Smáhýsi í garðinum mínum! Rannveig Ernudóttir skrifar 3. mars 2023 07:31 Kæru íbúar í Laugardal Nú er búið að koma fyrir Húsnæði fyrst (e. Housing first) húsum í útjaðri hverfisins og munu þau fyrr en síðar verða heimili fólks sem bíður óþreyjufullt eftir að fá þak yfir höfuðið. Vonin er sú að þessi nýju heimili komi samfélaginu öllu til góða með því að útvega öruggt húsnæði fyrir þau sem eru í neyð. Skiljanlegt er að sum gætu haft áhyggjur af staðsetningu húsanna og hugsanlegum áhrifum þeirra á öryggi samfélagsins sem og nýtingu landrýmisins. Staðsetning þeirra hefur hins vegar verið ígrunduð bæði útfrá öryggi og velferð allra. Þá eru húsin víkjandi í deiliskipulagi svæðisins. Fyrir þau sem kannast ekki við Húsnæði fyrst líkanið, eruð þið hvött til að kynna ykkur það og hugsanlega kosti þess. Húsnæði fyrst er skaðaminnkandi nálgun sem hefur reynst vel í að draga úr heimilisleysi og bæta heilsu einstaklinga með flóknar geðheilbrigðis- og fíkniraskanir. Gera má ráð fyrir að viðbótheimilanna í hverfinu muni aukafjölbreytileika og stuðla að velferð íbúanna. Almennt viljum við öll bjóða nýja nágranna velkomna í kringum okkur, með von um að þeim líði vel í samfélaginu og að íbúar hverfisins viðhafi inngildandi nálgun og hugarfar. Eins og alltaf skiptir máli að tryggja öryggi og vellíðan allra íbúa. Að styðja einstaklinga með margvíslegar geð- og fíkniraskanir sem búa í Húsnæði fyrst húsum krefst margþættrar nálgunar. Hér eru nokkrar leiðir til að styðja þau: Aðgangur að heilbrigðisþjónustu: Einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir þurfa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu eins og læknis-, geðheilbrigðis- og fíknimeðferð, t.d. nálaskiptiþjónustu og umönnun sára. Málastjórnun: Gagnlegt er að hafa málastjóra eða félagsráðgjafa til að aðstoða íbúa við daglegar þarfir eins og aðgang að félagsþjónustu, komast í virkni, vinnu, mynda aftur tengsl, stuðla að aukinni heilsu og ná tökum fjármálum. Jafningjastuðningur: Jafningjastuðningur frá einstaklingum með svipaða reynslu getur veitt dýrmæta innsýn og stuðning fyrir þau sem eru með flókar geð- og fíkniraskanir. Þátttaka í samfélaginu: Að hvetja íbúa til að taka þátt í viðburðum og athöfnum samfélagsins. Slík hvatning hjálpar þeim að aðlagast og skapar félagsleg tengsl svo þau finni að þau tilheyri samfélaginu. Nágrannafræðsla: Að veita nágrönnum fræðslu og þjálfun um geð- og fíkniraskanir getur hjálpað til við að draga úr fordómum og aukið skilning á þeim áskorunum sem einstaklingarnir standa frammi fyrir. Öryggisráðstafanir: Að innleiða öryggisráðstafanir, eins og öryggisverði sem geta komið og aðstoðað íbúa húsanna, getur hjálpað til við að tryggja öryggi íbúa og nágranna. Rannsóknir hafa sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir eins og Húsnæði fyrst, bæta öryggi allra íbúa samfélagsins. Með því að útvega öruggt og stöðugt húsnæði eru einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir ólíklegri til að taka þátt í áhættuhegðun, eins og ýmis konar glæpastarfsemi, sem getur stofnað þeim sjálfum og öðrum í hættu. Ennfremur getur aðgengi að heilsugæslu og stoðþjónustu hjálpað einstaklingnum að ná tökum á geð- og fíkniröskun sinni og minnkað líkurnar á aðstæðum sem gætu valdið þeim eða öðrum skaða. Með því að efla samfélagsþátttöku og jafningjastuðning geta einstaklingar byggt upp félagsleg tengsl og öðlast tilfinningu um að tilheyra. Sem getur leitt til öruggara og styðjandi samfélags fyrir öll. Lykilatriði er að gefa fólki aftur færi á að vera hluti af samfélaginu, en ekki að þau séu ein og útskúfuð. Þó að það séu skiptar skoðanir á því hvernig, hvar og hvenær eigi að veita aðstoð og stuðning til þeirra sem þurfa á skaðaminnkandi aðstoð að halda, þá virðast flest vera sammála um að refsistefna og aðgerðarleysi virkar ekki. Því er löngu tímabært að nálgast þessa íbúa samfélagsins á annan og mannúðlegri hátt. Höfum í huga að það verða áfram ýmsar áskoranir. Öll þurfa í sameiningu að vera vakandi yfir þvíað bregðast við þeim vanköntum þjónustunnarog öryggisráðstöfunum fyrir fólkið sem um ræðir, öðruvísi verður þjónustan ekki betri. Þrátt fyrir mismunandi skoðanir er vonin sú að nú þegar húsin eru komin, geti öll verið sammála um og stefnt að jákvæðri sambúð og velferð nýrra nágranna. Þau fái faglega og styðjandi þjónustu svo þau eigi aftur möguleika á að vera hluti af samfélaginu. Þannig skapast öruggara og styðjandi samfélag fyrir öll. Höfundur er forman íbúaráðs Laugardals og var fulltrúi í stýrihóp um endurskoðun aðgerðaráætlunar í stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rannveig Ernudóttir Reykjavík Málefni heimilislausra Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Kæru íbúar í Laugardal Nú er búið að koma fyrir Húsnæði fyrst (e. Housing first) húsum í útjaðri hverfisins og munu þau fyrr en síðar verða heimili fólks sem bíður óþreyjufullt eftir að fá þak yfir höfuðið. Vonin er sú að þessi nýju heimili komi samfélaginu öllu til góða með því að útvega öruggt húsnæði fyrir þau sem eru í neyð. Skiljanlegt er að sum gætu haft áhyggjur af staðsetningu húsanna og hugsanlegum áhrifum þeirra á öryggi samfélagsins sem og nýtingu landrýmisins. Staðsetning þeirra hefur hins vegar verið ígrunduð bæði útfrá öryggi og velferð allra. Þá eru húsin víkjandi í deiliskipulagi svæðisins. Fyrir þau sem kannast ekki við Húsnæði fyrst líkanið, eruð þið hvött til að kynna ykkur það og hugsanlega kosti þess. Húsnæði fyrst er skaðaminnkandi nálgun sem hefur reynst vel í að draga úr heimilisleysi og bæta heilsu einstaklinga með flóknar geðheilbrigðis- og fíkniraskanir. Gera má ráð fyrir að viðbótheimilanna í hverfinu muni aukafjölbreytileika og stuðla að velferð íbúanna. Almennt viljum við öll bjóða nýja nágranna velkomna í kringum okkur, með von um að þeim líði vel í samfélaginu og að íbúar hverfisins viðhafi inngildandi nálgun og hugarfar. Eins og alltaf skiptir máli að tryggja öryggi og vellíðan allra íbúa. Að styðja einstaklinga með margvíslegar geð- og fíkniraskanir sem búa í Húsnæði fyrst húsum krefst margþættrar nálgunar. Hér eru nokkrar leiðir til að styðja þau: Aðgangur að heilbrigðisþjónustu: Einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir þurfa aðgang að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu eins og læknis-, geðheilbrigðis- og fíknimeðferð, t.d. nálaskiptiþjónustu og umönnun sára. Málastjórnun: Gagnlegt er að hafa málastjóra eða félagsráðgjafa til að aðstoða íbúa við daglegar þarfir eins og aðgang að félagsþjónustu, komast í virkni, vinnu, mynda aftur tengsl, stuðla að aukinni heilsu og ná tökum fjármálum. Jafningjastuðningur: Jafningjastuðningur frá einstaklingum með svipaða reynslu getur veitt dýrmæta innsýn og stuðning fyrir þau sem eru með flókar geð- og fíkniraskanir. Þátttaka í samfélaginu: Að hvetja íbúa til að taka þátt í viðburðum og athöfnum samfélagsins. Slík hvatning hjálpar þeim að aðlagast og skapar félagsleg tengsl svo þau finni að þau tilheyri samfélaginu. Nágrannafræðsla: Að veita nágrönnum fræðslu og þjálfun um geð- og fíkniraskanir getur hjálpað til við að draga úr fordómum og aukið skilning á þeim áskorunum sem einstaklingarnir standa frammi fyrir. Öryggisráðstafanir: Að innleiða öryggisráðstafanir, eins og öryggisverði sem geta komið og aðstoðað íbúa húsanna, getur hjálpað til við að tryggja öryggi íbúa og nágranna. Rannsóknir hafa sýnt að skaðaminnkandi aðgerðir eins og Húsnæði fyrst, bæta öryggi allra íbúa samfélagsins. Með því að útvega öruggt og stöðugt húsnæði eru einstaklingar með flóknar geð- og fíkniraskanir ólíklegri til að taka þátt í áhættuhegðun, eins og ýmis konar glæpastarfsemi, sem getur stofnað þeim sjálfum og öðrum í hættu. Ennfremur getur aðgengi að heilsugæslu og stoðþjónustu hjálpað einstaklingnum að ná tökum á geð- og fíkniröskun sinni og minnkað líkurnar á aðstæðum sem gætu valdið þeim eða öðrum skaða. Með því að efla samfélagsþátttöku og jafningjastuðning geta einstaklingar byggt upp félagsleg tengsl og öðlast tilfinningu um að tilheyra. Sem getur leitt til öruggara og styðjandi samfélags fyrir öll. Lykilatriði er að gefa fólki aftur færi á að vera hluti af samfélaginu, en ekki að þau séu ein og útskúfuð. Þó að það séu skiptar skoðanir á því hvernig, hvar og hvenær eigi að veita aðstoð og stuðning til þeirra sem þurfa á skaðaminnkandi aðstoð að halda, þá virðast flest vera sammála um að refsistefna og aðgerðarleysi virkar ekki. Því er löngu tímabært að nálgast þessa íbúa samfélagsins á annan og mannúðlegri hátt. Höfum í huga að það verða áfram ýmsar áskoranir. Öll þurfa í sameiningu að vera vakandi yfir þvíað bregðast við þeim vanköntum þjónustunnarog öryggisráðstöfunum fyrir fólkið sem um ræðir, öðruvísi verður þjónustan ekki betri. Þrátt fyrir mismunandi skoðanir er vonin sú að nú þegar húsin eru komin, geti öll verið sammála um og stefnt að jákvæðri sambúð og velferð nýrra nágranna. Þau fái faglega og styðjandi þjónustu svo þau eigi aftur möguleika á að vera hluti af samfélaginu. Þannig skapast öruggara og styðjandi samfélag fyrir öll. Höfundur er forman íbúaráðs Laugardals og var fulltrúi í stýrihóp um endurskoðun aðgerðaráætlunar í stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar