Katrín segir sláandi að sjá afleiðingar innrásar Rússa Heimir Már Pétursson skrifar 14. mars 2023 11:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta máli að sjá afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu með eigin augum og hitta fólk sem upplifði hryllinginn. stjórnarráðið Forsætisráðherra segir sláandi að sjá ummerkin eftir innrás Rússa í Úkraínu og hitta íbúana sem urðu vitni af hryllingnum á fyrstu dögum innrásarinnar. Hún og utanríkisráðherra funda með forseta, forsætisráðherra Úkraínu og fleirum í Kænugarði í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra héldu til Úkraínu í gærmorgun. Frá Varsjá höfuðborg Póllands héldu þær fyrst að bæ við landamærin að Úkraínu þaðan sem þær ferðuðust með næturlest til Kænugarðs og komu þangað snemma í morgun. Þær héldu rakleiðis til bæjarins Borodianka sem Rússar náðu á sitt vald snemma í innrásinni og þaðan til Bucha sem eru skammt norður af höfuðborginni. Rússneskar hersveitir frömdu mikil illvirki í bæjum í nágrenni höfuðborgarinnar. Í Bucha frömdu þeir fjöldamorð á óbreyttum borgurum og ollu gífurlegri eyðileggingu. Búið er að finna lík af minnsta kosti 450 manns í bænum. Forsætis- og utanríkisráðherra fengu leiðsögn um bæinn Borodianka og síðan Bucha í morgun.stjórnarráðið Þær Katrín og Þórdís Kolbrún lögðu blómsveig að minnisvarða í miðborg Kænugarðs um þau sem fallið hafa í innrás Rússa klukkan tíu í morgun, eða á hádegi að staðartíma. „Það er auðvitað þannig að þótt maður hafi séð fjölmiðlamyndir þá er allt annað að koma á staðinn. Hitta fólkið sem hefur staðið frammi fyrir þessum hryllingi. Sjá ummerkin með eigin augum í Borodianka þar sem fjölbýlishús voru sprengd upp. Síðan auðvitað að sjá ummerkin eftir fjöldagrafirnar í Bucha,“ segir Katrín. Vegna þess að Íslendingar færu með formennsku í Evrópuráðinu um þessar mundir væri mjög mikilvægt að kynnast aðstæðum frá fyrstu hendi. Þær hefðu til að mynda heimsótt smáhýsa þyrpingu í Bucha sem byggð hefði verið fyrir aðstoð Pólverja og fleiri erlendra ríkja fyrir fólk sem missti húsnæði sitt. Katrín og Þórdís Kolbrún hlýða á borgarstjórann í Bucha greina frá hörmungunum í innrás Rússa.stjórnarráðið „Auðvitað vill fólk getað aftur farið að koma sér fyrir og byggja upp venjulegt líf. Það er kannski það sem er mest sláandi að sjá leifarnar af venjulegu lífi inni í þessum rústum öllum,“ segir forsætisráðherra. Nú í hádeginu eiga Katrín og Þórdís Kolbrún um klukkustundar fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu þar sem samstaða Íslendinga með úkraínsku þjóðinni verður ítrekuð. Síðar funduðu þær með forsætisráðherra landsins og fleiri ráðherrum. Tilefni fundarins væri líka formennska Íslands í Evrópuráðinu. Í Bucha lögðu ráðherrarnir blómsveig að minnismerki um þá sem féllu í Bucha.stjórnarráðið „Þar hefur verið ákveðið að halda leiðtogafund á Íslandi í vor þar sem Úkraína er megin efnið. Það skiptir auðvitað miklu máli að við eigum samtal við úkraínska ráðamenn um það.“ Er einhver von til þess að Zelensky sjálfur komi jafnvel á þann fund? „Það get ég ekki sagt til um. En hann hefur staðfest að hann tekur þátt hvort sem það verður í fjarfundi eins og hann gerir gjarnan eða á staðnum,“ segir Katrín í samtali frá Kænugarði. Forsætisráðherra segir viðræður við úkraínska ráðamenn að mestu snúast um inntak leiðtogafundarins í Reykjavík og það sem Evrópuráðið geti gert til dæmis varðandi skráningu á tjóninu sem Rússar hafi valdið og skaðabótaskyldu þeirra. Þá muni hún og Þórdís Kolbrún greina frá hvernig stuðningi Íslands við Úkraínu verði háttað á þessu ári. Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Úkraína Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra héldu til Úkraínu í gærmorgun. Frá Varsjá höfuðborg Póllands héldu þær fyrst að bæ við landamærin að Úkraínu þaðan sem þær ferðuðust með næturlest til Kænugarðs og komu þangað snemma í morgun. Þær héldu rakleiðis til bæjarins Borodianka sem Rússar náðu á sitt vald snemma í innrásinni og þaðan til Bucha sem eru skammt norður af höfuðborginni. Rússneskar hersveitir frömdu mikil illvirki í bæjum í nágrenni höfuðborgarinnar. Í Bucha frömdu þeir fjöldamorð á óbreyttum borgurum og ollu gífurlegri eyðileggingu. Búið er að finna lík af minnsta kosti 450 manns í bænum. Forsætis- og utanríkisráðherra fengu leiðsögn um bæinn Borodianka og síðan Bucha í morgun.stjórnarráðið Þær Katrín og Þórdís Kolbrún lögðu blómsveig að minnisvarða í miðborg Kænugarðs um þau sem fallið hafa í innrás Rússa klukkan tíu í morgun, eða á hádegi að staðartíma. „Það er auðvitað þannig að þótt maður hafi séð fjölmiðlamyndir þá er allt annað að koma á staðinn. Hitta fólkið sem hefur staðið frammi fyrir þessum hryllingi. Sjá ummerkin með eigin augum í Borodianka þar sem fjölbýlishús voru sprengd upp. Síðan auðvitað að sjá ummerkin eftir fjöldagrafirnar í Bucha,“ segir Katrín. Vegna þess að Íslendingar færu með formennsku í Evrópuráðinu um þessar mundir væri mjög mikilvægt að kynnast aðstæðum frá fyrstu hendi. Þær hefðu til að mynda heimsótt smáhýsa þyrpingu í Bucha sem byggð hefði verið fyrir aðstoð Pólverja og fleiri erlendra ríkja fyrir fólk sem missti húsnæði sitt. Katrín og Þórdís Kolbrún hlýða á borgarstjórann í Bucha greina frá hörmungunum í innrás Rússa.stjórnarráðið „Auðvitað vill fólk getað aftur farið að koma sér fyrir og byggja upp venjulegt líf. Það er kannski það sem er mest sláandi að sjá leifarnar af venjulegu lífi inni í þessum rústum öllum,“ segir forsætisráðherra. Nú í hádeginu eiga Katrín og Þórdís Kolbrún um klukkustundar fund með Volodymyr Zelensky forseta Úkraínu þar sem samstaða Íslendinga með úkraínsku þjóðinni verður ítrekuð. Síðar funduðu þær með forsætisráðherra landsins og fleiri ráðherrum. Tilefni fundarins væri líka formennska Íslands í Evrópuráðinu. Í Bucha lögðu ráðherrarnir blómsveig að minnismerki um þá sem féllu í Bucha.stjórnarráðið „Þar hefur verið ákveðið að halda leiðtogafund á Íslandi í vor þar sem Úkraína er megin efnið. Það skiptir auðvitað miklu máli að við eigum samtal við úkraínska ráðamenn um það.“ Er einhver von til þess að Zelensky sjálfur komi jafnvel á þann fund? „Það get ég ekki sagt til um. En hann hefur staðfest að hann tekur þátt hvort sem það verður í fjarfundi eins og hann gerir gjarnan eða á staðnum,“ segir Katrín í samtali frá Kænugarði. Forsætisráðherra segir viðræður við úkraínska ráðamenn að mestu snúast um inntak leiðtogafundarins í Reykjavík og það sem Evrópuráðið geti gert til dæmis varðandi skráningu á tjóninu sem Rússar hafi valdið og skaðabótaskyldu þeirra. Þá muni hún og Þórdís Kolbrún greina frá hvernig stuðningi Íslands við Úkraínu verði háttað á þessu ári.
Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslendingar erlendis Úkraína Tengdar fréttir Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20 Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Katrín og Þórdís Kolbrún virða fyrir sér eyðilegginguna í Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru þessa stundina í bænum Bucha í Úkraínu til að kynna sér aðstæður. Rússneskar hersveitir frömdu fjöldamorð á óbreyttum borgurum í upphafi innrásarinnar í febrúar og mars í fyrra. 14. mars 2023 09:20
Katrín og Þórdís Kolbrún á leið til Bucha Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra eru komnar til Úkraínu eftir um sólarhrings ferðalag frá Íslandi. Þær og fylgdarlið þeirra komu með næturlest til ótilgreinda staðar snemma í morgun. 14. mars 2023 07:55
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum