Foreldrar mótmæltu í ráðhúsinu: „Ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. mars 2023 11:46 Helgi Áss borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ræddi við foreldra á mótmælunum í morgun. Vísir/Margrét Björk Foreldrar komu saman í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mótmæltu þeirri stöðu sem enn á ný er komin upp í leikskólamálum. Dæmi er um að börn þurfi að bíða í á þriðja ár eftir leikskólaplássi. Borgarfulltrúi sjálfstæðisflokksins segir ástandið grafalvarlegt og það sé tilkomið vegna trassaskapar. Í mars á síðasta ári sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að til stæði að opna sjö nýja leikskóla á árinu og að samhliða því yrðu 850 leikskólapláss tekin í notkun. Fullyrt var börn frá 12 mánaða aldri fengju pláss. Húsnæðisskortur, rakaskemmdir og mygla auk mönnunarvanda hafa komið í veg fyrir að þessi áform gengu eftir. Hljóðið í foreldrum þungt Nokkur fjöldi foreldra kom saman í morgun í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þessu ástandi. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræddu við foreldra áður en þær héldu á fund Borgarráðs í morgun.Vísir/Margrét Björk Það var Thelma Björk Wilson sem stóð fyrir mótmælunum. „Ég vil bara aðallega að það sé hlustað, að borgarstjórnin kalli eftir fundi við okkur, segir Thelma. Það eru ýmsar mótvægisaðgerðir sem við viljum leggja til, til að koma til móts við foreldra í þessari stöðu. Það er ekkert leyndarmál að neyðin er mikil meðal foreldra og ástandið verður alltaf bara verra. Það þarf að koma með einhverjar aðgerðir, það þarf að gera eitthvað annað í staðinn fyrir að ætla bara að laga.“ Thelma segir hljóðið í foreldrum þungt og að margir hverjir séu í mjög erfiðri stöðu. „ Margir eru með stórar fjölskyldur og eru bara alveg fastir í sinni stöðu. Fólk vill reyna að komast í önnur sveitafélög, en það stenst ekki greiðslumat því það hefur verið tekjulaust í þetta langan tíma. Aðrir hafa gripið í þau úrræði að leigja út íbúðina sína og flytja í hús foreldra sinna því þau eru tekjulaus. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand og það þarf að gera eitthvað.“ Thelma segist þó bjartsýn að mótmælin og þeirra barátta skili árangri. „Verð ég ekki að vera það? Við allavega ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist.“ Gat ekki gefið foreldrum nein svör Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir hægt hefði verið að koma í veg fyrir að ástandið yrði jafn slæmt og raun ber vitni. Marta Guðjónsdóttir segir ástandið grafalvarlegtVísir/Margrét Björk „Fyrst og síðast er þetta til komið vegna leikskólahúsnæðis sem hefur þurft að loka. Það er vegna trassaskapar og uppsafnað viðhalds til margra ára. Þetta hefur alveg blasað við og það hafa ekki verið gerðar þær ráðstafanir sem hefði þurft að grípa til miklu fyrr til að koma í veg fyrir að loka þyrfti leikskólahúsnæði og þar með fækka plássum.“ Marta ræddi sjálf við foreldra á mótmælunum en sagðist ekki hafa geta gefið þeim nein svör. „Nei ég gat ekki gefið þeim svör því við höfum verið að kalla eftir svörum og fáum þau ekki. Við fáum ekki, til að mynda, að vita hver er staðan á biðlistum eftir stóra innritunardaginn. Mér finnst það óásættanlegt. Að fólk sé í óvissu um hvort eða hvenær þau fái pláss fyrir sín börn.“ Nánar verður fjallað um mótmælin í kvöldfréttum þar sem rætt verður við fleiri foreldra og borgarfulltrúa. Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í mars á síðasta ári sendi Reykjavíkurborg frá sér tilkynningu þar sem greint var frá því að til stæði að opna sjö nýja leikskóla á árinu og að samhliða því yrðu 850 leikskólapláss tekin í notkun. Fullyrt var börn frá 12 mánaða aldri fengju pláss. Húsnæðisskortur, rakaskemmdir og mygla auk mönnunarvanda hafa komið í veg fyrir að þessi áform gengu eftir. Hljóðið í foreldrum þungt Nokkur fjöldi foreldra kom saman í morgun í ráðhúsi Reykjavíkur til að mótmæla þessu ástandi. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir ræddu við foreldra áður en þær héldu á fund Borgarráðs í morgun.Vísir/Margrét Björk Það var Thelma Björk Wilson sem stóð fyrir mótmælunum. „Ég vil bara aðallega að það sé hlustað, að borgarstjórnin kalli eftir fundi við okkur, segir Thelma. Það eru ýmsar mótvægisaðgerðir sem við viljum leggja til, til að koma til móts við foreldra í þessari stöðu. Það er ekkert leyndarmál að neyðin er mikil meðal foreldra og ástandið verður alltaf bara verra. Það þarf að koma með einhverjar aðgerðir, það þarf að gera eitthvað annað í staðinn fyrir að ætla bara að laga.“ Thelma segir hljóðið í foreldrum þungt og að margir hverjir séu í mjög erfiðri stöðu. „ Margir eru með stórar fjölskyldur og eru bara alveg fastir í sinni stöðu. Fólk vill reyna að komast í önnur sveitafélög, en það stenst ekki greiðslumat því það hefur verið tekjulaust í þetta langan tíma. Aðrir hafa gripið í þau úrræði að leigja út íbúðina sína og flytja í hús foreldra sinna því þau eru tekjulaus. Þetta er algjörlega óviðunandi ástand og það þarf að gera eitthvað.“ Thelma segist þó bjartsýn að mótmælin og þeirra barátta skili árangri. „Verð ég ekki að vera það? Við allavega ætlum ekki að hætta fyrr en eitthvað gerist.“ Gat ekki gefið foreldrum nein svör Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir hægt hefði verið að koma í veg fyrir að ástandið yrði jafn slæmt og raun ber vitni. Marta Guðjónsdóttir segir ástandið grafalvarlegtVísir/Margrét Björk „Fyrst og síðast er þetta til komið vegna leikskólahúsnæðis sem hefur þurft að loka. Það er vegna trassaskapar og uppsafnað viðhalds til margra ára. Þetta hefur alveg blasað við og það hafa ekki verið gerðar þær ráðstafanir sem hefði þurft að grípa til miklu fyrr til að koma í veg fyrir að loka þyrfti leikskólahúsnæði og þar með fækka plássum.“ Marta ræddi sjálf við foreldra á mótmælunum en sagðist ekki hafa geta gefið þeim nein svör. „Nei ég gat ekki gefið þeim svör því við höfum verið að kalla eftir svörum og fáum þau ekki. Við fáum ekki, til að mynda, að vita hver er staðan á biðlistum eftir stóra innritunardaginn. Mér finnst það óásættanlegt. Að fólk sé í óvissu um hvort eða hvenær þau fái pláss fyrir sín börn.“ Nánar verður fjallað um mótmælin í kvöldfréttum þar sem rætt verður við fleiri foreldra og borgarfulltrúa.
Reykjavík Leikskólar Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira