Óraunhæft að Reykjavíkurborg leysi ein úr vandanum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 12:18 Neyðarskýlin í Reykjavík fyrir heimilislausa eru jafnan yfirfull og sérfræðingur í skaðaminnkun segir brýna þörf á fleiri langtímabúsetuúrræðum eigi fólk ekki að festast þar. Vísir/Arnar Það er óraunhæft að leggja þá kröfu á Reykjavíkurborg að halda nánast ein úti þjónustu við heimilislausa, segir sérfræðingur í skaðaminnkun. Yfirfull neyðarskýli sýni fram á brýna þörf á fleiri búsetuúrræðum og ríkið þurfi að koma að borðinu til þess að bæta stöðuna. Samhliða aukinni ásókn í neyðarskýli borgarinnar og meiri þjónustu við heimilislausa hefur kostnaður Reykjavíkurborgar vaxið umtalsvert og nam um einum og hálfum milljarði á síðasta ári - ef áfangaheimili og húsnæði fyrir tvígreindar konur eru meðtalin. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragnheiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún segir ljóst að málaflokkurinn sé að þyngjast og að fjölbreyttari hópur að verða heimilislaus vegna erfiðarar stöðu á húsnæðimarkaði. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir.vísir/Egill „Það er gríðarlega mikil nýting í neyðarskýlum hér á landi. Þess vegna þarf að skoða það fyrir alvöru að setja fleiri langtímabúsetuúrræði á laggirnar,“ segir Svala. Skortur á þeim hafi þær afleiðingar að fólk sé að ílengjast í neyðarskýlum. Í Kompás á dögunum var til dæmis rætt við Maríönnu sem hefur litið á Konukot sem heimili sitt um eitt ár og dæmi eru um að fólk hafi dvalið þar mun lengur. En til þess að hægt sé að koma á fót fleiri slíkum úrræðum fyrir þennan hóp þurfi aðrir að koma að borðinu. Í dag standi Reykjavíkurborg nánast ein undir þjónustunni. „Í flestum löndum í heiminum tekur ríkið þátt í þessum málaflokki. Eins og í Danmörku greiðir ríkið fimmtíu prósent af kostnaði við húsnæði fyrst úrræðið og borgin fimmtíu prósent,“ segir Svala. Slíkt módel sé fyrir hendi í mörgum löndum. „Það er í raun óraunhæft að leggja þá kröfu á borgina að þau eigi að vera þau einu sem eru að fjármagna og sinna þessum málaflokki. Það þurfa margir að koma að borðinu, hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið - ef við ætlum að leysa þennan vanda og þessa gríðarlega miklu aðsókn í neyðarskýlin,“ segir Svala. Málefni heimilislausra Kompás Fíkn Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Samhliða aukinni ásókn í neyðarskýli borgarinnar og meiri þjónustu við heimilislausa hefur kostnaður Reykjavíkurborgar vaxið umtalsvert og nam um einum og hálfum milljarði á síðasta ári - ef áfangaheimili og húsnæði fyrir tvígreindar konur eru meðtalin. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir hefur í fjölda ára sinnt heimilislausu fólki. Hefur meðal annars stýrt Konukoti og Frú Ragnheiði og er nú sérfræðingur í skaðaminnkun hjá samtökunum Matthildi. Hún segir ljóst að málaflokkurinn sé að þyngjast og að fjölbreyttari hópur að verða heimilislaus vegna erfiðarar stöðu á húsnæðimarkaði. Svala Jóhannesar Ragnheiðardóttir.vísir/Egill „Það er gríðarlega mikil nýting í neyðarskýlum hér á landi. Þess vegna þarf að skoða það fyrir alvöru að setja fleiri langtímabúsetuúrræði á laggirnar,“ segir Svala. Skortur á þeim hafi þær afleiðingar að fólk sé að ílengjast í neyðarskýlum. Í Kompás á dögunum var til dæmis rætt við Maríönnu sem hefur litið á Konukot sem heimili sitt um eitt ár og dæmi eru um að fólk hafi dvalið þar mun lengur. En til þess að hægt sé að koma á fót fleiri slíkum úrræðum fyrir þennan hóp þurfi aðrir að koma að borðinu. Í dag standi Reykjavíkurborg nánast ein undir þjónustunni. „Í flestum löndum í heiminum tekur ríkið þátt í þessum málaflokki. Eins og í Danmörku greiðir ríkið fimmtíu prósent af kostnaði við húsnæði fyrst úrræðið og borgin fimmtíu prósent,“ segir Svala. Slíkt módel sé fyrir hendi í mörgum löndum. „Það er í raun óraunhæft að leggja þá kröfu á borgina að þau eigi að vera þau einu sem eru að fjármagna og sinna þessum málaflokki. Það þurfa margir að koma að borðinu, hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið - ef við ætlum að leysa þennan vanda og þessa gríðarlega miklu aðsókn í neyðarskýlin,“ segir Svala.
Málefni heimilislausra Kompás Fíkn Reykjavík Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hefur áhyggjur af arftaka sínum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira