Snorri Steinn: HSÍ ekkert búið að hringja Kári Mímisson skrifar 24. febrúar 2023 21:05 Snorri Steinn Guðjónsson þurfti að ræða við sitt lið í leik kvöldsins Vísir/Pawel Cieslikiewicz „Ég er rosalega ánægður með stigin tvö ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta er búið að vera erfið vika hjá okkur eins og reyndar margar aðrar í vetur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Vals eftir sigur á ÍR í Olís-deildinni í kvöld. „Þetta var mjög tricky leikur á móti spræku og góðu ÍR liði sem ég ber virðingu fyrir og því sem Bjarni er að gera. Frammistaðan ekkert upp á tíu, mikið um feila og mikið af dauðafærum sem við klikkuðum á. Við gerðum þetta, segi nú ekki mjög spennandi en nálægt því svona fyrir minn smekk en þetta hafðist,“ sagði Snorri Steinn, þjálfari Vals strax eftir leik. En hvað gerist hjá Val í seinni hálfleik? „Við dettum niður hér og þar. Við vildu prófa að fara sjö á sex því mig langaði að æfa það. Ég vildi aðeins reyna að spara kraftana, það gekk ekki upp. Vörnin dettur niður og Bjöggi meiðist aðeins og fer út af og þá dettur markvarslan niður. Við missum marga hluti á sama tíma og þeir ganga á lagið. Þetta eru flottir og sprækir ungir gaurar og úr verður aðeins jafnari leikur en ég hafði óskað mér.“ Valur leikur næst gegn Ystads IF frá Svíþjóð úti. Hvernig er staðan á hópnum fyrir það einvígi? „Bjöggi kveinkaði sér aðeins en ég held að það sé nú ekki alvarlegt. Arnór meiddist hér í dag á fingri eða hendi og við þurfum aðeins að sjá stöðuna á honum. Hann gat ekki haldið áfram. Þetta er búið að vera þétt en það sér fyrir endann á þessu. Við fáum allavega smá break þarna í landsleikjaglugganum. Við förum bara brattir til Svíþjóðar og svo Grótta eftir viku.“ Valur lagði franska liðið PAUC og tryggði sér með því farseðilinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hverjir eru óskamótherjarnir þar? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta séu þessi þrjú lið, Montpellier, Kadetten Schaffhausen eða Göppingen. Þetta eru allt dúndur lið. Montpellier er lið sem ætlar að vinna þetta. Það er svo sem gömul saga og ný fyrir okkur að ef við erum ekki á okkar besta leik þá verðum við í brasi og það verður alveg óháð því hverjum við mætum í 16-liða úrslitum, við þurfum frammistöðu þar.“ Eins og þjóðin veit þá losnaði staða landsliðsþjálfara í vikunni og Snorri einn af þeim sem hefur verið nefndur til að taka við liðinu. Það er því ekki annað hægt en að spyrja hann hvort að HSÍ hafi hringt í vikunni. „Nei, þeir eru ekkert búnir að hringja.“ Olís-deild karla Valur ÍR Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
„Þetta var mjög tricky leikur á móti spræku og góðu ÍR liði sem ég ber virðingu fyrir og því sem Bjarni er að gera. Frammistaðan ekkert upp á tíu, mikið um feila og mikið af dauðafærum sem við klikkuðum á. Við gerðum þetta, segi nú ekki mjög spennandi en nálægt því svona fyrir minn smekk en þetta hafðist,“ sagði Snorri Steinn, þjálfari Vals strax eftir leik. En hvað gerist hjá Val í seinni hálfleik? „Við dettum niður hér og þar. Við vildu prófa að fara sjö á sex því mig langaði að æfa það. Ég vildi aðeins reyna að spara kraftana, það gekk ekki upp. Vörnin dettur niður og Bjöggi meiðist aðeins og fer út af og þá dettur markvarslan niður. Við missum marga hluti á sama tíma og þeir ganga á lagið. Þetta eru flottir og sprækir ungir gaurar og úr verður aðeins jafnari leikur en ég hafði óskað mér.“ Valur leikur næst gegn Ystads IF frá Svíþjóð úti. Hvernig er staðan á hópnum fyrir það einvígi? „Bjöggi kveinkaði sér aðeins en ég held að það sé nú ekki alvarlegt. Arnór meiddist hér í dag á fingri eða hendi og við þurfum aðeins að sjá stöðuna á honum. Hann gat ekki haldið áfram. Þetta er búið að vera þétt en það sér fyrir endann á þessu. Við fáum allavega smá break þarna í landsleikjaglugganum. Við förum bara brattir til Svíþjóðar og svo Grótta eftir viku.“ Valur lagði franska liðið PAUC og tryggði sér með því farseðilinn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hverjir eru óskamótherjarnir þar? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta séu þessi þrjú lið, Montpellier, Kadetten Schaffhausen eða Göppingen. Þetta eru allt dúndur lið. Montpellier er lið sem ætlar að vinna þetta. Það er svo sem gömul saga og ný fyrir okkur að ef við erum ekki á okkar besta leik þá verðum við í brasi og það verður alveg óháð því hverjum við mætum í 16-liða úrslitum, við þurfum frammistöðu þar.“ Eins og þjóðin veit þá losnaði staða landsliðsþjálfara í vikunni og Snorri einn af þeim sem hefur verið nefndur til að taka við liðinu. Það er því ekki annað hægt en að spyrja hann hvort að HSÍ hafi hringt í vikunni. „Nei, þeir eru ekkert búnir að hringja.“
Olís-deild karla Valur ÍR Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita