Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2023 12:46 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri. Tillaga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að leggja niður starfsemi Borgarskjalasafns í núverandi mynd og flytja stærstan hluta verkefna þess til Þjóðskjalasafns Íslands - var samþykkt á borgarráðsfundi í gær. Borgarstjóri vísar til ítarlegrar skýrslu sem unnin var um reksturinn, þar sem reiknað er út að sex milljarðar gætu sparast með kostinum sem valinn var. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir vinnubrögð að baki tillögunni hins vegar algjörlega óverjandi og vísar til þess að fyrst hafi leynd átt að hvíla yfir tillögunni. Þá séu gögn sem borgarstjóri lagði fram óvönduð. „Skýrslan er þannig gerð að sá kostur sem borgarstjóri leggur til, það er látið líta út fyrir að þar sé um gríðarlegan sparnað að ræða en ekki í hinum tilvikunum, þeir eru reiknaðir upp, hinir kostirnir. Og það er auðvitað ekki hægt að taka þátt í svona leiðangri þegar vinnan er jafn flaustursleg og óvönduð og raun ber vitni,“ segir Kjartan. Vilja skoða málið betur Sjálfstæðismenn í borginni hafa verið einir helstu talsmenn niðurskurðarhnífsins síðustu misseri. Inntur eftir því hvort að sparnaðaraðgerðir sem þessar ættu ekki einmitt að leggjast vel í hann segir Kjartan svo ekki vera í þessu tilfelli. En hvað viljið þið þá að verði gert? „Okkur finnst sjálfsagt að skoða málið, fara yfir þessa kosti, gefa hagsmunaaðilum í málinu kost á að fara yfir það og skila vönduðum umsögnum, ekki umsögnum sem eru gerðar á nokkrum dögum.“ Þá vísar Kjartan til þess þegar Borgarskjalasafn gerði athugasemdir við gagnavörslu borgarinnar í Braggamálinu svokallaða. „Það verður ekki hjá því komist að rifja upp þessi samskipti nú þegar borgarstjóri fer í þennan leiðangur gegn safninu. Og mér finnst líklegast að þarna sé um hefndarleiðangur að ræða.“ Ekki náðist í borgarstjóra fyrir hádegisfréttir en hann sagði í vikunni að vandað hefði verið til verka í hverju skrefi - og verði áfram. Tillagan verður endanlega afgreidd í borgarstjórn í næstu viku. Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Borgarstjórn Tengdar fréttir „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
Tillaga Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að leggja niður starfsemi Borgarskjalasafns í núverandi mynd og flytja stærstan hluta verkefna þess til Þjóðskjalasafns Íslands - var samþykkt á borgarráðsfundi í gær. Borgarstjóri vísar til ítarlegrar skýrslu sem unnin var um reksturinn, þar sem reiknað er út að sex milljarðar gætu sparast með kostinum sem valinn var. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir vinnubrögð að baki tillögunni hins vegar algjörlega óverjandi og vísar til þess að fyrst hafi leynd átt að hvíla yfir tillögunni. Þá séu gögn sem borgarstjóri lagði fram óvönduð. „Skýrslan er þannig gerð að sá kostur sem borgarstjóri leggur til, það er látið líta út fyrir að þar sé um gríðarlegan sparnað að ræða en ekki í hinum tilvikunum, þeir eru reiknaðir upp, hinir kostirnir. Og það er auðvitað ekki hægt að taka þátt í svona leiðangri þegar vinnan er jafn flaustursleg og óvönduð og raun ber vitni,“ segir Kjartan. Vilja skoða málið betur Sjálfstæðismenn í borginni hafa verið einir helstu talsmenn niðurskurðarhnífsins síðustu misseri. Inntur eftir því hvort að sparnaðaraðgerðir sem þessar ættu ekki einmitt að leggjast vel í hann segir Kjartan svo ekki vera í þessu tilfelli. En hvað viljið þið þá að verði gert? „Okkur finnst sjálfsagt að skoða málið, fara yfir þessa kosti, gefa hagsmunaaðilum í málinu kost á að fara yfir það og skila vönduðum umsögnum, ekki umsögnum sem eru gerðar á nokkrum dögum.“ Þá vísar Kjartan til þess þegar Borgarskjalasafn gerði athugasemdir við gagnavörslu borgarinnar í Braggamálinu svokallaða. „Það verður ekki hjá því komist að rifja upp þessi samskipti nú þegar borgarstjóri fer í þennan leiðangur gegn safninu. Og mér finnst líklegast að þarna sé um hefndarleiðangur að ræða.“ Ekki náðist í borgarstjóra fyrir hádegisfréttir en hann sagði í vikunni að vandað hefði verið til verka í hverju skrefi - og verði áfram. Tillagan verður endanlega afgreidd í borgarstjórn í næstu viku.
Reykjavík Söfn Lokun Borgarskjalasafns Borgarstjórn Tengdar fréttir „Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11 Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00 Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Sjá meira
„Galið og algert óráð“ að loka Borgarskjalasafni Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir að það sé algert óráð og galið að loka Borgarskjalasafni. Það sé ýmislegt sem vanti upp á til að hægt sé að taka jafn afdrifaríka ákvörðun og þessa. Þá gæti hún haft í för með sér óafturkræfar afleiðingar og valdið miklum skaða. 2. mars 2023 16:11
Verður opið hjá ykkur á föstudaginn? Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hefur lagt fram tillögu í borgarráði um að Borgarskjalasafn Reykjavíkur verði lagt niður í núverandi mynd og mun borgarráð afgreiða hana fimmtudaginn 2. mars. 2. mars 2023 07:00
Sagnfræðingar ósáttir við mögulega lokun Borgarskjalasafnsins Sagnfræðingar eru ósáttir við að mögulega verði Borgarskjalasafnið lagt niður í núverandi mynd og segja meinlegt að þetta sé gert án samráðs við borgarskjalavörð eða aðra fagmenn. Ekki megi draga úr getu til varðveislu og miðlunar sögunnar og „ekki síst á tímum upplýsingaóreiðu og falsfrétta“. 18. febrúar 2023 19:32