myndu gera slíkt hið sama,“ sagði Vilhjálmur. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bítið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira
Efling kaus að ganga eitt til kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í vetur. Eftir að stór sambönd og félög eins og Starfsgreinasambandið og VR skrifuðu undir samninga hafa ásakanir heyrst frá Eflingarfólki um að með þeim hafi Efling verið svipt samningsumboði sínu. Skeytasendingar hafa einnig gengið á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og leiðtoga annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins (SGS), lýsti því að umræðan væru komin út fyrir velsæmismörk í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann hafi meðal annars fengið símtöl heim til sín með „hálfgerðum hótunum“. Honum hafi ekki verið hótað líkamsmeiðingum en hótanirnar hafi „dansað á línunni“. „Það er bara fólk í andlegu ójafnvægi sem fær rangar og villandi upplýsingar. [...] Það er bara staðið á öskrum um að við höfum verið að svíkja Eflingu og svo framvegis,“ sagði Vilhjálmur. Aldrei upplifað áður að öryggi sáttasemjara sé ógnað Hann hafi tekið málið upp og hvatt til stillingar á miðstjórnarfundi Alþýðusambands Íslands sem Sólveig Anna var viðstödd fyrir um þremur vikum. Hann hafi aldrei upplifað aðra eins hatursorðræðu og hafi geisað frá því SGS samdi við SA í byrjun desember. Vísaði Vilhjálmur meðal annars til stöðunnar hjá ríkissáttasemjara sem forsvarsmenn Eflingar hafa deilt hart á. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á þessum tuttugu ára ferli mínum upplifað það að sjá öryggisvörð þegar ég mæti þangað. Ég hef heldur aldrei upplifað það að greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur samband við ríkissáttasemjara um að huga að öryggi á heimili sínu. Hvert erum við komin?“ spurði Vilhjálmur. Krefðist sömu hækkana og Efling fengi Spurður út í stöðuna í viðræðum Eflingar og SA sagðist Vilhjálmur ekki vilja vera í sporum Eflingafólks sem sé án launahækkana á sama tíma og verðlag fari hækkandi. SA hafa borið það fyrir sig að þau geti ekki samið við Eflingu á öðrum nótum en SGS og önnur félög. Vilhjálmur sagði að sér væri það algerlega að meinalausu að SA semdi við Eflingu um meiri hækkanir en önnur félög hafa fengið „Við myndum að sjálfsögðu gera sambærilega kröfu um hækkun fyrir okkar fólk. Ég hef trú á því að aðrir hópar sem hafa samið myndu gera slíkt hið sama,“ sagði Vilhjálmur.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bítið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Sjá meira