Stefna á að fjölga fangelsisrýmum úr fjörtíu í sjötíu Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2023 20:49 Fangelsið að Sogni. Magnús Hlynur „Það eru fara af stað miklar framkvæmdir í aðstöðubreytingum á Litla Hrauni. Það er tveggja milljarða verkefni sem er að fara af stað þar núna, þessa dagana,“ segir Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari kynntu umfangsmiklar breytingar í löggæslu á fundi dómsmálaráðherra í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis ræddi Jón um áttakið í löggæslumálum og kom hann meðal annars inn á fangelsismál. Hyggst hann leggja áherslu á að hagræðingarkrafa sem gerð er við fjárlagagerð verði felld niður á löggæsluna, fangelsismálin og saksóknina. „Þannig að við séum komin með þann ramma sem við höfum núna til að vinna eftir með þessari aukningu. Vegna þess að ef við þurfum að skera niður, þá er það í þessum málaflokkun þannig að við þurfum að segja upp fólki. 85 prósent af kostnaðinum eru laun.“ Þá segir Jón að stefnan sé að fjölga fangelsisrýmum. „Ég mun leggja til umtalsverða fjölgun á rýmum í opnum fangelsum, bæði á Sogni og fyrir vestan, á Kvíabryggju. Við erum með um tuttugu fanga á hvorum stað og með ekkert alltof miklum tilkostnaði munum við geta fjölgað þeim upp í tuttugu og átta. Í stað þess að hafa rými fyrir um fjörtíu fanga munum við hafa rými fyrir tæplega sjötíu manns. Hluta af því er hægt að setja í gang með tiltölulega litlum fyrirvara og jafnvel bara strax á þessu ári ef ég fæ það samþykkt á vettvangi ríkisstjórnar.“ Jón segir framkvæmdirnar taka lengri tíma á Kvíabryggju. „Hitt tekur aðeins lengri tíma á Kvíabryggju að byggja upp. Þar er komið að miklum viðhaldsþáttum og þar þyrfti að fara aðeins í frekari uppbyggingu. Það mun þá taka kannski þrjú ár eða eitthvað slíkt að klára þar. En þarna liggja áherslur okkur á þessu stigi, þetta er svona ákveðin framtíðarsýn.“ Þá segir Jón að sjónum verði einnig beint að öðrum afplánunarúrræðum. „Við erum síðan líka að horfa til afplánunar með öðrum hætti, eins og félagsþjónustu og notkun ökklabanda. Það hafa stór skref verið stigin í þessu en við þurfum að gera miklu betur þar.“ Fangelsismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira
Dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóri, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og héraðssaksóknari kynntu umfangsmiklar breytingar í löggæslu á fundi dómsmálaráðherra í dag. Í viðtali við Reykjavík síðdegis ræddi Jón um áttakið í löggæslumálum og kom hann meðal annars inn á fangelsismál. Hyggst hann leggja áherslu á að hagræðingarkrafa sem gerð er við fjárlagagerð verði felld niður á löggæsluna, fangelsismálin og saksóknina. „Þannig að við séum komin með þann ramma sem við höfum núna til að vinna eftir með þessari aukningu. Vegna þess að ef við þurfum að skera niður, þá er það í þessum málaflokkun þannig að við þurfum að segja upp fólki. 85 prósent af kostnaðinum eru laun.“ Þá segir Jón að stefnan sé að fjölga fangelsisrýmum. „Ég mun leggja til umtalsverða fjölgun á rýmum í opnum fangelsum, bæði á Sogni og fyrir vestan, á Kvíabryggju. Við erum með um tuttugu fanga á hvorum stað og með ekkert alltof miklum tilkostnaði munum við geta fjölgað þeim upp í tuttugu og átta. Í stað þess að hafa rými fyrir um fjörtíu fanga munum við hafa rými fyrir tæplega sjötíu manns. Hluta af því er hægt að setja í gang með tiltölulega litlum fyrirvara og jafnvel bara strax á þessu ári ef ég fæ það samþykkt á vettvangi ríkisstjórnar.“ Jón segir framkvæmdirnar taka lengri tíma á Kvíabryggju. „Hitt tekur aðeins lengri tíma á Kvíabryggju að byggja upp. Þar er komið að miklum viðhaldsþáttum og þar þyrfti að fara aðeins í frekari uppbyggingu. Það mun þá taka kannski þrjú ár eða eitthvað slíkt að klára þar. En þarna liggja áherslur okkur á þessu stigi, þetta er svona ákveðin framtíðarsýn.“ Þá segir Jón að sjónum verði einnig beint að öðrum afplánunarúrræðum. „Við erum síðan líka að horfa til afplánunar með öðrum hætti, eins og félagsþjónustu og notkun ökklabanda. Það hafa stór skref verið stigin í þessu en við þurfum að gera miklu betur þar.“
Fangelsismál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Sjá meira