Upphefð eða bjarnargreiði? Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 2. mars 2023 13:30 Á dögunum fjallaði bæjarráð um útnefningu og launakjör bæjarlistamanns Akureyrar, en hefð er fyrir því á sumardaginn fyrsta að tilnefna einstakling úr röðum listafólks. Er það jafnan tilhlökkunarefni og viðurkenning á starfi viðkomandi, en einnig hluti af framlagi Akureyrarbæjar sem stuðlar að góðum starfsskilyrðum listafólks. Óþarfi er að tíunda hér öll þau margfeldisáhrif sem það framlag styður við, nefni hér örfá dæmi á borð við vinnu listafólks á sviði myndlistar, tónlistar, leiklistar, ritlistar og svo framvegis. Þessir sömu einstaklingar mynda svo grundvöll fyrir öflugt Listasafn, kröftugt Leikfélag, Tónlistarskóla og flóru safna og ritlistafólks. Menningin er afl og frumþörf sem alla varðar, jafnt íbúa sem gesti, en mikill fjöldi fólks kemur til Akureyrar ekki síst vegna menningar og listalífs. Nú er það hins vegar svo að starfslaun bæjarlistamanns Akureyrar eru langt frá þróun almennra launakjara, þau hafa í raun staðið í stað frá 2018. Jafnframt er gerð krafa um að viðkomandi sinni ekki meira en 50% starfi meðfram því að vera bæjarlistamaður. Það er því nokkuð augljóst að sá sem hlýtur nafnbótina mun að öllum líkindum lækka í launum. Það er ekki beinlínis hvetjandi fyrir hinn útnefnda að sinna listsköpun og uppfylla þau skilyrði um framlegð sem Akureyrarbær gerir til viðkomandi listamanns.Að loknum starfstíma bæjarlistamanns er gert ráð fyrir því að viðkomandi birti afrakstur vinnu sinnar á opinberum vettvangi í nafni Akureyrarbæjar. Á fundi bæjarráðs var því lögð fram tillaga minnihlutans þess efnis að hækka beri starfslaunin þannig að þau fylgi eðlilegri launaþróun, sú tillaga var fellld af meirihlutanum og í kjölfarið lagt til að málið verði skoðað af fulltrúa menningarmála og bæjarstjóra. Hér er um grundvallar réttlætismál að ræða fyrir starfsumhverfi listafólks á Akureyri og það er mjög miður að meirihluti bæjarráðs sýni þessu ekki meiri skilning en hér opinberast. Það fer ekki saman hljóð og mynd þegar opinberlega er rætt um mikilvægi menningar fyrir Akureyri og nágrenni, en skapa svo miður vænleg skilyrði fyrir þau sem raunverulega skapa þann auð sem menningin birtir okkur. Án vinnu listafólks væri engin menning og fyrir þá vinnu ætti Akureyrarbær að greiða laun sem eru sambærileg eðlilegum launakjörum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og M.A. í menningarstjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Samfylkingin Menning Listamannalaun Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu á Íslandi Lilja Alfreðsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum fjallaði bæjarráð um útnefningu og launakjör bæjarlistamanns Akureyrar, en hefð er fyrir því á sumardaginn fyrsta að tilnefna einstakling úr röðum listafólks. Er það jafnan tilhlökkunarefni og viðurkenning á starfi viðkomandi, en einnig hluti af framlagi Akureyrarbæjar sem stuðlar að góðum starfsskilyrðum listafólks. Óþarfi er að tíunda hér öll þau margfeldisáhrif sem það framlag styður við, nefni hér örfá dæmi á borð við vinnu listafólks á sviði myndlistar, tónlistar, leiklistar, ritlistar og svo framvegis. Þessir sömu einstaklingar mynda svo grundvöll fyrir öflugt Listasafn, kröftugt Leikfélag, Tónlistarskóla og flóru safna og ritlistafólks. Menningin er afl og frumþörf sem alla varðar, jafnt íbúa sem gesti, en mikill fjöldi fólks kemur til Akureyrar ekki síst vegna menningar og listalífs. Nú er það hins vegar svo að starfslaun bæjarlistamanns Akureyrar eru langt frá þróun almennra launakjara, þau hafa í raun staðið í stað frá 2018. Jafnframt er gerð krafa um að viðkomandi sinni ekki meira en 50% starfi meðfram því að vera bæjarlistamaður. Það er því nokkuð augljóst að sá sem hlýtur nafnbótina mun að öllum líkindum lækka í launum. Það er ekki beinlínis hvetjandi fyrir hinn útnefnda að sinna listsköpun og uppfylla þau skilyrði um framlegð sem Akureyrarbær gerir til viðkomandi listamanns.Að loknum starfstíma bæjarlistamanns er gert ráð fyrir því að viðkomandi birti afrakstur vinnu sinnar á opinberum vettvangi í nafni Akureyrarbæjar. Á fundi bæjarráðs var því lögð fram tillaga minnihlutans þess efnis að hækka beri starfslaunin þannig að þau fylgi eðlilegri launaþróun, sú tillaga var fellld af meirihlutanum og í kjölfarið lagt til að málið verði skoðað af fulltrúa menningarmála og bæjarstjóra. Hér er um grundvallar réttlætismál að ræða fyrir starfsumhverfi listafólks á Akureyri og það er mjög miður að meirihluti bæjarráðs sýni þessu ekki meiri skilning en hér opinberast. Það fer ekki saman hljóð og mynd þegar opinberlega er rætt um mikilvægi menningar fyrir Akureyri og nágrenni, en skapa svo miður vænleg skilyrði fyrir þau sem raunverulega skapa þann auð sem menningin birtir okkur. Án vinnu listafólks væri engin menning og fyrir þá vinnu ætti Akureyrarbær að greiða laun sem eru sambærileg eðlilegum launakjörum. Höfundur er varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri og M.A. í menningarstjórnun.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun