Ólýðræðisleg og huglaus Sæþór Randalsson skrifar 16. mars 2023 08:30 Borgarstjórn Reykjavíkur, að undanskildum fulltrúum sósíalistaflokksins, ákvað að setja myndavélar um allan miðbæinn. Ekki vegna vaxandi glæpa, umferðarbrota eða sem dýralífsmyndavélar, heldur til að njósna um mótmælendur og skerða réttinn til að mótmæla. Nú þegar ákvörðun þeirra, byggð á djúpum skilningi þeirra á því að þau eru óvinsæl og ákvarðanir þeirra ólýðræðislegar, er orðin opinber, láta þau sem úrræðið snúist í raun um að koma í veg fyrir glæpi eins og morðið á ungri konu fyrir nokkrum árum. Þessi tortryggilega vísun í mögulega glæpi er ógeðsleg og augljósleg eftirhagræðing vegna hugleysis þeirra. Þegar kosið er opinberlega innan stofnunar krefst það umræðu í ákveðinn tíma. Þetta er oft skráð í fundargerðum eða jafnvel útvarpað í rauntíma. Seinna þegar dómstólar eða einstaklingar óska eftir að fá innsýn í hug og hjörtu löggjafans, horfa þeir til þessarar umræðu. Hvergi var minnst á glæpi gegn einstaklingum í þessum umræðum um öryggismyndavélarnar heldur snerist hún um mótmælendur. Ekki bara almenna mótmælendur heldur ímyndaða hugaróra um mótmælendur sem eru ofbeldisfullir. Engin mótmæli á Íslandi hafa verið ofbeldisfull og þess vegna verða þau að finna upp skáldskap, eins og skrifstofa Fox News, til að hræða ofsóknarsjúka um ímyndaða verstu atburðarás sem aldrei hefur gerst í raunveruleikanum. Ég veit að þetta er byggt á ótta vegna nýlegrar reynslu minnar. Ég sit í stjórn Eflingar sem og í samninganefnd. Ég tók þátt í báðum mótmælagöngunum sem Efling stóð fyrir á dögunum. Við brutum engin lög, skildum ekki eftir rusl, enginn var sektaður eða handtekinn. En við í hópnum gátum séð að stjórnmálamennirnir sem við vorum að mótmæla væru hræddir. Þeir vita að stefna þeirra er ólýðræðisleg. Þeir vita að þeir eru að semja spillingarlöggjöf í þágu sjálfra sín og bandamanna sinna, ekki í þágu þjóðarinnar eins og þeir eiga að gera. Þetta er ástæðan fyrir því að þeir grenja og heimta lögreglu með byssur, eftir fleiri öryggismyndavélum tengdum andlitsrakningarhugbúnaði á meðan sömu stjórnmálaflokkarnir og einstaklingar munu reyna að skapa vænisýki með vísan í öryggisríki Kína. Þessar væningar enda oftast í sakarjátningu. Það eru þau sem eru glæpamennirnir. Það eru þau sem vilja aukið eftirlit með borgurum og á sama tíma vanfjármagna þá þjónustu sem hefur sýnt að dregur úr glæpum og ólgu. Börn þeirra og fyrrverandi bekkjarfélagar fá vinnu í stjórnum eða á skrifstofum fyrirtækja sem þau kjósa að útvista. Þetta er ástæðan fyrir því að þau þrá aukna vernd og kjósa hana jafnvel gegn eigin yfirlýsingum um óljósar skuldbindingar gagnvart frelsi og gagnavernd. Þau vita að fólk er reitt út í sig. Þau sögðu það skýrum orðum í fundargerðum áður en þau greiddu atkvæði um öryggismyndavélarnar. Höfundur er í stjórn Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur, að undanskildum fulltrúum sósíalistaflokksins, ákvað að setja myndavélar um allan miðbæinn. Ekki vegna vaxandi glæpa, umferðarbrota eða sem dýralífsmyndavélar, heldur til að njósna um mótmælendur og skerða réttinn til að mótmæla. Nú þegar ákvörðun þeirra, byggð á djúpum skilningi þeirra á því að þau eru óvinsæl og ákvarðanir þeirra ólýðræðislegar, er orðin opinber, láta þau sem úrræðið snúist í raun um að koma í veg fyrir glæpi eins og morðið á ungri konu fyrir nokkrum árum. Þessi tortryggilega vísun í mögulega glæpi er ógeðsleg og augljósleg eftirhagræðing vegna hugleysis þeirra. Þegar kosið er opinberlega innan stofnunar krefst það umræðu í ákveðinn tíma. Þetta er oft skráð í fundargerðum eða jafnvel útvarpað í rauntíma. Seinna þegar dómstólar eða einstaklingar óska eftir að fá innsýn í hug og hjörtu löggjafans, horfa þeir til þessarar umræðu. Hvergi var minnst á glæpi gegn einstaklingum í þessum umræðum um öryggismyndavélarnar heldur snerist hún um mótmælendur. Ekki bara almenna mótmælendur heldur ímyndaða hugaróra um mótmælendur sem eru ofbeldisfullir. Engin mótmæli á Íslandi hafa verið ofbeldisfull og þess vegna verða þau að finna upp skáldskap, eins og skrifstofa Fox News, til að hræða ofsóknarsjúka um ímyndaða verstu atburðarás sem aldrei hefur gerst í raunveruleikanum. Ég veit að þetta er byggt á ótta vegna nýlegrar reynslu minnar. Ég sit í stjórn Eflingar sem og í samninganefnd. Ég tók þátt í báðum mótmælagöngunum sem Efling stóð fyrir á dögunum. Við brutum engin lög, skildum ekki eftir rusl, enginn var sektaður eða handtekinn. En við í hópnum gátum séð að stjórnmálamennirnir sem við vorum að mótmæla væru hræddir. Þeir vita að stefna þeirra er ólýðræðisleg. Þeir vita að þeir eru að semja spillingarlöggjöf í þágu sjálfra sín og bandamanna sinna, ekki í þágu þjóðarinnar eins og þeir eiga að gera. Þetta er ástæðan fyrir því að þeir grenja og heimta lögreglu með byssur, eftir fleiri öryggismyndavélum tengdum andlitsrakningarhugbúnaði á meðan sömu stjórnmálaflokkarnir og einstaklingar munu reyna að skapa vænisýki með vísan í öryggisríki Kína. Þessar væningar enda oftast í sakarjátningu. Það eru þau sem eru glæpamennirnir. Það eru þau sem vilja aukið eftirlit með borgurum og á sama tíma vanfjármagna þá þjónustu sem hefur sýnt að dregur úr glæpum og ólgu. Börn þeirra og fyrrverandi bekkjarfélagar fá vinnu í stjórnum eða á skrifstofum fyrirtækja sem þau kjósa að útvista. Þetta er ástæðan fyrir því að þau þrá aukna vernd og kjósa hana jafnvel gegn eigin yfirlýsingum um óljósar skuldbindingar gagnvart frelsi og gagnavernd. Þau vita að fólk er reitt út í sig. Þau sögðu það skýrum orðum í fundargerðum áður en þau greiddu atkvæði um öryggismyndavélarnar. Höfundur er í stjórn Eflingar.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar