Fleiri kvikmyndir úr Miðgarði á leiðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2023 08:37 Úr Hringadróttinssögu. Warner Bros. Framleiðslufyrirtækið Warner Bros. tilkynnti í gær að nýtt efni í kringum Hringadróttinssögu þríleikinn sé á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu-myndanna og kvikmyndanna um Hobbitann gæti leikstýrt sinni sjöundu kvikmynd um Miðgarð. Fyrsta Hringadróttinssögu-kvikmyndin kom út árið 2001 og fylgdu tvær aðrar myndir árin eftir. Myndirnar eru byggðar á samnefndum bókum eftir enska rithöfundinn J. R. R. Tolkien sem komu út árið 1954 og 1955. Myndirnar vægast sagt slógu í gegn. Alls græddu þær þrjá milljarða dollara í miðasölum og hlutu samtals sautján Óskarsverðlaun. Síðasta myndin, Hilmir snýr heim, hlaut ellefu verðlaun á hátíðinni og deilir meti yfir flest verðlaun með Titanic og Ben-Hur. Árin 2012 til 2014 voru síðan gerðar þrjár kvikmyndir um hobbitann Bilbo Baggins og áttu að gerast sextíu árum fyrir Hringadróttinssögu. Í gær tilkynnti David Zaslav, forstjóri Warner Bros. Discovery að búið sé að semja um að framleiða fjölda kvikmynda sem byggðar eru á bókum Tolkien. Enginn kvikmyndagerðarmaður eða leikstjóri hefur verið orðaður við verkefnið en Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu og Hobbita-kvikmyndanna, segist hafa fengið að fylgjast með samningsferlinu. „Við hlökkum til að ræða frekar við þau og heyra þeirra sýn á hvernig verkefnið á að þróast,“ hefur Variety eftir Jackson og Fran Walsh og Philippa Boyens sem framleiddu myndirnar með Jackson. Á síðasta ári framleiddi Amazon þáttaröðina Lord of the Rings: The Rings of Power, og gerist einnig í sama heimi og myndirnar sem byggðar eru á bókum Tolkien. Næsta þáttaröð er talin vera frumsýnd árið 2024. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Fyrsta Hringadróttinssögu-kvikmyndin kom út árið 2001 og fylgdu tvær aðrar myndir árin eftir. Myndirnar eru byggðar á samnefndum bókum eftir enska rithöfundinn J. R. R. Tolkien sem komu út árið 1954 og 1955. Myndirnar vægast sagt slógu í gegn. Alls græddu þær þrjá milljarða dollara í miðasölum og hlutu samtals sautján Óskarsverðlaun. Síðasta myndin, Hilmir snýr heim, hlaut ellefu verðlaun á hátíðinni og deilir meti yfir flest verðlaun með Titanic og Ben-Hur. Árin 2012 til 2014 voru síðan gerðar þrjár kvikmyndir um hobbitann Bilbo Baggins og áttu að gerast sextíu árum fyrir Hringadróttinssögu. Í gær tilkynnti David Zaslav, forstjóri Warner Bros. Discovery að búið sé að semja um að framleiða fjölda kvikmynda sem byggðar eru á bókum Tolkien. Enginn kvikmyndagerðarmaður eða leikstjóri hefur verið orðaður við verkefnið en Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu og Hobbita-kvikmyndanna, segist hafa fengið að fylgjast með samningsferlinu. „Við hlökkum til að ræða frekar við þau og heyra þeirra sýn á hvernig verkefnið á að þróast,“ hefur Variety eftir Jackson og Fran Walsh og Philippa Boyens sem framleiddu myndirnar með Jackson. Á síðasta ári framleiddi Amazon þáttaröðina Lord of the Rings: The Rings of Power, og gerist einnig í sama heimi og myndirnar sem byggðar eru á bókum Tolkien. Næsta þáttaröð er talin vera frumsýnd árið 2024.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira