Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2023 18:57 Sergey Lavrov og Antony Blinken áttu örstuttan tvíhliða fund á Indlandi í dag þar sem Blinken ítrekaði að Bandaríkin muni styðja Úkraínu í vörnum þeirra gegn grimmilegri innrás Rússa allt til enda. AP/Manish Swarup Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. Utanríkisráðherrar 20 helstu iðnríkja heims funduðu í Nýju Delí á Indlandi í dag þar sem innrás Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu óvænt einir í um tíu mínútur, sem var þeirra fyrsti fundur frá innrás Rússa í febrúar í fyrra. Skilaboðin Blinkens til Rússa voru einföld og skýr. Mikilvæg málefni eins og glíman við loftslagsbreytingarnar féllu í skuggan fyrir innrás Rússa í úkraínu á G20 fundinum í dag.AP/Olivier Douliery „Stöðvið þetta árásarstríð og gefið ykkur í raunverulegan erindrekstur sem getur leitt til sanngjarns og varanlegs friðar," voru einföld skilaboð Blinken til Lavrovs. Forseti Úkraínu hefði lagt fram tíu punkta áætlun um hvernig mætti koma á friði. Bandaríkin styddu Úkraínu á þeirri braut og varnir þeirra gegn innrásinni. „Putin forseti hefur ekki sýnt nokkurn áhuga á friðarviðræðum við Úkraínu. Hefur sagt að það væri ekkert um að tala við Úkraínu fyrr en Úkraína - og ég hef beint eftir honum 'hefur sætt sig við raunveruleika nýrra yfirráðasvæða' á sama tíma og hann hefur haldið áfram villimensku sinni í Úkraínu," sagði Blinken á fréttamannafundi. Sergey Lavrov hélt hins vegar áfram þeim málflutingi Putins að ekki þyrfti að semja við Úkraínu heldur Bandaríkin um örlög Úkraínu. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir Rússa hafa margítrekað vilja sinn til að semja við Bandaríkin um málefni Úkraínu.AP/utanríkisþjónusta Rússlands „Við öfum marg sinnis lýst því yfir opinberlega að við höfum aldrei hafnað alvarlegum tillögum sem byggja á einlægri þrá um að komast að pólitískri ákvörðun,“ sagði Lavrov. Hann ræki ekki minni til þess að Bandaríkin og bandamenn þeirra hefðu hvatt Úkraínumenn til friðarviðræðna. „Sennilega, og þar liggur sannleikurinn, vegna þess að þrýst er á Úkraínu að halda stríðinu áfram,“ sagði Lavrov." Þannig héldu Vesturlönd áfram nýlendustefnu sinni. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. 2. mars 2023 14:05 G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Utanríkisráðherrar 20 helstu iðnríkja heims funduðu í Nýju Delí á Indlandi í dag þar sem innrás Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu óvænt einir í um tíu mínútur, sem var þeirra fyrsti fundur frá innrás Rússa í febrúar í fyrra. Skilaboðin Blinkens til Rússa voru einföld og skýr. Mikilvæg málefni eins og glíman við loftslagsbreytingarnar féllu í skuggan fyrir innrás Rússa í úkraínu á G20 fundinum í dag.AP/Olivier Douliery „Stöðvið þetta árásarstríð og gefið ykkur í raunverulegan erindrekstur sem getur leitt til sanngjarns og varanlegs friðar," voru einföld skilaboð Blinken til Lavrovs. Forseti Úkraínu hefði lagt fram tíu punkta áætlun um hvernig mætti koma á friði. Bandaríkin styddu Úkraínu á þeirri braut og varnir þeirra gegn innrásinni. „Putin forseti hefur ekki sýnt nokkurn áhuga á friðarviðræðum við Úkraínu. Hefur sagt að það væri ekkert um að tala við Úkraínu fyrr en Úkraína - og ég hef beint eftir honum 'hefur sætt sig við raunveruleika nýrra yfirráðasvæða' á sama tíma og hann hefur haldið áfram villimensku sinni í Úkraínu," sagði Blinken á fréttamannafundi. Sergey Lavrov hélt hins vegar áfram þeim málflutingi Putins að ekki þyrfti að semja við Úkraínu heldur Bandaríkin um örlög Úkraínu. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir Rússa hafa margítrekað vilja sinn til að semja við Bandaríkin um málefni Úkraínu.AP/utanríkisþjónusta Rússlands „Við öfum marg sinnis lýst því yfir opinberlega að við höfum aldrei hafnað alvarlegum tillögum sem byggja á einlægri þrá um að komast að pólitískri ákvörðun,“ sagði Lavrov. Hann ræki ekki minni til þess að Bandaríkin og bandamenn þeirra hefðu hvatt Úkraínumenn til friðarviðræðna. „Sennilega, og þar liggur sannleikurinn, vegna þess að þrýst er á Úkraínu að halda stríðinu áfram,“ sagði Lavrov." Þannig héldu Vesturlönd áfram nýlendustefnu sinni.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. 2. mars 2023 14:05 G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Sjá meira
Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47
Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. 2. mars 2023 14:05
G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36