Leikurinn í kvöld mögulega sá síðasti en HM gæti veitt landsliðunum líflínu Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2023 15:50 Hannes Jónsson, formaður KKÍ, í Laugardalshöllinni. vísir/sigurjón Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, ræddi við Gaupa í Laugardalshöll í dag fyrir leikinn við heims- og Evrópumeistara Spánar, í undankeppni HM. Vegna skorts á fjármagni óttast Hannes að þetta gæti orðið síðasti landsleikur Íslands í bili. Hannes skýrði frá því í viðtali við Vísi í byrjun þessa mánaðar að landsliðsstarf KKÍ væri í uppnámi eftir þá ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSÍ og stjórnar Afrekssjóðs að færa KKÍ niður í B-flokk við útdeilingu fjár 2023. Vegna þess fær KKÍ tæplega 36 milljónir, um 14 milljónum minna en í fyrra, sem er lækkun sem nemur tæplega 30 prósentum. Og miðað við gildandi reglugerð Afrekssjóðs, sem KKÍ hefur lengi kallað eftir breytingum á, mun upphæðin lækka enn meira á næsta ári nema þá að íslenskt landslið komist í lokakeppni stórmóts. Hannes segir stöðuna svo alvarlega að landsliðin verði mögulega lögð niður. „Já, það er staðreynd. Ef að regluverkinu verður ekki breytt hjá ÍSÍ eða ef við komumst ekki inn á HM þá eru töluverðar líkur á að þetta verði síðasti heimaleikurinn í einhvern tíma. Þess vegna þarf að breyta regluverkinu. Ef við komumst á HM þá breytist allt. En þetta er mjög sérstakt, miðað við allan þann árangur sem við höfum náð, að við séum að horfa fram á það í þessari frábæru höll í þessari frábæru umgjörð, að þetta sé hugsanlega síðasti leikurinn,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Óttast að leikurinn í kvöld gæti orðið sá síðasti í bili Ísland þarf að vinna Georgíu á útivelli á sunnudag til að komast á HM, sennilega með fjögurra stiga mun, og í því virðist líflína íslensku landsliðanna felast: „Það má segja að það að komast á HM sé ákveðin líflína til að eiga einhvern möguleika á að fá fjármagn til framtíðar,“ segir Hannes sem heldur í vonina um að reglum Afrekssjóðs verði breytt. „Maður er keppnismaður en maður viðurkennir líka að manni finnst að maður sé að synda á móti straumnum. Manni finnst vont þegar íslensk íþróttayfirvöld skilja ekki hvernig er að taka þátt í því alþjóðlega umhverfi sem körfuboltinn er í. Þá fær maður stundum verk í magann yfir því af hverju maður sé að standa í þessu. En við erum ekkert að gefast upp. Við höldum áfram og ég hef þá trú að ÍSÍ muni breyta sínu regluverki og að við komumst á HM,“ segir Hannes en nánar rætt við hann hér að ofan. Landslið karla í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Hannes skýrði frá því í viðtali við Vísi í byrjun þessa mánaðar að landsliðsstarf KKÍ væri í uppnámi eftir þá ákvörðun framkvæmdastjórnar ÍSÍ og stjórnar Afrekssjóðs að færa KKÍ niður í B-flokk við útdeilingu fjár 2023. Vegna þess fær KKÍ tæplega 36 milljónir, um 14 milljónum minna en í fyrra, sem er lækkun sem nemur tæplega 30 prósentum. Og miðað við gildandi reglugerð Afrekssjóðs, sem KKÍ hefur lengi kallað eftir breytingum á, mun upphæðin lækka enn meira á næsta ári nema þá að íslenskt landslið komist í lokakeppni stórmóts. Hannes segir stöðuna svo alvarlega að landsliðin verði mögulega lögð niður. „Já, það er staðreynd. Ef að regluverkinu verður ekki breytt hjá ÍSÍ eða ef við komumst ekki inn á HM þá eru töluverðar líkur á að þetta verði síðasti heimaleikurinn í einhvern tíma. Þess vegna þarf að breyta regluverkinu. Ef við komumst á HM þá breytist allt. En þetta er mjög sérstakt, miðað við allan þann árangur sem við höfum náð, að við séum að horfa fram á það í þessari frábæru höll í þessari frábæru umgjörð, að þetta sé hugsanlega síðasti leikurinn,“ segir Hannes en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Óttast að leikurinn í kvöld gæti orðið sá síðasti í bili Ísland þarf að vinna Georgíu á útivelli á sunnudag til að komast á HM, sennilega með fjögurra stiga mun, og í því virðist líflína íslensku landsliðanna felast: „Það má segja að það að komast á HM sé ákveðin líflína til að eiga einhvern möguleika á að fá fjármagn til framtíðar,“ segir Hannes sem heldur í vonina um að reglum Afrekssjóðs verði breytt. „Maður er keppnismaður en maður viðurkennir líka að manni finnst að maður sé að synda á móti straumnum. Manni finnst vont þegar íslensk íþróttayfirvöld skilja ekki hvernig er að taka þátt í því alþjóðlega umhverfi sem körfuboltinn er í. Þá fær maður stundum verk í magann yfir því af hverju maður sé að standa í þessu. En við erum ekkert að gefast upp. Við höldum áfram og ég hef þá trú að ÍSÍ muni breyta sínu regluverki og að við komumst á HM,“ segir Hannes en nánar rætt við hann hér að ofan.
Landslið karla í körfubolta Ný þjóðarhöll Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira