Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2023 06:55 Daglegar reykingar eru algengastar hjá konum og körlum sem eru 55 ára og eldri. Getty Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni Landlæknisembættisins þar sem fjallað er um áfengis- og tóbaksnotkun. Upplýsingarnar byggja á rúmlega 10.000 svörum við könnun sem Gallup vann fyrir embættið. Áðurnefnd hlutföll þýða að um 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur hafi verið með skaðlegt neyslumynstur áfengis árið 2022 en þetta er aukning frá fyrra ári þegar hlutföllin voru 25 prósent meðal karla og 20 prósent meðal kvenna. Áhættudrykkja er metin út frá svörum við þremur spurningum og áhættustig reiknuð út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju. Í Talnabrunninum segir að árið 2018 hafi hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis verið mun hærra en árin 2020 og 2022. Samkomutakmarkanir skýri samdráttinn að einhverju marki en eftir afléttingu þeirra virðist áhættudrykkja hafa aukist aftur. Um 68 prósent karla og 38 prósent kvenna urðu ölvuð einu sinni í mánuði árið 2022 og um 14 prósent svarenda sögðust verða ölvaðir einu sinni í viku eða oftar. Í Gallup könnuninni var einnig spurt um reykingar en í ljós kom að árið 2022 reyktu 9 prósent fullorðinna sígarettur. 6,2 prósent sögðust reykja daglega og 2,8 sjaldnar en daglega. „Til samanburðar reyktu 10,1% árið 2021, 7,2% daglega og 2,9% sjaldnar en daglega. Sá samdráttur milli 2021 og 2022 samsvarar því að um það bil tvö þúsund fullorðnir hafi hætt að reykja á síðastliðnu ári,“ segir í Talnabrunninum. Reykingar eru mun algengari í eldri aldurshópum en notkun á rafrettum jókst töluvert milli ára í yngri aldurshópum og er dagleg notkun meðal 18 til 34 ára um 14 prósent. Þá vekur athygli að verulega hefur dregið úr notkun á tóbaki í vör meðal fullorðinna en 1,3 prósent sögðust taka daglega í vörina árið 2022, samanborið við 5 prósent árið 2020. Notkun nikótínpúða hefur hins vegar aukist úr 10,1 prósent í 12,9 prósent. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni Landlæknisembættisins þar sem fjallað er um áfengis- og tóbaksnotkun. Upplýsingarnar byggja á rúmlega 10.000 svörum við könnun sem Gallup vann fyrir embættið. Áðurnefnd hlutföll þýða að um 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur hafi verið með skaðlegt neyslumynstur áfengis árið 2022 en þetta er aukning frá fyrra ári þegar hlutföllin voru 25 prósent meðal karla og 20 prósent meðal kvenna. Áhættudrykkja er metin út frá svörum við þremur spurningum og áhættustig reiknuð út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju. Í Talnabrunninum segir að árið 2018 hafi hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis verið mun hærra en árin 2020 og 2022. Samkomutakmarkanir skýri samdráttinn að einhverju marki en eftir afléttingu þeirra virðist áhættudrykkja hafa aukist aftur. Um 68 prósent karla og 38 prósent kvenna urðu ölvuð einu sinni í mánuði árið 2022 og um 14 prósent svarenda sögðust verða ölvaðir einu sinni í viku eða oftar. Í Gallup könnuninni var einnig spurt um reykingar en í ljós kom að árið 2022 reyktu 9 prósent fullorðinna sígarettur. 6,2 prósent sögðust reykja daglega og 2,8 sjaldnar en daglega. „Til samanburðar reyktu 10,1% árið 2021, 7,2% daglega og 2,9% sjaldnar en daglega. Sá samdráttur milli 2021 og 2022 samsvarar því að um það bil tvö þúsund fullorðnir hafi hætt að reykja á síðastliðnu ári,“ segir í Talnabrunninum. Reykingar eru mun algengari í eldri aldurshópum en notkun á rafrettum jókst töluvert milli ára í yngri aldurshópum og er dagleg notkun meðal 18 til 34 ára um 14 prósent. Þá vekur athygli að verulega hefur dregið úr notkun á tóbaki í vör meðal fullorðinna en 1,3 prósent sögðust taka daglega í vörina árið 2022, samanborið við 5 prósent árið 2020. Notkun nikótínpúða hefur hins vegar aukist úr 10,1 prósent í 12,9 prósent.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira